Prentarinn - 01.01.1968, Síða 35

Prentarinn - 01.01.1968, Síða 35
Ég fékk þetta leyfi aðeins vegna þess, að ég var útlendingur; annars eru Bretar manna formfastastir, og hafi maður á annað borð verið innritaður á námskeið í meðferð setjara- véla, verður hann möglunarlaust að vera á því, og engu öðru, — ef hann er Breti. Ég var settur þarna á verkstæði með við- gerðarmanni, sem fór milli fyrirtækja til við- gerða, þegar þörf var. Hann vann þarna við viðgerðir á „tape-unitum“, og ég var látinn njóta leiðbeininga hans í því. Þegar hann var svo kallaður út í viðgerðarferðir, setti hann mér fyrir verkefni að vinna að, meðan hann var í burtu. Þetta hjálpaði mér mikið til að komast inn í tæknimálið og enskuna almennt. — Þarna var ég síðustu tíu dagana." „Hvernig var með frítímann, — ferðaðist þú ekkert um?“ „Jú, nokkuð. Annar Englendingurinn hafði bíl og bauð mér oft út í sveitirnar um helgar. Það voru mjög skemmtilegar ferðir.“ Nú var Olafur farinn að verða fljótmæltur og byrjaður að gjóta augunum á úrið. Og þar sem ég vissi að óðum nálgaðist heimsóknar- tíma á Fæðingardeildinni, og að jjar beið hans nýfædd dóttir, spurði ég þessarar sígildu spurningar: „Er það eitthvað, sem þú vildir segja að lokum, Ólafur?“ „Já, ég vildi gjarnan koma því á framfæri, sem kennarinn minn úti sagði. Hann taldi jjað sannaða staðreynd, að langflest hilanatilfelli setjaravéla stöfuðu einfaldlega af vanhirðu og vankunnáttu þeirra, sem þær nota. Lágmarks- skilyrði fyrir réttum og snurðulausum gangi setjaravéla er, að hreinsa þær vel, smyrja rétt og reglulega, og yfirleitt fara ekki með vélina eingöngu sem hlut, sem nóg er að skrönglist áfram daginn. Þetta er viðkvæmt tæki, sem nauðsynlegt er að hugsa um af umhyggju. Að síðustu vil ég koma á framfæri þökkum mínum til Guðmundar Benediktssonar og stjórnar H.I.P., sem svaraði beiðni minni um 1500 kr. styrk úr Framasjóði með því að veita mér 3000 kr. ferðastyrk, samkvæmt sam- þykkt stjórnarfundar. Það finnst mér þakkar- vert.“ Hér á myndinni sést cin nýjasta Ijóssetningarvélin jrá Intertype, sem nejnist Fototronic. Setningarvélin getur Ijósmyndað 20 stafi á sekúndu. A leturskífunni sem setjarinn heldur á ern 240 stajir. PRENTARINN 33

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.