Bændablaðið - 15.11.2012, Page 50

Bændablaðið - 15.11.2012, Page 50
51Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Talið er að heimsmarkaðsverð á búvörum muni fara hækkandi næsta áratuginn, eða sem nemur 10-30% miðað við undangenginn áratug. OECD (Efnahags- og framfarastofnunin) og FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna) hafa nýlega birt árlega skýrslu sína um útlit og horfur í alþjóðlegum viðskiptum með matvæli (OECD / FAO Agricultural Outlook 2012-21). Skýrslan var birt rétt áður en fregnir bárust um að þurrkarnir miklu í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna mundu leiða þar til mikilla verðhækkana á uppskerunni í þriðja sinn á fimm árum. Hærra verð OECD leggur áherslu á að hækkun á olíuverði sé meginástæða þess að verð á korni og annarri uppskeru jarðargróðurs sé orðið jafn hátt og raun ber vitni. Hækkun olíuverðs leiðir síðan til hærra verðs á rekstrar- vörum fyrir landbúnað, sem aftur dregur úr framleiðni landbúnaðarins. Hækkunin leiðir einnig til aukinnar eftirspurnar eftir ræktunarlandi og vatni. Aðaláhersluatriðið í skýrslu OECD og FAO er þó það að auka þurfi framleiðni í landbúnaði í heiminum almennt ef mæta eigi þörfum jarðarbúa fyrir matvæli fyrir miðja öldina, þ.e. 2050. Samtökin gera sér þó grein fyrir að matvæla framleiðslu muni að öllum líkindum aukast minna næstu áratugi en þá síðustu. Árleg aukning búvöruframleiðslu hefur verið yfir 2% áratugum saman. OECD og FAO gera hins vegar ráð fyrir að hún verði um 0,7% á árabilinu 2012-2021. Umhverfisvandamál (environmental pressures) sem og skortur á rekstrarvörum fyrir búvöruframleiðslu valda því að bændur, hvar sem er í heiminum, bregðast ekki á fullnægjandi hátt við skilaboðum markaðarins. Jafnvel þó að áætlun FAO um það hve mikið þurfi að auka framleiðslu matvæla í heiminum til að framfleyta 9 milljörðum jarðarbúa verði lækkuð úr 70% í 60% er ljóst að aukningin þarf að vera umtalsverð. Samtökin OECD og FAO minna á fyrri álitsgerðir samtakanna um að aukin framleiðsla matvæla verði að fást með aukinni framleiðni á hvern hektara. Nú er þess vænst að einungis 10% af aukningunni fáist með nýræktun lands. Það er því það land sem nú þegar er ræktað sem verður að skila aukinni uppskeru. Bóndinn þarf að reka bú sitt með hagnaði OECD og FAO eru varkár í ályktunum um hvað skýri hægari vöxt framleiðninnar. Þó telja þau að mestu verðhækkanirnar á næsta áratug muni verða á etanóli, smjöri, flestum kjöttegundum, sykri og fóðurkorni. Internationella Perspektiv, nr. 14 / 2012. OECD spáir hægari aukningu á framleiðslu búvara Nýjar rannsóknir sýna að neysla sumra tegunda grófs brauðs styrkir athyglisgáfu og minni fólks í samanburði við neyslu á venjulegu hvítu brauði. Önnur rannsókn leiddi í ljós að neysla á omega-3 fitusýrum úr fiskafurðum í þrjár vikur hefur jákvæð áhrif á rökhugsun fólks, segir í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Með réttum morgunverði getur hugarstarfsemi fólks eflst. Það er til bóta að aukning glúkósa í blóðinu sé ekki mikil en á hinn bóginn viðvarandi. Anna Nilsson, sérfræðingur við Háskólann í Lundi, stjórnar fyrrnefndum rannsóknum, sem sýna að venjulegt hvítt brauð hækkar sykurmagnið í blóðinu fljótt en áhrifin minnka að sama skapi hratt. Rannsóknin var gerð á heilsugóðu miðaldra fólki. Anna Nilsson og samstarfsfólk hennar telur að allir sem vilja geti hagnýtt sér þessar upplýsingar, hvað sem líður erfðaeiginleikum og matarvenjum. Í fyrri rannsóknum á of þungu mið aldra fólki fundu Anna Nilsson og samstarfskona hennar, Juscelino Tovar, að mat- væli sem vinna gegn sykursýki (antidiabetic) juku andlega skerpu fólks. Feitur fiskur, svo sem lax, síld og makríll, inniheldur mikið af sérhæfðum omega-3 fitusýrum sem geta dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Hún vildi því kanna hvort hið sama gilti um minni og aðra hugarstarfsemi fólks. Í ljós kom að svo reyndist vera. Eftir að hafa neytt fiskolíu batnaði minni fólks, auk þess sem blóðþrýstingur lækkaði. „Það kemur á óvart að aðeins fimm vikna meðferð skuli hafa skilað árangri sem þessum,“ sagði Anna Nilsson í Landsbygdens Folk fyrir nokkru. Feitur fiskur og trefjar skerpa einbeitingu og minni Breskir bændur aðþrengdir Sífellt fleiri breskir bændur eru í nauðum staddir vegna streitu og bágrar afkomu. Hið nýjasta í þeim efnum er að kúaberklar komu upp í nautgripum þeirra í sumar. Annað áhyggjuefni er seinar greiðslur fyrir afurðir og há leiga fyrir vélar og tæki. Í viðtali við blaðið Farmers Weekly segir talsmaður samtakanna Farm Crisis Network (Hjálparsamtök bænda í neyð) að mikið hafi verið um fregnir af förgun nautgripa vegna kúaberkla. Þau telja að bæði yfirvöld og fjölmiðlar eigi að veita bágstöddum bændum meiri athygli og stuðning. Efnahag þeirra og heilsufari er nú þannig komið. Bændablaðið Kemur næst út 29. nóvember

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.