Prentarinn - 01.01.1968, Side 49
Bcmdarískir bókagerðarmenn
undirbúa stofnun heildar-
sambands
Með miklum meirihluta atkvæða á-
kvað 109. þing bandaríska setjara-
sambandsins, lnternational Typo-
graphical Union, að taka þýðingar-
mikið spor í átt að sameiningu allra
bókagerðarfélaganna í Bandaríkj-
unum.
Þingið, sem var haldið í byrjun
september s.l., ákvað að ná sam-
komulagi innan eins árs við sam-
band pressumanna, International
Printing Pressmen’s Union, um
sameiningu. Þessi tvö sambönd hafa
nú 250.000 félagsmenn innan sinna
vébanda.
Bókbindarar hafa lýst yfir áhuga
á að ganga í þetta nýja samband.
Þeir eru um 70.000.
I New York hefur sameiningin
enn víðtækari þýðingu, því 10.000
offsetprentarar þar í borg hafa einn-
ig ákveðið að vera aðilar að nýja
sambandinu.
I International Typographical
Union eru 122.400 félagsmenn. A
undanförnum tíu árum hafa meðal-
laun þeirra aukizt úr 119 dollurum
á viku í 146 dollara. Fyrir tíu árum
höfðu prentarar í Bandaríkjunum
aðeins einnar viku orlof og sum-
staðar alls ekki neitt. Nú er þriggja
og fjögurra vikna orlof algengt og
jafnvel fimm vikur.
Þrátt fyrir margs konar sjálf-
virkni og tæknilegar breytingar hef-
ur félagaaukningin á þessum tíu
árum orðið 11.964. Verknámsskól-
um og hvers konar undirbúningi
undir frekari tækniþróun hafa þeir
treyst á þessum tíu árum.
Blökkumenn í Bandaríkjunum
mynda eigin verkalýðsfélög
Mörg amerísk verkalýðsfélög hafa
neitað að semja fyrir hönd svartra
félagsmanna sinna, þrátt fyrir það,
að dómstólar hafi dæmt í slíkum
málum blökkumönnum í vil. Leið-
togar blökkumanna hafa því ákveð-
ið að stofna eigin verkalýðsfélög í
nokkrum greinum og krefjast nú
samningsréttar. Fyrsta félagið fyrir
svarta og „aðra minnihlutahópa"
verður stofnað meðal starfsfólks
hótela í San Francisco.
Svíar lesa mikið dagblöðin
Ef dæma skal eftir skýrslum frá
Sameinuðu þjóðunum virðast Svíar
vera manna sólgnastir í að lesa dag-
hlöðin. í Svíþjóð eru prentuð 505
dagblöð á hverja 1000 íbúa. Næstir
koma Bretar með 479 eintök, Jap-
anir með 451, fjórðu eru svo Islend-
ingar með 435 eintök á hverja 1000
íbúa, þá Lúxemhorgarar með 425,
Nýsjálendingar 399 og Noregur 384.
Kanada er langstærsti framleið-
andinn á dagblaðapappír með 42%
af heimsframleiðslunni. Bandaríkin
framleiða 13%. Finnland og Japan
7% hvort um sig, Bretland 5% og
Sovétríkin og Svíþjóð 4%.
I Bandaríkjunum eru notuð sem
svarar 39 kg af dagblaðapappír á
hvern íbúa. í Ástralíu 33 kg, Sví-
þjóð og Hollandi 32, og í Danmörku
og Kanada 26 kg.
296 offsetprentuð dagblöð
í Bandaríkjunum
I skýrslu sem birt var í júní s.l.
segir að af rúmlega 1700 dagblöð-
um sem komu þá út í Bandaríkjun-
um séu 296 offsetprentuð. 135
þeirra voru prentuð í mjög litlum
upplögum — 5000 og þaðan af
minni -— en 103 í 5—10 þúsund.
Aðeins 58 af offsetprentuðu blöð-
unum voru gefin út í meira en
10.000 eintökum á dag. Stærsta off-
setblaðið, Oklahoma City, var prent-
að í 74.000 eintökum. Nú er verið
að smíða offsetpressur fyrir dag-
blöð, sem eru með talsvert stærri
upplög, eða allt að 150.000.
Þessi tcikning er
tekin úr tímaritinu
„Composition In-
formation Services
og grínið er heldur
napurt. A skiltinu
stendur: Notist í
neyðartilfellum.
PRENTARINN
47