Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.09.2012, Qupperneq 10
28. september 2012 FÖSTUDAGUR10 VELFERÐARMÁL Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekju- hópa. Langstærsti hluti skulda- vanda heimilanna var tilkom- inn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmt- ung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbót- ar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofn- unar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skulda- vanda, fátækt, fjárhagsþrenging- ar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrslu- höfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðar- málum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabæt- ur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veik- asti hlekkurinn í aðgerðum stjórn- valda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borg- ara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæð- ingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferð- arráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægis- aðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu“, er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðu- neytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rann- sókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöf- undar eru Stefán Ólafsson, Arn- aldur Sölvi Kristjánsson og Kol- beinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í vel- ferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talna- gögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is Fimmtungur skulda heimila afskrifaður Nokkuð vel hefur tekist að ná Íslandi upp úr kreppunni. Skerðing barnabóta og ellilífeyris talin veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. BARNABÆTUR OF LÁGAR Lágar greiðslur vegna barnabóta eru taldar einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kreppunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ 85% af alvarlegum greiðsluvanda heimilanna voru tilkomin fyrir hrun bankanna, samkvæmt Seðlabanka Íslands. ■ Skuldir heimilanna náðu hámarki að raunvirði árið 2009. Um 91% af því hámarki var hins vegar þegar til staðar í árslok 2007, samkvæmt gögnum skattframtala. ■ Um áramót 2011-2012 var búið að afskrifa nærri 15% af heildarskuldum heimila og hátt í 5% til viðbótar voru í ferli afskrifta, samkvæmt AGS. ■ Rúmlega 9% voru undir fátæktarmörkum árið 2010. ■ Hlutfall heimila sem eiga mjög erfitt með að ná endum saman fór úr tæplega 6% á árunum 2006 og 2007 upp í 13,3% árið 2011. ■ Íslendingar eru í 3. sæti hvað lífsánægju varðar og einnig hvað snertir ánægju með eigin atvinnustöðu, samkvæmt fjölþjóðlegri könnun Eurobarometer vorið 2012. 13,3% heimila eiga í fjárhagsvanda SÝRLAND, AP Sýrlenski stjórnar- herinn sendi í gær smáskilaboð í farsíma flestra íbúa landsins þar sem skorað var á uppreisnarher- inn í landinu að gefast upp, og sagt að barátta hans væri hvort eð er töpuð. Stjórnarherinn hefur áður reynt að hafa sálræn áhrif á uppreisnar- menn með svipuðum hætti, en litl- ar líkur eru á að uppreisnarherinn taki minnsta mark á þessum skila- boðum. Pattstaða hefur verið í átökunum vikum saman, en uppreisnarher- inn gerði á miðvikudaginn harða árás á höfuðstöðvar stjórnarhers- ins í höfuðborginni Damaskus. Tvær bílasprengjur sprungu við höfuðstöðvarnar, með þeim afleið- ingum að byggingin stóð í ljósum logum. Í kjölfarið hófust skotbar- dagar, sem stóðu í þrjár klukku- stundir. Stjórnvöld segja að fjór- ir stjórnarhermenn hafi látist og fjórtán manns særst. Átökin hafa harðnað jafnt og þétt. Á miðvikudaginn kostuðu þau meira en 300 manns lífið, en aldrei hafa jafn margir látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi frá því átökin hófust. Sameinuðu þjóðirnar segja að tvö til þrjú þúsund flóttamenn fari yfir til nágrannalandanna á degi hverjum. Alls eru nærri 300 þús- und flóttamenn frá Sýrlandi á skrá hjá Sameinuðu þjóðunum, eða bíða skráningar í nágrannalöndunum. - gb Sýrlandsstjórn sendir uppreisnarmönnum áskoranir um að gefast upp: Átökin aldrei verið harðari BARIST Í RÚSTUNUM Uppreisnarmaður vopnaður sprengjuvörpu í borginni Aleppo. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REIÐIKASTI GERT HÁTT UNDIR HÖFÐI Risin er í París stór stytta af franska fótboltakappanum Zinedine Zidane að stanga hinn ítalska Materazzi í alræmdu atviki í fótboltaleik árið 2006. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Eftir tregveiði á síldarmiðunum um síðustu helgi og í byrjun vikunnar tók veiðin mikinn kipp á þriðjudagskvöld. Þá fannst síld út af Héraðsflóadjúpi, um 90 sjómílur frá Vopnafirði. Skip HB Granda, Lundey NS, kom í höfn á Vopnafirði með um 570 tonna afla sem fékkst í tveim- ur holum með Ingunni AK. Að sögn Kristjáns Þorvarðarsonar, stýri- manns á Ingunni, fengust til dæmis rúmlega 800 tonn í tveimur holum. „Það var mikill kraftur í veiðun- um og það þurfti ekki að toga lengi til að fá góðan afla,“ segir Kristján en að hans sögn er greinilegt að síldin er á hraðferð í austurátt og því verður þess vart lengi að bíða að veiðin innan íslenskrar lögsögu detti niður að nýju. Það skiptir skip HB Granda þó litlu máli því í gær voru aðeins óveidd um 800 til 900 tonn af norsk- íslenska síldarkvóta félagsins. „Þetta var okkar síðasta veiði- ferð á vertíðinni hvað varðar norsk- íslensku síldina. Eftir löndun á Vopnafirði förum við suður og mér skilst að skipið fari í slipp. Síðan er stefnan sett á veiðar á íslensku sumargotssíldinni um miðjan októ- bermánuð,“ segir Kristján. - shá Síldarskipin fundu síld í Héraðsflóadýpi eftir léleg aflabrögð um síðustu helgi: Moka upp síld eftir tregveiði VOPNAFJÖRÐUR Síðustu síldarfarmarnir eru að skila sér til vinnslu eystra. MYND/JÓN SIGURÐARSON HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðlegi hjarta- dagurinn verður haldinn hátíð- legur á morgun. Hér á landi sam- einast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn, styrktarfélag hjart- veikra barna og Heilaheill um að halda dagskrá í Reykjavík og Kópavogi um helgina. Á Íslandi létust á árinu 2009 rúmlega 500 manns úr hjarta- og æðasjúkdómum og þar af voru 230 konur. Hjartasjúkdómar eru dán- arorsök einnar konu af hverjum þremur sem deyja í heiminum. - sv Hjartadagurinn á morgun: Áhersla lögð á konur og börn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.