Prentarinn - 01.01.1968, Side 28

Prentarinn - 01.01.1968, Side 28
Hörður Svanbergsson hefur oft heimsótt Heidelberg- verksmiSjurnar og sótt námskeið á Heidelbergskólanum og þekkir mjög vel til fyrirtækisins. Við báðum því Hörð að skrifa fyrir Prentarann greinina sem hér birtist og lýsir í stuttu máli þessurn miklu prentvélaverksmiðjum. HEIDELBERG Nafnið kemur okkur prenturum óneitanlega kunnuglega fyrir sjónir. Borgin Heidelberg er gamalkunn fyrir fegurð, rómantik, heillandi umhverfi, sinn gamla háskóla, hallarrústirnar, mikinn ferðamannastraum og síðast en ekki sízt hinar heimsþekktu prentvélaverksmiðjur sem eru samnefndar borginni og allir prent- arar þekkja, „Schnellpressen AG Heidelberg". Borgin stendur á bökkum Nekkarfljóts, þar sem áin liðast milli fagurra bæða Oðinsskógar og rennur fram á Rínarsléttuna þar sem hún sameinast stórfljótinu Rín. Ibúar Heidelberg eru um það bil 130 þús- und, og stór hluti þeirra byggir afkomu sína á ferðamönnum. Einnig er þar nokkuð af létt- um iðnaði, svo sem veggfóðurgerð, gólfdúka- gerð, mikil gerviefnaframleiðsla, ýmis raf- tækjaiðnaður, fataverksmiðja, ein sú stærsta og þekktasta sinnar tegundar í Þýzkalandi o. fI. Frá fyrstu tíð hefur þessi fagri staður þótt ákjósanlegur til búsetu, enda er talið að frum- byggjar álfunnar hafi setzt að á þessum slóð- um, og því til sönnunar má nefna að skammt suður af Heidelberg fundust mjög merkar fornminjar árið 1907. Meðal annars manns- kjálki með 15 tönnum, sem af vísindamönnum vorra tíma er talinn vera þrjú til fjögur hundr- uð þúsund ára gamall. Heidelberg er fyrst getið sem borgar 1196 og á hún því mjög langa og merkilega sögu. Þrátt fyrir tvær stórstyrjaldir þessarar aldar ber borgin engin merki átaka eða eyðilegging- ar eins og víða má þó enn sjá í öðrum borg- um Þýzkalands. Þó hefur hún ekki alltaf farið varhluta af cyðileggingu styrjalda, og vitna þar um múrsleinsrauðar hallarrústir, sem blasa við augum í hlíðinni ofan við gamla bæinn. Endur fyrir löngu, eða árið 1693, ruddust hersveitir Lúðvíks XIV. Frakklandskonungs inn í borgina og gjöreyddu henni, þó að einu húsi undanteknu og stendur það enn, og er nú mjög þekkt hótel (Renaissance liaus zum rit- ter). Síðan var borgin reist á hinum gömlu rústum og þannig stendur hún í dag. Þrátt fyrir miklar breytingar á borginni — nú síðustu árin hafa risið heil borgarhverfi, glæsileg verzlunarhús, og jafnvel hílastæði á 5—6 hæðum — hefur gamla borgin og íbú- arnir varðveitt hið létta og ljúfa andrúmsloft, sem alltaf er talið hafa fylgt henni. Á daginn er allt á ferð og flugi af fótgang- andi og akandi. Mest áberandi er þó straumur- inn upp á hæðirnar við hallarrústirnar og upp á Konungsstól ísem er hæsti hluti þessara hæða, 568 m yfir dalbotni), enda munu 2,5 milljónir gesta heimsækja hallirnar einar sam- an ár hvert. Þarna uppi er afar fagurt útsýni yfir þéttbyggðan gamla bæinn, og til hægri nýja borgarhluta, falleg dalverpi, og á vinstri hönd Rínarsléttuna. Og allstaðar í dalbotnin- um glittir á spegilslétt fljótið. I tíð Friðriks V., sem nefndur var vetrar- konungurinn frá Bæheimi, og giftur var Elísa- betu, dóttur james I. Englandskonungs, var byggð mikil álma við höllina, sem áður er nefnd, fyrir veizlusali. og í kjallara hennar var komið fyrir gríðarmiklu ölkeri, sem rúmar 26 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.