Bændablaðið - 27.03.2007, Síða 31

Bændablaðið - 27.03.2007, Síða 31
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. mars 200731 Vegna þess að margir þekkja ekki riðueinkenni, þykir rétt að lýsa þeim hér. Þegar fjárhópur er skoð- aður með tilliti til riðu, skal minn- ast þess, að: • Einkenni sjást varla á yngri kind- um en veturgömlum, en koma oft fyrst fram í fullorðnu fé, þar sem veikin er að byrja. • Fyrstu einkenni eru breytileg frá degi til dags, meira áberandi suma daga en aðra. Langt getur verið í að einkenni verði stöðug. Því getur þurft að skoða kind á þessu stigi oftar en einu sinni til að vera viss. Fyrstu einkennin eru mjög breytileg milli staða, einnig milli kinda í sömu hjörð. Það geta verið vanþrif eða sljóleiki og deyfð, eða þá tauga- veiklun og æsingur og viðbregðni, ellegar lamanir eða slettingslegt göngulag. Þessi ólíku einkenni villa fyrir og hafa oft tafið rétta greiningu veikinnar. Þeir, sem eru fjárglöggir og þekkja kindur sínar sem einstak- linga verða fyrst varir einkenna, þær breyta hegðun sinni. Óeirð og óþol eru oft fyrstu merkin, oft vegna fiðrings eða kláða í húð, sem líkist sníkjudýrasmiti, ofnæmi eða eksemi eða bólgum af völd- um ígerðarsýkla. Best er að virða kindurnar fyrir sér þaðan sem lítið ber á manni um leið og þær ganga að heyinu. Kindur, sem veikin er að byrja í þola illa, að þrengt sé að þeim, kippa sér frá, standa um stund úti á gólfi en taka svo aftur til við átið. Riða kemur oft fyrst fram við álag svo sem við flutning og rekstur eða við rúning. Algengur er fiðringur í húð og húðkippir og/ eða þrálátur kláði um allan skrokk, einkum þó á höfði eða tortu, fælni, deyfð, slettingur í gangi, hægfara vanþrif, titringur, tannagnístur, eins og fyrr er lýst. Eitt þessara einkenna getur verið áberandi frá upphafi, en einkennum fjölgar, þeg- ar sjúkdómurinn ágerist. Þá er t.d. talað um kláðariðu, þegqar kláði er fyrsta einkennið, hræðsluriðu eða lömunarriðu eftir því einkenni sem er mest áberandi. Fyrir kemur að riðukindur sjái illa, þær gangi á og beri framfætur hátt. Þegar hald- ið er í horn og kindin látin streitast á móti, finnst oft titringur á höfði, stundum sést skjálfti. Þegar fengist er við riðukind bregst hún óeðlilega við, berst um og fær stundum hálf- gert æði eða krampaflog. Riðukind- ur hafa oftast góða lyst, jafnvel er til að þær eti og drekki með meiri áfergju en áður var. Samt leggja þær af. Veikin hefur áhrif á melt- ingarveginn. Það getur hjálpað við greiningu að spörð úr riðukindum eru, þó ekki alltaf, sérstök að útliti: dökk, smá, jöfn að stærð og peru- laga með holu í annan enda en totu úr hinum. Oftast svara riðukind- ur nuddi eða klóri í malir og bak eða haus með velþóknun, líka þær sem ekki sýna kláðamerki að fyrra bragði. Þær halla sér á móti þeim sem klórar og kjamsa eða sleikja út um. Þegar kláði fylgir riðu sést roði, hrúður eða blæðandi sár á húð, hárlausir blettir á síðu, andliti eða tortu, núin horn þ.e. merki eftir nudd á síðú og baki, krafs eftir horn í bak eða síðu og sár eftir krafs með fæti í kvið og síðu eða nag innan á fótum upp að hné að framan og upp að hækli að aftan. Einkenni riðuveiki Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Landbúnaðarstofnun ss@lbs.is Sjúkdómavarnir ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Tætarar Hefðbundnir jarðtætarar vinnslubreiddir 2,60 m - 2,85 m - 3,10 m Pinnatætarar Vinnslubreidd 3,00 m Hafið samband við sölumenn okkar og aflið nánari upplýsinga um tætarana. Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Bílskúra- og iðnaðarhurðir Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 567-3440, Fax: 587-9192

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.