Prentarinn - 01.01.1968, Page 10

Prentarinn - 01.01.1968, Page 10
Ágúst Guömundsson: Gísli Jónsson, aldurs/orseti íslenzkrar prentarastéttar. Á slóöum Vestur-íslendinga Það mun flestum prent- urum kunnugt, að Agúst Guðmundsson, prentsm.- stjóri Alþýðuprentsmiðj- unnar hf. í Reykjavík, kom heim s.l. haust, eftir ársdvöl í Winnipeg, ]>ar sem hann starfaði m. a. við setningu vestur-ísl. blaðsins Lögberg-Heims- kringla. Heimkoma hans gerði okkur forvitna um að leita á fund hans um fréttir af íslenzkum starfs- bræðrum vestanhafs, og þeirra bókarmennt. — Af eftirfarandi grein, sem hann hefur skrifað eftir heiðni okkar, má sjá, að við höfum ekki farið í geitarhús að leita ullar — og vonum að margur verði fróðari eftir lesturinn um frændur vora vestanhafs. Við þökkum Agústi Guðmundssyni greinina. „Og svo ert þú, ísland, í eðli mitt fest, að einungis gröfin oss skilur." (St. G. St.: Astavísur til Islands). Saga Vestur-íslendinga er lærdómsríkt við- fangsefni; hún er saga ótrúlegustu afreka, í senn glæsileg, örlagaþrungin og ævintýrarík; ósjaldan rituð letri tára og hjartasorga. „Menn rífa sig ekki upp með rótum úr aldagömlu um- hverfi sínu,“ segir einn merkasti landi okkar vestra, dr. Richard Beck. Hljótt er nú orðið um þá sögu. Og mættu blöð og tímarit austan hafs taka rögg á sig og halda orðstí Vestmanna hærra á loft, og með því skara glóð að eldum íslenzkrar ættrækni, sem óðum fer dvínandi með þjóð okkar. En það er önnur saga, er líka mætti vekja til lífs í brjóstum yngri kynslóðar- innar. Hér verður í mjög ófullkominni mynd rak- inn sá þátturinn, sem okkur prenturum stend- ur næst, og sem „hefur ætíð varðað veginn fyrst / í vizkuleit og framsókn mannsins anda,“ — eins og einn stéttarbræðra okkar kemst svo snilldarlega að orði (Þorsteinn Halldórs- son). — Prentlistin eða prentarar hafa dyggi- lega |)jónað þeim mönnum, sem fremst hafa staðið í orðsins list og mest og bezt hafa unnið íslenzkum málstað í Vesturheimi. — Þessi sundurlausu brot segja alltof lítið; geta aðeins örfárra þeirra manna, sem staðið hafa í far- arbroddi, og varpað ljóma á íslenzka blaða- mennsku vestan hafs. Tilvitnanir í ýmis rit gefa þó Ijósa heildarmynd af viðhorfi Vestur- Islendinga til feðraslóða, virðingu þeirra fyrir móðurmálinu og íslenzkum menningararfi. Fyrsta áratuginn — og jafnvel lengur — urðu Islendingar að þola all-almenna lítils- virðingu vegna þjóðernis síns, er stafaði af vanþekkingu og vanmati hinna nýju þjóð- bræðra þeirra á kostum og göllum íslenzka kynstofnsins. Saga Islands er óþekkt meðal alls almúga í hinum nýja heimi. Hið eina áberandi tákn er vankunnáttan í verklegum efnum, óskiljanlegt tungumál, kotungslegur klæðaburður og fleira af svipuðum toga. Eng- inn vissi um fjársjóðina, sem þess’r fátæku landnemar fluttu með sér vestur um haf, bæk- 8 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.