Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.09.2012, Qupperneq 6
28. september 2012 FÖSTUDAGUR6 Kynning á rammaskipulagi fyrir gömlu höfnina Laugardaginn 29. september verður haldin kynning á nýju ramma- skipulagi fyrir gamla hafnarsvæðið í Reykjavík. Kynningin hefst með göngu um hafnarsvæðið undir leiðsögn Hjálmars Sveinssonar formanns stýrihóps rammaskipulagsins. Gangan hefst við Hörpu klukkan 11. Kynningarfundurinn í Sjóminjasafninu hefst klukkan 12. www.skipbygg.is Vesturbugt, Suðurbugt, Miðbakki, Austurbakki. Tekur þú slátur? Já 15,0% Nei 85,0% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú afleiðingar rýmri reglna um innflutning áfengis og tóbaks en slík breyting myndi fylgja inngöngu í ESB? Segðu þína skoðun á Vísi.is EVRÓPUSAMBANDIÐ Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hefur komist að því að möguleikar menningar og skapandi starfa séu vanmetnir, þegar hugað er að hagvexti til framtíðar. Í nýrri skýrslu segir að í Evr- ópusambandinu hafi um 8,5 millj- ónir manna atvinnu af skapandi störfum og þaðan komi 3,5 til 4,5 prósent af heildarframleiðslu aðildarríkjanna. Veftímaritið EUobserver bætir því við að þrátt fyrir takmarkaða fjármögnunarmöguleika standi menningargeirinn sig betur á vinnumarkaði en flestir aðrir starfsgeirar. Muni þar mestu um störf ungs fólks, sem annars á erfitt með að fá atvinnu í flestum aðildarríkjum ESB. - gb ESB spáir í framtíðina: Telja möguleika skapandi starfa vera vanmetna MEXÍKÓ, AP Einn af höfuðpaurum fíkniefnaheimsins í Mexíkó hefur verið handtek- inn. Sá heitir Ivan Velazques Caballero, oft nefndur Talíb- aninn. Hann hefur verið leið- togi eins arms innan Zetas- fíkniefna- hringsins, og hefur átt í afar blóðugri valdabaráttu við Miguel Angel Trevino Morales, aðalfor- ingja Zetas. Lögreglan í Mexíkó segir að fjölmörg fjöldamorð og skotbar- daga undanfarið megi rekja til þessa klofning innan Zetas. - gb Ráðist gegn fíkniefnahring: Caballero hand- tekinn í Mexíkó IVAN VELAZQUES CABALLERO STJÓRNMÁL Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilok- ar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. Árni Páll Árnason segist enn vera að melta tíðindin og efst í huga sé þakklæti til Jóhönnu fyrir hennar góðu störf. „Hún sem stjórnmálamaður er algjör- lega einstök í íslenskri stjórn- málasögu.“ Guðbjartur Hannesson tekur í sama streng og segir að til- kynning Jóhönnu hafi komið sér á óvart. „Við erum að missa frábæran formann. Nú þurfum við að meta stöðuna með okkar flokksfólki og hvað tekur við.“ Hann útilokar ekki framboð en segir að flokksfélagarnir ráði því. Sigríður Ingibjörg Ingadótt- ir segist skilja vel að Jóhanna vilji hætta á þessum tímapunkti. „Það var mikið ákall eftir henn- ar kröftum og hún hefur frá 2009 náð með farsælum hætti að stýra flokknum og landinu.“ Katrín Júlíusdóttir segir algjör- lega ótímabært að gefa nokkuð upp um sín áform, daginn sem vinsæll formaður tilkynnir um starfslok sín og hið sama segja Dagur B. Eggertsson og Helgi Hjörvar. „Við í Samfylkingunni eigum núna fram undan að ræða þessa nýju stöðu og meta hvernig for- ystumálum okkar verður best skipað,“ segir Helgi. Össur er hins vegar afdráttar- laus, hann hafi löngu skýrt frá því að hann hafi engan hug á að verða aftur formaður Samfylk- ingarinnar. En hefur hann hug- myndir um hver það ætti að vera? „Fullt af hugmyndum, en ég vil ekki reifa þær á þessu stigi.“ kolbeinn@frettabladid.is Margir volgir fyrir því að gefa kost á sér til formanns Össur Skarphéðinsson er sá eini þeirra sem nefndir hafa verið sem líklegur arftaki formanns Samfylkingar sem útilokar framboð. Aðrir vilja ekki taka af skarið og beina heldur sjónum að brotthvarfi Jóhönnu. Samfylkingin heldur landsfund 1. febrúar. Í lögum flokksins segir að formaður skuli kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu ef 150 flokksmenn krefjist þess, eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. Að öðrum kosti er hann kjörinn á landsfundi. Telja verður líklegt að slík krafa komi fram og nægilegur fjöldi undirskrifta safnist. Allir kjósi „Mér finnst að nú verði Samfylkingin að ákveða hvers konar forystu hún vill til framtíðar. Ef eftirspurn verður eftir mér í forystu mun ég að sjálfsögðu skoða það.“ SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR „Ég hef fylgt mínum formanni og ekki íhugað framboð. En þetta eru mikil tímamót og á slíkum stundum eiga stjórnmála- menn að vera opnir gagnvart þeim breytingum sem eru í farvatninu og útiloka ekkert fyrir fram.“ HELGI HJÖRVAR „Nei, ég útiloka ekki framboð, en flokksfélagarnir ráða þessu, hverjir verða dregnir fram til þessarar ábyrgðar.“ GUÐBJARTUR HANNESSON „No comment. Þetta er ekki dagur fyrir svona yfirlýsingar.“ En er hún á leið í lands- málin? „Fundur borgaramálaráðs Samfylk- ingarinnar er á laugardaginn klukkan 10. Það getur verið að eitthvað skýrist þá.“ DAGUR B. EGGERTSSON „Maður á aldrei að útiloka nokk- urn skapaðan hlut, en ég mundi aldrei taka svona ákvörðun ein og sér daginn sem okkar vinsæli formaður tilkynnir um brotthvarf sitt eftir þetta kjörtímabil. Allt slíkt er hópákvörðun.“ KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR „Allt á sinn tíma. Dagurinn í dag er dagur Jóhönnu Sigurðardóttur og fer í að melta tilkynninguna, líta yfir farinn veg og þakka henni fyrir hennar störf. En svo rennur upp nýr dagur.“ ÁRNI PÁLL ÁRNASON Útiloka ekki framboð DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur komst í gær að þeirri niður- stöðu að ríkinu bæri að greiða inn- flutningsfyrirtækinu Innnes ehf. tæpar 400.000 krónur auk vaxta, og 950.000 krónur í málskostnað, vegna ofgreidds tolls. Árið 2009 gerði Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, breytingu á fyr- irkomulagi svokallaðra WTO-toll- kvóta. Tollkvótarnir sem um ræðir byggja á aðild Íslands að GATT- samningnum svokallaða en með aðildinni skuldbatt Ísland sig til að hleypa litlu magni búvara inn á inn- lendan markað á lægri tollum en almennt tíðkast. F r á 1 9 9 5 , þegar Ísland gerðist aðili að samningnum, höfðu tollarnir verið magntoll- ar. Árið 2009 var þeim breytt í verðtolla en við breytinguna hækk- uðu þeir svo mikið að í mörgum til- fellum varð dýrara að flytja inn vörur á undanþágu en vörur sem lagðir voru á almennir tollar. Innnes flutti í desember í fyrra inn 691 kíló af kjúklingabringum og greiddi toll af þeim samkvæmt breytta fyrirkomulaginu. Héraðs- dómur telur hins vegar að ráð- herra hefði verið óheimilt að gera umrædda breytingu. Áður hafði umboðsmaður Alþing- is gert athugasemd við heimild ráð- herra til að breyta tollunum en í kjölfarið var skipaður starfshópur um málið. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, breytti svo fyrirkomulagi tollkvótanna aftur til fyrra horfs á þessu ári. - mþl Umdeild breyting Jóns Bjarnasonar, fyrrum landbúnaðarráðherra, á fyrirkomulagi WTO-tolla dæmd ólögleg: Ráðherra var óheimilt að breyta tollum JÓN BJARNASON KJÚKLINGABRINGUR WTO-tollkvótarnir skulu gefnir út vegna innflutnings á kjötvörum, smjöri og ostum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.