Fréttablaðið - 28.09.2012, Page 2

Fréttablaðið - 28.09.2012, Page 2
28. september 2012 FÖSTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn skoð- ar nú hvort hann geti gert athuga- semdir við kjör slitastjórnar Glitn- is. Kröfuhafar ákveða kjörin og bankinn er einn þeirra. Fjármála- ráðherra ræddi við seðlabanka- stjóra í gær um málið, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Líkt og fram hefur komið fékk slitastjórnin 348 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, spurði Jóhönnu út í laun slitastjórnarinnar. „Eru slita- stjórnir og skilanefndir ríki í rík- inu sem ráða sér sjálf og við höfum ekkert yfir að segja?“ Jóhanna sagði málið hafa verið tekið upp nokkrum sinnum í ríkis- stjórn, nú síðast fyrir stuttu. „Þá fjölluðum við um málið og ákváðum að fjármálaráðherra færi þess á leit við Seðlabankann að hann nýtti rétt sinn sem kröfuhafi til að gera athugasemdir við þessi yfirgengilegu ofurlaun slitastjórna. Mér finnst eðlilegt að Seðlabankinn sem er þarna með kröfur geri það.“ Jóhanna sagði að sér ofbyðu kjörin og þau væru hneykslunar- efni. „Því miður er þetta í höndum kröfuhafanna og þykja víst ekki há laun á mælikvarða erlendis þó að okkur þyki þetta algjörlega yfir- gengilegt.“ Launin lendi þó ekki á skattgreiðendum. - kóp Forsætisráðherra ofbýður kjör slitastjórnar Glitnis sem séu hneykslunarefni: Seðlabankinn skoði kjör slitastjórnar JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ÞRÁINN BERTELSSON DANMÖRK Kínverski auðjöfur- inn Huang Nubo hefur áhuga á að reisa skemmtigarð helgaðan ævintýraskáld- inu H.C. And- ersen í Óðins- véum. Sendinefnd frá fyrirtæki hans og kín- verskum fjár- festingarbanka var nýverið í Óðinsvéum að kanna mögu- leikana. Borgaryfirvöld tóku að sér að senda til Kína gögn, þýdd á kínversku, um byggingarmögu- leika í Óðinsvéum. Danska blaðið Fyens Stifts- tidende skýrði frá þessu. Haft er eftir borgarstarfsmönnum að sendinefndin hafi verið afar áhugasöm. - gb Huang kannar Danmörku: Vill reisa garð í Óðinsvéum HUANG NUBO LÖGREGLUMÁL „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að,“ segir Karl Steinar Valsson, yfir- maður fíkniefnadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaup- mannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í árarað- ir. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tíma- bili, sá fyrsti í ágúst og þeir síð- ustu á mánudaginn. Í fórum nokk- urra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári,“ segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar.“ Í tilkynningu dönsku lög- reglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í mál- inu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefna- smygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslend- inganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einn- ig Sílebúi með franskan ríkisborg- ararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi ve r i ð mj ö g umfangsmik- ill í meðhöndl- un fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evr- ópu á undan- förnum árum, þar á meðal á Íslandi,“ segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi til- teknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum.“ Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auð- velt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götu- sölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnars son, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkni- efnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli seg- ist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smygl- leiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brota- hópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því.“ stigur@frettabladid.is Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir Mál Íslendinganna sem sitja inni í Danmörku og Noregi er eitt það stærsta sem íslenska fíkniefnalögreglan hefur fengist við frá upphafi. Tveimur helstu smygl- leiðunum til Íslands lokað með handtöku Svedda tannar og Danmerkurhópsins. VANDLEGA FALIÐ Hluti amfetamínsins var vel falinn undir sætum bíls sem einn hinna grunuðu ók til Danmerkur í ágúst. MYND/DANSKA LÖGREGLAN KARL STEINAR VALSSON Dagur, þarf að fyllast nagandi ótta yfir útbreiðslu kanína? „Nei, ekki á meðan þær fjölga sér ekki eins og kanínur.“ Langstærsti hluti kanínustofnsins hér- lendis er í landi Reykjavíkur, þar af eru 85 prósent í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. STJÓRNSÝSLA Tveir stórir kassar með gögnum sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fundust nýverið fyrir tilviljun á Þjóðskjalasafninu. Gögnin voru færð starfshópi innanríkisráðuneytisins sem hefur haft til skoðunar hvort til- efni sé til endurupptöku málsins. „Þetta eru gögn frá lögreglu og sakadómi sem tilheyrðu málinu á sínum tíma. Við í starfshópn- um höfðum ekki haft hluta þeirra undir höndum áður og það er þannig í svona vinnu að öll gögn koma að gagni við að raða saman heildarmyndinni,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshópsins. Kassarnir fundust í júlí síðast- liðnum og hefur starfshópurinn haft þau til yfir- ferðar í nokkrar vikur. Er þeirri vinnu að mestu lokið en starfshópurinn hefur frest til 1. nóvember til að skila skýrslu um vinnu sína. Arndís Soffía segir að vinnu starfshópsins miði vel. „Hitt er annað mál að þegar við erum að fá í hendurnar gögn eins og þessi seint í þessu ferli þá getur það seinkað vinnunni. Ég get því ekki útilokað að við þurfum að biðja um lengri frest til að klára vinnuna,“ segir Arndís. - mþl Talsvert magn gagna um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fannst fyrir tilviljun: Fundu gögn um Geirfinnsmál ÞJÓÐSKJALASAFNIÐ Gögnin fundust fyrir tilviljun í Þjóðskjala- safninu í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ARNDÍS SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR Þjálfun sjómanna í lagi Lokið er úttekt fulltrúa Siglingaörygg- isstofnunar Evrópu á stjórnsýslu og framkvæmd Íslands á tilskipun Evr- ópusambandsins um lágmarksþjálfun sjómanna. Niðurstöður hennar eru að fyrirkomulag menntunar og þjálfunar hér á landi sé í meginatriðum gott. ÖRYGGISMÁL STJÓRNSÝSLA Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráð- herra um að skipa þá Benedikt Bogason, dómstjóra og settan hæstaréttardómara, og Helga I. Jónsson, dómstjóra í embætti tveggja hæstaréttardómara frá og með 1. október næstkomandi. Samdóma niðurstaða dóm- nefndar var sú að þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson væru hæfastir umsækjenda til að hljóta embættin. Embættin voru auglýst hinn 5. júlí síðastliðinn og bárust sjö umsóknir. - shá Benedikt og Helgi hæfastir: Tveir skipaðir við Hæstarétt LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur stað- festi í gær farbannsúrskurð yfir nuddara sem talinn er hafa nauðg- að viðskiptavini sínum í lok júní. Konan leitaði til mannsins vegna vandamála í mjóbaki. Í farbannsúrskurðinum segir að hann hafi látið hana klæða sig úr nærbuxunum og leggjast á nudd- bekkinn. Hann hafi síðan nuddað óþægilega nálægt kynfærum og að lokum stungið fingri inn í leg- göngin. Hann sagðist við yfirheyrslu hafa beitt tækni sem hann taldi að mundi gagnast konunni. Fing- urinn hefði óvart runnið inn. Maðurinn er íslenskur en hefur búið erlendis og er því talin hætta á að hann flýi land. Hann er í far- banni til 16. október. - sh Talinn geta flúið úr landi: Nuddari í far- bann grunaður um nauðgun LANDBÚNAÐUR Matsmenn á vegum almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra fór um liðna helgi um svæðið frá Húnaþingi í vestri og austur í Þingeyjarsýslur til að meta ástand og þörf fyrir aðgerð- ir til að finna og bjarga sauðfé eftir norðanáhlaupið nýlega, eins og segir í tilkynningu. Björgunarsveitarfólk mun um helgina aðstoða bændur við leit og björgun sauðfjár í Skagafirði og Þingeyjarsýslum. Horfur eru á að um eða yfir 100 manns muni taka þátt í þessum aðgerðum. Þá mun þyrla Landhelgisgæslunnar flytja leitarmenn til fjalla ef viðr- ar til flugs. - shá 100 manns taka þátt í leit: Leitað áfram um helgina Júlli í Draumnum dæmdur Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms yfir Júlíusi Þorbergssyni en hann var fundinn sekur um að hafa selt lyfseðilsskyld lyf og fíkniefni í verslun sinni Draumnum á árunum 2008 og 2009. Héraðsdómur dæmdi Júlíus í tólf mánaða fangelsi. DÓMSMÁL HAMFARIR Margt sauðfé fór illa í veður- hamnum. MYND/EGILL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.