Prentarinn - 01.01.1968, Síða 12

Prentarinn - 01.01.1968, Síða 12
1 þessari byggingu var The Columbia Press Ltd. til húsa, við Aðalstrœti Islendinga á sinni tíð, Sargent Avenue. Þar var Lögberg prentað og jleiri merkisrit Vestmanna. Munu „yngri“ prentarar, sem í Vesturveg haja leitað, um stundar sakir, kannast vel við sig á ]>essum slóðum. Þaðan var stutt í rómaðan aðselurs- stað 1 slendinga, veitingahúsið Víjil, Fyrstu lútersku kirkju og bókabúð Davíðs. Og ekki er vert að gleyma Góðtemplarahöllinni, sem líka var á nœsta leiti. Eng- ar sögur jara aj því, hvern þessara staða prentarar „okkar“ girntust öðrum jremur, — nema kannske helzt „Gúttó“!! ? — Myndina tók Kjartan O. Bjarna- son prentari árið 1955. — Utan dyra eru hjónin Einar P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs, og lngibjörg Jónsson, núverandi ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu. feðraarfi þeirra, þá eru merkin líka skýr fyr- ir nýrri og haldgóðri vakningu á þvi sviði, svo sem vaxandi virðing og viðurkenning á verðmæti íslenzkrar tungu og íslenzkra bók- mennta ... Þrjátíu ár eru liðin síðan kveðja þessi var send lieim til ættjarðarinnar sem vegarnesti 10 ungrar stúlku, sem hugði á langdvöl í landi feðra sinna við nám og störf. Höfundur kveðj- unnar, Jón Jónsson Bíldfell, frá Bíldsfelli í Grafningi, var um tíu ára skeið (1917—1927) ritstjóri Lögbergs. Hann var mætur maður og gegn og einn af merkisberum íslenzkrar menn- ingar vestan hafs. Nærtækara dæmi og yngra, er segir svipaða sögu, leyfi ég mér að taka hér upp. Það birtist í nýútkominni bók, Að vestan og heiman, eftir dr. Finnboga Guðmundsson Landsbókavörð. Höfundi farast svo orð, í „Minni Islands", er hann flutti í Winnipeg og viðar fyrir fimmtán árum, þá prófessor við Manitobaháskóla: „Eg veit, að það er uggur í mönnum um framtíð íslenzkrar tungu í Vesturheimi, en svo hefur ætíð verið frá því að íslendingar komu hingað. En íslenzkan lifir enn og getur átt hér langa lífdaga, ef allir þeir, sem kunna hana, gera skyldu sína og hrinda henni fram á leið.“ Niðurlagsorð þessa frábæra erindis vildi ég mega gera að mínum orðum. Þau lýsa svip- uðum hugblæ og ég kenndi ósjaldan í fari landa minna vestra: „Ég sé yður fyrir mér, þegar þér gangið heim þessa nótt, því að einmitt þá hafið þér loks að fullu horfið aftur til uppruna yðar, fundið til eins og Islendingar finna til — eða eiga að minnsta kosti að finna til — á slíkum dögum, ekki í augnablikum, heldur í öldum, ekki bundnir við þann stað, sem þeir standa á, heldur við það eitt, að þeir eru íslendingar og hljóta að vera það, meðan þeir eru trúir hinu bezta í sjálfum sér. Innst í þínum eigin barmi, eins í gleði og eins í harmi ymur Islands lag. Eg hef verið að hlusta eftir þessu lagi, síðan ég kom hingað vestur, og það hefur glatt mig óumræðilega, hve víða má enn heyra það. Mér finnst, að við óminn af því hafi ég átt hér mínar beztu stundir, svo sem síðast nú á þessum degi. Og ég vona, að þér munuð lengi enn koma saman þennan dag til þess að stilla hörpur yð- ar, svo að Islands lag megi aldrei verða falskt PRENTAUINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.