Bændablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 26

Bændablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Opna úr bókinni þar sem piparmynta kemur við sögu. Lækningajurtir geta verið ljúffengar – samvinna matreiðslumanns og grasalæknis Anna Rósa Róbertsdóttir grasa- læknir sendi í fyrra frá sér bókina Íslenskar lækningajurtir – notkun þeirra, tínsla og rannsóknir. Bókin hlaut góðar viðtökur meðal almennings enda í alla staði vel úr garði gerð. Þar voru til að mynda í fyrsta skipti á Íslandi teknar saman á prenti þær vísinda legu rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslenskum lækninga jurtum, auk þess sem um fjöllun um jurtirnar fylgdi hnýsilegur fróðleikur um þær úr smiðjum Odds Jóns sonar Hjaltalín (Úr íslenskri grasafræði, árið 1830) og Björns Halldórs- sonar (úr Grasnytjum, 1783). Nýverið gaf Anna Rósa út aðra bók um lækningajurtir – nú í samstarfi við matreiðslumanninn Albert Eiríksson – þar sem gefinn er gaumur að eiginleikum jurtanna sem hráefnis til matreiðslu. Bókin ber heitið Ljúfmeti úr lækninga- jurtum og segir Anna Rósa að tildrög hennar séu að hluta til að slá á fordóma þess efnis að lækningajurtir séu alltaf bragðvondar. „Aðalástæða þess að þessi bók kemur út er þó sú að hvetja fólk til að hugsa um krydd- og lækningajurtir í forvarnarskyni gagnvart ýmsum kvillum og því sé full ástæða fyrir það að nota þær í matargerð. Raunar eru allar svokallaðar kryddjurtir líka lækningajurtir en ekki gera sér allir grein fyrir því.“ Hún segist kannast vel við þá skoðun meðal fólks að lækninga- jurtir séu almennt bragð vondar. „Ég held reyndar að hún sé á undan haldi núna. Hún hefur verið mjög út breidd en mér finnst hafa orðið mikil breyting síðast- liðin fimm ár eða svo. Auð- vitað eru til l æ k n i n g a - jurtir sem eru þræl vondar á bragðið en þær eru alla jafna ekki notaðar í mat. Þær lækninga- jurtir sem notaðar eru í mat þykja y f i r l e i t t góðar á bragðið. Oft er það reyndar raunin að fólk þarf aðeins að venjast bragðinu af þessum jurtum. Ég verð t.d. vör við það í ráðgjöfinni hjá mér þar sem ég sérblanda fyrir hvern og einn að mörgum þykja tinktúrurnar ákaflega bragðvondar í fyrstu. Síðan kemur fólk aftur til mín eftir tvær vikur og þá er komið annað hljóð í strokkinn og þær eru ekki eins vondar lengur þrátt fyrir að bragðið hafi ekkert breyst. Sumum finnst til dæmis túnfíflablöð mjög beisk en um leið og þau eru elduð með hvítlauki, chili og engifer, líkt og ég geri í bókinni, þá eru þau orðin góð á bragðið. Góð samvinna Það var grasa læknirinn sem teiknaði upp grindina að bók inni, en svo unnu þau matreiðslu maðurinn s a m e i g i n - lega að því að byggja ofan á hana. Það var því engin skýr verka skipting þe i r ra á milli. „Albert hefur lengi tínt mikið sjálfur, þannig hann er vel k u n n u g u r l æ k n i n g a - jurtum og það vissi ég áður en sam- starf okkar hófst. Ég s m í ð a ð i g r i n d i n a að bókinni og kom svo með tillögur og svo veltum við því okkar á milli þar til n i ð u r s t a ð a var fengin. Við höfum nú gjarnan grínast með okkar samstarf því það kom þannig til upphaflega að Albert sendi mér póst þar sem hann var að grennslast fyrir um áhrif jurta. Ég sá strax á þessum pósti að þar var mikil áhugamaður á ferð og vissi þar að auki að hann væri gríðarlega góður kokkur. Því fékk ég fljótlega þá hugmynd að úr þessu gæti orðið gott samstarf og viðraði þá hugmynd fljótlega við hann. Hann er hins vegar öllu varkárari manngerð en ég þannig að það tók mig svolítinn tíma að sannfæra hann um ágæti þessarar hugmyndar. Það tókst þó á endanum og úr varð svona líka skemmtileg vinna, enda aldrei leiðinlegt að borða góðan mat sem inniheldur lækningajurtir.“ Gott samband við bændur Anna Rósa tínir jurtir um allt land til nota í sínu starfi og hefur kynnst mörgum bændum í leiðöngrum sínum. „Ég tíni jurtir um allt land og hef gert síðastliðin tuttugu ár. Ég hef margoft farið heim að bæjum, bankað upp á og spurt hvort ég megi nýta hinar og þessar jurtir sem ég hef rekist á og í hvert einasta skipti hefur mér verið vel tekið. Í mörgum tilfellum heimsæki ég svo sömu bændur ár eftir ár, þannig það er óhætt að segja að þeir bændur sem ég hef átt samskipti við séu alveg sérdeilis liðlegir og oft mjög áhugasamir um nýtingu jurtanna.“ /smhSalvía, ætihvönn og togarasteik. Sölu og þjónustuaðilar: Börkur hf Akureyri og Hurðaþjónusta Suðurnesja Aksturshurðir Suðurlandsbraut 24, 2h. S. 533 4010 rek@rek.is Byggðasaga Skagafjarðar – ritun sögu Hofshrepps hins forna Byggðasaga Skagafjarðar gaf haustið 2011 út bók um Hóla- hrepp með sérlegri umfjöllun um Hólastað. Síðan hefur næsta bók í ritröðinni verið í undir búningi og þar verða Hofshreppi gerð skil. Verður það sjöunda bókin í þessari yfirgripsmiklu ritröð, sem kunnugir segja að eigi ekki sinn líka á Íslandi. Alls hafa 80 byggð ból verið í Hofshreppi á einhverjum tímapunkti en nú eru þau innan við 30 í byggð. Þess ber að geta að kauptúnið Hofsós, sem klauf sig út úr Hofshreppi árið 1948, er ekki tekið með í þessum tölum. Hofsós fær enda sérstaka umfjöllun og er ritun þeirrar sögu langt komin. Útgáfa þessa bindis byggðasögunnar er áætluð árið 2014. Um kaupstaðinn Grafarós er einnig fjallað sérstaklega, en þar var rekin verslun frá 1835 til 1915. Þar hóf verslun danskur kaupmaður að nafni M.C. Nisson. Hafði hann rekið lausaverslaun á Hofsósi árið 1831, í samkeppni við þá Havsteensfeðga sem heita máttu einráðir í verslun í Skagafirði á fyrstu áratugum 19. aldar. Bauð Nisson mun hagstæðara vöruverð en þeir feðgar, sem þóttu harðdrægir í viðskiptum, og neyddi samkeppnin þá til að bjóða bændum hagstæðari kjör. Til Hofshrepps teljast Drangey og Málmey og verða þeim báðum gerð skil, þó að Drangey hafi aldrei talist bújörð. Í sumar voru gerðar í Málmey rannsóknir í samvinnu við Fornleifadeild Byggðasafns Skagafjarðar. Þar fékkst staðfest að í eynni hefur verið umfangsmikil byggð frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi. Enda Málmey verið gnægtabúr matar, fugls, fisks og sels. Í Málmey var þegar kirkja árið 1318. Í máldaga Auðuns rauða Hólabiskups frá árinu segir: ,,Þar skal brenna ljós í kirkju hverja nótt frá krossmessu á hausti og til krossmessu á vori.“ Málmeyjarkirkja hefur því verið sjófarendum til leiðsagnar, ekki einvörðungu guðshús. Myndefni er mikilvægur hluti Byggðasögu Skagafjarðar. Þeir lesendur sem eiga eða vita um gamlar svart/hvítar myndir úr Hofshreppi, Fellshreppi, Haganeshreppi eða Holtshreppi mega gjarnan setja sig í samband við Héraðsskjalasafnið á Sauðárkróki eða með því að senda póst á netfangið saga@skagafjordur. is. Þá er rétt að benda á að óðum fer að fækka þeim eintökum sem til eru af fyrri bindum byggðasögunnar og því ekki ráð nema í tíma sé tekið að tryggja sér þær hjá útgefenda, vanti fólk bindi í safnið. Bækur Grafarós.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.