Prentarinn - 01.01.1968, Page 30

Prentarinn - 01.01.1968, Page 30
Original Heidelberg Aratugum saman hafa Original Heidelberg verið vinsælustu og mestseldu prentvélar í heimi. Á hverjum mánuði eru um það bil 1000 slíkar vélar framleiddar í verksmiðjunum. Vaxtarhraði þessara verksmiðja hefur verið mjög mikill. Starfsliðið var árið 1920 200 manns, en er nú orðið yfir 6000. Á hverjum degi eru um það bil 650 Original Heidelberg- vélar á leið til kaupenda með vöruflutninga- bifreiðum og járnbrautum, eða á leið yfir höfin með flutningaskipum. Mér er ekki kunnugt um að nokkur annar framleiðandi slíkra tækja geti státað af eftir- farandi tölum: Til ársins 1925 höfðu verið framleiddar og seldar 3000 vélar, 1940 27.000, 1950 35.000, 1959 100.000, 1963 140.000, 1967 180.000. Fjölmargar prentsmiðjur hafa í notkun 5, 10, 20 og jafnvel 30 eða fleiri Heidelberg- vélar, og prentsmiðjur sem nota digul- og cylinder-vélar frá verksmiðjunni skipta þús- undum. Meira en 80% af framleiðslunni fer til útflutnings. Aðalstöðvarnar og verksmiðjan í Heidelberg I aðalstöðvum fyrirtækisins er sölustjórnin, skóli fyrir prentara, prentsmiðja til sýningar og auglýsinga- og sýningarprentunar, sam- setningarverksmiðju fyrir Heidelberg Rota- speed-vélar, og skóli fyrir starfsmenn. Fyrirtækið leggur mikla áherzlu á þjálfun uppvaxandi kynslóðar tæknimanna og annarra starfsmanna. Það veitir samtímis 300 manns sérstaka þjálfun, sem stendur í þrjú ár, áður en þeir hefja fullkomin störf við framleiðsl- una. Einnig cr í aðalstöðvunum rannsóknar- og þróunardcild til þess að leggja sitt af mörk- um til aukinnar tækni í prentiðnaðinum, og árið 1966 voru reistar miklar byggingar í Heidelberg, sem hýsa þessa starfsemi. Enn- Frá Wieslock-verksmiSjunum. Samsetning á cylinder- vclum. A myndinni sést aðeins hluti samsetningar- deildarinnar. 28 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.