blaðið - 13.12.2006, Side 66
66 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006
blaðið
Moondog
Moondog er listamannsnafn Louis T. Hardins heitins (26. maí, 1916 - 8. september,
1999). Moondog er goösögn í tónlistarheiminum. Hann var blindur og heimilislaus en
engu að síður þekktur að mörgum snilldarlegum og virtum tónverkum auk þess sem
hann var afar frumlegur hljóðfærasmiður. Moondog átti sér sinn stað í djassborginni
New York og stóð ávallt á horni 52. strætis þar sem hann flutti Ijóð og gjörninga.
Sun Ra
Sun Ra (22. maí 1914 - 30. maí, 1993) er einn af ásum djasstónlistarinnar. Hann
er þekktur fyrir „astral" heimspeki sína jafnt sem framsækna djasstónlist. Sun
Ra tók sér hlutverk sólkonungsins og sagðist koma sem frelsandi engill úr
geimnum (frá Satúrnusi). Þekktasta lag hans inniheldur þennan texta: „Nuclear
bomb is a mother fucker, if you push the button your ass has got to go!"
Hvítir menn krumpa ekki
-Dansað á götum L.A. í staðinn fyrir að slást og drepa
Krump er form af dansi sem á
rætur aö rekja til afrísk-amerísks
samfélags í suðurhluta Los Ange-
les í Kaliforníu og má telja til
nokkurs konar hreyfingar. Dans-
formið er frjálst og orkumikið og
er ætlað til að tjá mismunandi
tilfinningar. Fyrir þá sem þekkja
ekki til lítur krumþ stundum út
sem áflog en slíkt er sjaldgæft
og krumþdansari sem getur haft
aga og sjálfstjórn til að ráðast
ekki á mótdansara/mótherja
og snerta hann nýtur mestrar
virðingar.
Krump er skammstafað
(K.R.U.M.P); Kingdom Radically
Uplifted Mighty Praise, sem
mætti þýða á íslensku sem
róttækur, konunglegur lofdans.
kvikmynd Davids LaChapelle,
Rize, er krumpdansinn megin-
efnið og með sýningu myndar-
innar hefur dansinn náð gríð-
armiklum vinsældum um allan
heim. Krumpdansinn máeinnig
sjá í vídeói Missy Elliott’s, l’m
Really Hot, og Madonna frumpa
í músíkvídeói sínu við Hung Up
og Sorry (hvítir menn krumpa
ekki, þeir frumpa!) og svo er
auðvitað hið fræga vídeó The
Chemical Brothers’ Galvanize.
■ iT:J •] 1) (l| 11 B-'J [«111 rfcS Jíöpí
Dönsuðu af
götunni á svið
PAPPIR HF
PAPPÍR - POKAR - RÚLLUR
Sérprentanir í minni eða stærri upplögum!
Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfiröi • Sími: 5652217 • pappir@pappir.is
FYRIRTÆKI - VERSLANIR
JÓLAPOKAR
Stórkostlegt úrval!
Semn,
'ng!
www.pappir.is
Raunveruleikaþátturinn So You
Think You Can Dance sló í gegn á Is-
landi sem og annars staðar í heimin-
um. Þættirnir voru fyrst sýndir síð-
asta sumar og eru svipaðir að gerð
og American Idol og Americas Next
Top Supermodel-keppninni að gerð
en leit er gerð að næstu dansstjörnu
um gervöll Bandaríkin.
Keppendur sem eru valdir til þátt-
töku eru afar mismunandi, allt frá
óþekktum og sjálflærðum götudöns-
urum til atvinnumanna og sigurveg-
ara alþjóðlegra danskeppna.
So You Think You Can Dance
var allra vinsælasti þáttur síðasta
misseris og þriðju þáttaraðarinnar
er beðið með eftirvæntingu en hún
verður sýnd næsta sumar. Vinnings-
hafinn Benji Schwimmer er 7 millj-
ónum króna ríkari og hefur hlotið
fasta stöðu í danssýningu Celine
Dion í Las Vegas.
Kötturinn Cat komst í rjómann
Kynnir þáttanna, Cat Deeley frá
Bretlandi. Hún er á þrítugasta ald-
ursári, með sterkan breskan hreim
og gífurlega hávaxin en hefur mik-
inn sjarma til að bera sem hefur bor-
ið Hollywood ofurliði síðustu miss-
eri. Tilboðum rignir yfir hana.
Cat Deeley byrjaði feril sinn sem
fyrirsæta er hún var 16 ára í Bret-
landi. Hún þótti fljótt hafa margt
til brunns að bera og hafa bein í
nefinu og áður en um langt leið var
Cat komin á skjáinn í Bretlandi. Cat
hefur síðan þá verið tískufyrirmynd
kvenna í Bretlandi og unnið lengi
við þáttastjórnun í bresku sjónvarpi
áður en hún flutti til Bandaríkjanna
í von um frekari frægð og frama.
Cat Deeley fer eins og eldur í sinu
um Hollywood og mun prýða for-
síðu Vogue í fyrsta tölublaði ársins
2007. Leonardo DeCaprio eltist við
hana án árangurs og nú er þetta há-
vaxna nýstirni að hitta draumaprins
Hollywood, George Clooney.
Nasty Nigel
Nigel Lythgoe, framleiðandi
og dómari, byrjaði feril sinn
sem dansari aðeins 10 ára
gamall. Seinna varð hann dans-
höfundur og starfaði við sjón-
varpsþætti og kvikmyndir. Nigel
er kallaður Nasty Nigel í sínu
heimalandi Bretlandi en hann
hefur komið að þáttastjórn
fjölmargra raunveruleika-
Klædd 1 versace-kjól Cat
mætti til Emmy-verðlaun-
anna í rauðum Versace-
kjól með hálsfesti að
verðmæti 250.000
dollarar.
þátta þar í landi og er þaulvanur í
dómarasætinu. Hann þykir hrein-
skilinn og harðskeyttur en kemur
þó stundum á óvart með óvæntri
tilfinningasemi.
Hin glaðværa Mary Murphy
Hrossahlátur Mary hljómar um
Hollywood og er hún glaðværust
og fjörugust allra dómara. Hún er
fagmanneskja innan dansheims-
ins, hún starfar við að dæma dans,
kenna dans og er farsæll atvinnu-
dansari sem hefur unnið keppnir í
samkvæmisdönsum á heimsvísu.
Murphy er þekkt í Hollywood og
hefur þjálfað ekki ómerkari stjörn-
ur en Mary Steenburgen, Donnie
Walhberg og Juliu Roberts fyrir hin
ýmsu hlutverk.
Stranga Mia
Mia Michaels hefur starandi og
íhugult augnaráð sem tekur kepp-
endur á taugum því hún er afar gagn-
rýnin og harðskey tt í dómarasætinu.
Michaels er lykildómari og sér þörf
á að sigta úr þá sem hún telur ekki
eiga erindi til sigurs vegna þess að
hún starfar sem danshöfundur við
sýningu Celine Dion í Las Vegas en
þangað stefnir einmitt vinningshaf-
inn í von um frægð og frama.
Mia hin stranga hefur unnið með
listamönnum eins og Madonnu, Ric-
ky Martin, Gloriu Estefan og Prince.
Benji sigraði hjörtu Ameríku
Vinningshafinn í ár var hinn
geðþekki og ljúfi ólátabelgur Benji
Schwimmer og bar hann sigur úr
býtum eftir harða keppni við Travis
Wallis. Benji er 22. ára og sérhæfir
sig í samkvæmisdönsum. Hann hef-
ur nú stofnað góðgerðasamtök sem
J,.v kallast: „ Dancers Everywhere”
' ’ , fyrir munaðarlaus börn í Suð-
| ur-Mexíkó en Benji fluttist
U þangað á unglingsárunum
. frá Cincinnati, Bandaríkjun-
um.
Benji er hugljúft góðmenni
|i| Benji hefur stofnað góðgerða-
samtök fyrir munaðarlaus börn
t