Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2012, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 28.04.2012, Qupperneq 44
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473, Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Verkefnið „Sælkeralandið Ísland / Iceland Local Food Guide“ er fjölmiðlunarverkefni þar sem finna má upplýsingar um veitinga- staði og framleiðendur um allt land sem bjóða upp á staðbundinn íslenskan sælkeramat og íslenskar sælkeraafurðir. Upphafsmaður verkefnisins er Vala Matt, arkitekt og sjónvarpskona, en hún er mikill sælkeri og áhugamaður um sælkeramat. Hugmynd- ina fékk hún fyrir ári þegar hún ferðaðist um landið. „Ég var að vinna að verkefni úti á landi og lenti í erfiðleikum með að finna veitingastaði sem seldu mat úr fersku íslensku hráefni. Núna hefur orðið algjör bylting um allt land hjá veitingastöðum og framleiðendum. Svo er náttúrulega ævintýralegt úr- val staða hér í Reykjavík. Bæði innlendir og erlendir ferðamenn sem ferðast um landið vilja borða eitt- hvað annað en dæmigert sjoppufæði.“ Hún segist ekki hafa fundið neinar góðar upplýsingar á einum stað um þá fjölda staða sem í boði eru á lands- byggðinni og ákvað því í kjölfarið að hella sér út í verkefnið. MEGINÁHERSLAN Á SÆLKERABÆKLING Að hennar mati var vænlegast til árangurs að búa til fallegan bækling og heimasíðu á netinu. Þar væri hægt að nálgast nauðsynlegar upplýsingar um veit- ingastaði og framleiðendur í Reykjavík, á Akureyri og á landsbyggðinni. Bæklingurinn er að hennar sögn miðpunktur verkefnisins en vefurinn hugsaður sem fyrsti viðkomustaður ferðamanna. Þar geti þeir kynnt sér úrvalið áður en þeir heimsækja Ísland eða áður en lagt er af stað út á land. Einnig er vefurinn gagnlegur þegar farið er út að borða í Reykjavík en á honum er hægt að fara inn á heimasíður staðanna, bæði í tölvu eða snjallsímanum. „Bæklingurinn mun ekki bara kynna veitingahús og framleiðendur heldur einnig innihalda spennandi uppskriftir og umfjöllun um sælkeralandið Ísland.“ Vala segir að þrátt fyrir alla þá tækni sem við búum við í dag sé gott að hafa slíkan bækling í höndunum í stað þess að stóla einungis á fartölvur, spjaldtölvur og snjallsíma. „Nettengingar víða um land eru misgóðar, meira að segja þótt netið sé í símanum. Ef maður dettur inn á milli fjalla getur sambandið verið slæmt. Því fannst mér heppilegast að leggja áherslu á bæklinginn sem miðpunktinn til að hafa yfirsýnina alltaf við höndina enda gott að hafa hann í vasanum eða hanskahólfinu í bílnum.“ Sérstaða verkefnisins er að hennar sögn sú að hér er í fyrsta skipti hægt að fá aðgang að samanteknum upplýsingum um sælkeralandið Ísland í heild sinni. VEITINGASTAÐIR Á HEIMSMÆLIKVARÐA Vefurinn icelandlocalfoodguide.is er kominn í loftið og verið er að leggja lokahönd á íslensku síðuna. Bæklingurinn verður tilbúinn í maí. Inni á vefnum má finna upplýsingar frá hverju landsvæði fyrir sig. Þar eru einnig skemmtileg myndbrot frá ýmsum veitingastöðum á landsbyggðinni og fleiri mynd- bönd eru væntanleg innan skamms segir Vala. Bæklingnum verður dreift á alla ferðamannastaði, til dæmis hótel, veitingastaði og upplýsingamiðstöðv- ar fyrir ferðamenn um allt land. Hann verður bæði á íslensku og ensku en upphaflega stóð bara til að hafa hann á ensku. Vala segist þó hafa séð fljótlega að bæklingurinn ætti jafn vel við Íslendinga sem erlenda ferðamenn. Enda eru margir þessara veitingastaða í algjörum sérflokki að hennar sögn. „Það er búið að vera þvílíkt ævintýri að kynnast öllum þessum frábæru veitingastöðum og framleiðendum. Ég er búin að uppgötva marga staði sem ég vissi ekki að væru til og eru í algjörum sérflokki. Þeir eru að framreiða mat sem gæti sómt sér vel á bestu veitingahúsum í London, París og Róm. Þetta er því algjört sælkera- ævintýri.“ SÆLKERALANDIÐ ÍSLAND UPPGÖTVAÐ GÓÐIR STAÐIR Undanfarin ár hafa sprottið upp veitingastaðir og matvælaframleiðendur sem leggja áherslu á ferskt íslenskt hrá- efni. Nú geta ferðamenn nálgast þessar upplýsingar á einum stað. ÆVINTÝRI „Það er búið að vera því- líkt ævintýri að kynnast öllum þessum frábæru veitingastöðum og fram- leiðendum,“ segir Vala Matt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.