Prentarinn - 01.01.1968, Qupperneq 42
Á aÖalfundi H.Í.P. fyrir tæpum tveim ár-
um gerði ég nefndaskipulagið að umræðu-
efni og þar benti ég á þá þörf að fjölga starf-
andi fulltrúum fyrir félagið og breyta starf-
sviðum þeirra.
Það er mér ríkt í huga að leggja fram breyt-
ingatillögur á aðalfundi til úrbóta í þessum
efnum. Mér þykir rétt að kynna tillögur, sem
ég hef samið við 5. gr. reglugerðar um Fast-
eignasjóð H. I. P.
5. gr. HljóSar svo:
a) Fimm manna nefnd, sem nefnist Hús-
nefnd, skal hafa með höndum rekstur húss fé-
lagsins í Rvík, sjá um viðhald og leigu, ef ein-
hver er. Einnig skal Húsnefndin sjá um rekst-
ur félagsheimilisins, lán og leigu á því og allt
það skemmtanahald, sem þar fer fram á veg-
um félagsins.
Nefndin skal færa í sérstaka daghók allt er
húsinu viðkemur og gera gjaldkera H.I.P. er
annast reikningshald sjóðsins, skil mánaðar-
lega.
Húsnefndin er þannig skipuð: Aðalfundur
H.Í.P. kýs 3 menn til tveggja ára og skal einn
ganga úr nefndinni á hverju ári. Árlega skal
stjórn H. í. P. og kvenfélagið Edda skipa sinn
hvorn fulltrúann í nefndina.
b) Fimm manna nefnd, sem nefnist Mið-
dalsnefnd, skal hafa með höndum öll málefni
er varða jörð og fasteignir félagsins í Mið-
dal.
Miðdalsnefnd skal sjá um rekstur orlofs-
heimilisins, útleigu á búinu og hafa þau sam-
skipti við Byggingafélagið Miðdal, sem nauð-
synleg eru.
Nefndin skal færa í sérstaka dagbók, allt er
að búinu, orlofsheimilinu og sumarbústaða-
svæðinu viðkemur og gera gjaldkera H.I.P., er
annast reikningshald sjóðsins, skil mánaðar-
lega.
Miðdalsnefnd er þannig skipuð: Aðalfund-
ur H.I.P. kýs 4 menn, 2 menn á ári til tveggja
ára. Stjórn H.I.P. skipar fimmta manninn ár-
lega.
c) Þriggja manna nefnd skal sjá um rekstur
Orlofsheimilis H. I. P. að Ulugastöðum í
Fnjóskadal. Nefndin nefnist Illugastaðanefnd.
Nefndin skal skipuð þannig: Tveir menn, bú-
settir á Akureyri eða nágrenni, kosnir á aðal-
fundi H. I. P., og einn skipaður af stjórn
H. í. P.
Nefndin skal halda dagbók og gera gjald-
kera H. I. P., er annast reikningshald sjóðsins,
skil árlega.
d) Enginn félagsmaður H. I. P. má vera í
fleiri en einni nefnd samtímis.
Breytingar verði gerðar á 29. gr. laga H.I.P.
og á 2., 3. og 10. gr. reglugerðar um lóðir og
byggingar í sumarbústaðalandi H.I.P. í Mið-
dal vegna nafnabreytinga nefndanna.
Eins og sjá má af framangreindum tillög-
um er gert ráð fyrir endurskipulagningu
nefndanna og nafnabreytingar í samræmi við
verkefni þeirra.
Nöfnin Fasteignanefnd og Orlofsheimilis-
nefnd hverfi burt. Sömuleiðis er gert ráð fyrir
fjölgun nefndameðlima, þannig að í þessum
3 nefndum Fasteignasjóðs verði starfandi 13
menn í stað þeirra 5 sem nú eru. Félagsheimil-
isnefnd verður óþörf, þar eð gert er ráð fyrir
að Húsnefnd yfirtaki þau litlu verkefni, sem
hún hefur.
I sambandi við niðurlagningu Félagsheimil-
isnefndar yrði raunverulega engin breyting,
því að gert er ráð fyrir að fulltrúi Kvenfélags-
ins Eddu verði í Húsnefnd og heldur hann því
áfram sömu störfum fyrir félagsheimilið í
hinni nýju nefnd.
Lestur fundagerða hefur oft og tíðum tekið
ærinn tíma á almennum fundum hjá okkur.
Þessi lestur er efalaust ein orsökin fyrirdræmri
fundasókn og sömuleiðis hin rnikla óstundvísi,
þar sem líklegt má telja, að menn hugsi sem
svo, að þeir sleppi við að hlusta á lesturinn
með því að koma seint á fundina.
Þær raddir hafa heyrzt, að sleppa beri lestri
fundagerða. Mér finnst það heldur óráðlegt.
Eg er hlynntur þeirri hugmynd, að fjölrita þær
og senda út til allra félagsmanna. — Það
fyrirkomulag hefur marga augljósa kosti.
Helzti kosturinn er vissulega sá, að fundatími
sparast. I öðru lagi gefst félögunum betra
tækifæri að fylgjast með málum félagsins, þeg-
ar þeir geta lesið þær í ró og næði, auk þess
40
PRENTARINN