Bændablaðið - 15.11.2012, Page 30

Bændablaðið - 15.11.2012, Page 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Unnið hefur verið af mikilli elju- semi við endurnýjun Tungnarétta á liðnum misserum. Enn er þó mikið verk óunnið og næsta sumar stendur til að skipta um allt járnavirki, fullmála og ljúka við enduruppbygginguna. Margvíslegar uppákomur hafa verið haldnar til styrktar þessum framkvæmdum og nú hafa Vinir Tungnarétta gefið út mynddisk sem ber heitið „Minningabrot úr fjallferð Tungnamanna 2012“. Félagið Vinir Tungnarétta var stofnað hinn 3. febrúar 2012. Tilgangur þess er að afla fjár og sjá um enduruppbyggingu, viðhald og verndun Tungnarétta. Félagar eru 126 talsins og þar af stofnfélagar 101. Fjáröflunarsamkoma var haldin í Aratungu hinn 9. mars 2012 og innkoma af þeirri samkomu fór fram úr björtustu vonum. Í vetrarlok síðasta vetrar, hinn 31. mars, var fyrsta skóflustungan tekin. Upp úr því var hafist handa við að brjóta niður alla steypu í gömlu réttunum og skipta um jarðveg í og við mannvirkið. Í sumar voru allir steyptir veggir endurnýjaðir frá grunni og þegar fjallsafnið komst á áfangastað biðu réttirnar réttardagsins, nýmálaðar og nýtt hlið í hverjum dilk. Um 1.500 vinnustundir í sjálfboðavinnu Öll vinna við réttirnar er unnin í sjálfboðavinnu og lætur nærri að um fimmtíu manns hafi komið að því verki. Vinnustundir eru nú orðnar um það bil 1.500 klukkustundir. Víst er að margir hafa lagt Tungnamönnum lið við enduruppbygginguna með sjálfboðavinnu, láni á vélum og tækjum og rausnarlegum peninga- gjöfum. Án þeirra hefði þetta ekki verið hægt og vill stjórn Vina Tungnarétta koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa gert þessa framkvæmd mögulega. Vinnunni við réttirnar ekki lokið Enn starfa Vinir Tungnarétta að fjáröflun fyrir þessa miklu framkvæmd því vinnu við réttirnar er ekki lokið. Eins og fyrr segir stendur til að skipta um allt járnavirki og fullmála og ljúka við enduruppbyggingu næsta sumar. Til að styrkja verkefnið hefur verið gefin út fyrrnefnd kvikmynd. Myndin er eftir Ólöfu Hermannsdóttur, sem ásamt Guðborgu Kolbeins fylgdi fjallmönnum í fyrsta safn í haust til að gera litla kvikmynd um fjallferðina. Fyrstu safnsmenn hrepptu óveður og urðu veðurtepptir á afréttinum svo fresta varð réttunum um dag. Slíkt hefur ekki gerst áratugum saman. Þó að þessi fjallferð hafi ekki verið að öllu leyti dæmigerð lýsir mynd Ólafar mörgu af því sem menn upplifa á fjalli. Geisladiskar með myndinni verða til sölu í Bjarnabúð í Bláskógabyggð kostar 3.500 kr. stykkið. Einnig er hægt að nálgast mynddiska hjá Vilborgu Guðmundsdóttur í Myrkholti (sími: 895-9500) og Kolbrúnu Ósk Sæmundsdóttur í Hjarðarlandi (sími: 774-6062). Einnig hægt að senda pöntun á netfangið vinirtungnaretta@ gmail.com Árshátíð starfsmannafélags Vélfangs í Boston 15. - 19. nóvember VERKIN TALA LOKAÐ frá kl. 13, fimmtudaginn 15. nóvember til kl. 9, þriðjudaginn 20. nóvember. Neyðarþjónusta er veitt í síma 8400 824 Endurnýjun Tungnarétta verður haldið áfram og lokið næsta sumar: Vinir Tungnarétta gefa út mynddisk til styrktar framkvæmdum - - Mynd / Ólöf Hermannsdóttir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.