Fréttablaðið - 28.09.2012, Side 12

Fréttablaðið - 28.09.2012, Side 12
28. september 2012 FÖSTUDAGUR12 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík T alsvert meira hefur verið skorið niður h lutfa l lslega af framlögum hins opinbera til Háskól- ans í Reykjavík (HR) en hjá ríkisháskólunum síðustu ár. Tölur sem HR hefur tekið saman sýna að framlög ríkisins frá árinu 2009, færð til núvirðis, til frum- varps til fjárlaga 2013, hafa lækk- að um 0,7 prósent fyrir Háskóla Íslands (HÍ) og 8,2 prósent til Háskólans á Akureyri, en 17,4 pró- sent til HR. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir í samtali við Frétta- blaðið að samantekt um niður- skurð síðustu fjögurra ára hafi komið forsvarsmönnum skólans verulega á óvart og sé hann í raun óskiljanlegur í ljósi þess starfs sem fari fram hjá skólanum. „Fjárlögin í ár, þar sem niður- skurðurinn er um eitt prósent, er ekki stóra málið. Það bætist bara ofan á það sem á undan hefur gengið. Þetta er illskiljanlegt, sérstaklega þar sem við erum að skila afar góðu starfi. Við erum mjög skilvirk og skilum mikil- vægri þjónustu fyrir samfélagið fyrir tiltölulega lítinn pening. Svo erum við að sinna þeim hluta menntunarsviðsins sem mest er kallað eftir í atvinnulífinu, því að lunginn af tæknimenntun hér á landi, í verkfræði, tæknifræði og tölvunarfræði og skyldum fögum, fer fram hjá okkur.“ Framlög ekki í samræmi við markmið Ari segir engin rök hníga að því að framlög lækki meira til HR en hinna skólanna tveggja. „Þarna virðast tengsl milli markmiða og fjárframlaga hafa brostið gjörsamlega og mér finnst að menntamálaráðuneytið skuldi svör um það hvers vegna gengið er með þessum hætti gegn þörfum atvinnulífsins og samfé- lagins.“ Ari bendir á að HR hafi síðustu ár útskrifað langflesta tölvun- arfræðinga og frá því að skólinn hóf kennslu í verkfræði hafi fjöldi útskrifaðra verkfræðinga aukist stöðugt, án þess að fækkunar hafi orðið vart hjá HÍ. „Þannig höfum við stuðlað að hreinni viðbót á vinnumarkaðinn og brugðist á skilvirkan hátt við þörfum atvinnulífsins. Það er ein- mitt tvennt sem gerir okkur það kleift, annars vegar vinnum við mjög náið með atvinnulífinu og skynjum þörfina hverju sinni. Nú er til dæmis þörf á tæknimenntun sem við erum að svara. Hins vegar liggur fyrir okkur sem sjálfstæð- um skóla að laða til okkar nem- endur og við gerum það með því að bjóða upp á áhugavert og skemmti- legt gæðanám sem skilar fólki góðri samkeppnis stöðu á vinnu- markaði. Þetta er meðal þess sem samkeppni hefur í för með sér. Við þurfum að standa okkur betur gagnvart okkar nemendum, því að það er alltaf þeirra val á endanum hvar þeir stunda sitt nám.“ Ari segir það því stinga í stúf að árið 2010 hafi HR útskrifað átján prósent af háskólanemum á Íslandi, en aðeins fengið fjórtán prósent af framlögum ríkisins til kennslu. Þá hafi fræðimenn við HR birt fjórtán prósent af fræði- greinum hér á landi en fengið níu prósent af framlögum til rann- sókna. En liggur ekki einfaldasta skýr- ingin í því að HR er einkaskóli, en hinir tveir eru ríkisskólar? „Það gæti vel verið að rekstr- arformið sé úrslitaatriðið í þessu máli í stað þess að horft sé til gæða, afraksturs, skilvirkni og mikilvægi fyrir atvinnulífið.“ Má ekki halda því fram að ríkið hafi einfaldlega ríkari skyldur við ríkisháskólana? „Það fer eftir því hvert mark- mið ríkisins er. Ef eina mark- miðið væri að fjármagna ríkis- stofnanir, þá mætti kannski verja þetta. Markmið menntakerfisins á hins vegar ekki að vera stofn- anirnar sjálfar heldur að mennta fólk, koma því út á vinnumarkað- inn og búa til vinnuafl sem getur skapað verðmæti og hagvöxt.“ Of lítið fjármagn í háskólakerfinu Ari tekur skýrt fram að honum vaxi alls ekki í augum þeir fjár- munir sem renna til hinna skól- anna. „Það er einfaldlega allt of lítið fjármagn í háskólakerfinu á Íslandi í dag í samanburði við nágrannalöndin og OECD-ríki og það er áhyggjuefni. Það sem við erum að vekja athygli á er skipt- ing hinna takmörkuðu fjármuna í kerfinu. Ef markmiðið er að skipta fjármunum eftir þörfum atvinnu- lífsins, gæðum eða skilvirkni, þá eru stjórnvöld ekki á réttri leið.“ Aðspurður hvort ekki megi kalla það pilsfaldakapítalisma þegar einkaskóli biðlar eftir ríkis- framlögum, brosir Ari. Hann segir svo að ríkið, sem hafi tekið á sig það hlutverk að mennta íslenska þjóð, frá leikskólum upp í háskóla, hafi ýmsar leiðir til að standa að þeirri þjónustu. „Það getur annars vegar búið til stofnanir til að sinna þessari þjón- ustu og hins vegar keypt hana af einkaaðilum. Nú þegar eru mörg dæmi um slíkt víða í skólakerfinu, ekki bara í háskólunum. Ég held að réttast sé að horfa á hvað skili bestum niðurstöðum fyrir íslenskt samfélag.“ Skilað miklu til samfélagsins Ari segir að HR hafi á stutt- um tíma tekist að byggja upp háskóla sem skari fram úr á mörgum sviðum hér á landi, meðal annars tæknigreinum, viðskiptafræði og lögfræði, og staðið fyrir mikilli fjölgun á tæknimenntuðu fólki á íslensk- um vinnumarkaði. „Það var og er gríðarleg þörf á því, og hefur HR þannig á mjög stuttum tíma skilað miklu til íslensks atvinnulífs og samfé- lags. Að mínu mati er ástæðan ekki síst að með okkar sveigj- anlega rekstrarformi höfum við getað lagað okkur mjög hratt að aðstæðum og þess vegna náð að skila þessu góða starfi. Þetta höfum við gert fyrir minni fjár- muni, á hvern nemanda, en það hefur kostað að útskrifa úr rík- isháskólunum. Þannig að það er að mínu mati vel verjandi að ríkið fari þá leið að kaupa þjón- ustu af sjálfstæðum aðilum.“ Aðspurður hvort standi til að leggja í framkvæmdir við hús- næði HR segir Ari að svo sé ekki. „Það verður ekki farið í fram- kvæmdir á næstunni. Það er enginn grundvöllur til að fara í framkvæmdir fyrr en rekstrar- og tekjustaðan er þannig að það sé verjandi. Þangað til nýtum við þetta hús til hins ýtrasta. Þessar kröfur um fjármuni snú- ast þannig alfarið um það sem við þurfum til að geta sinnt því starfi sem við vinnum í dag í því húsrými sem við erum með í dag. Og staðið vel að menntun þeirra sem við berum ábyrgð á.“ Hvað þarf HR til að geta sinnt sínu hlutverki með viðeigandi hætti? „Til að við getum sinnt okkar starfi þarf árlegt framlag að hækka um 120 milljónir á ári næstu þrjú árin. Það er lágmark sem við þurfum til að sinna okkar hlutverki. Við höfum sýnt og sannað að við getum nýtt þá fjármuni sem við fáum mjög vel, þannig að með auknu svigrúmi er hægt að gera enn betur.“ Staðan alvarleg Ari segir stöðuna enn alvarlegri þegar horft er fram á veginn þar sem fyrirséð er að nemend- um við skólann muni enn fjölga á næsta ári. Aðspurður hvort ekki megi bregðast við vandanum með því að taka færri nemendur inn segir Ari að HR hafni þegar mörg- um umsækjendum, ólíkt öðrum háskólum. „Við tökum bara við nemend- um sem við trúum að geti klár- að námið, það bætir starfið fyrir alla. Við samþykktum til dæmis aðeins tvo af hverjum þremur umsækjendum í haust, þannig að ef við værum bara að fiska eftir því að vera með fullt af nemend- um myndum við hleypa miklu fleirum inn.“ Hvernig fyrirkomulag telur þú að myndi reynast best í háskóla- málum hér á landi? „Mín persónulega skoðun er að best væri að allir háskólar á Íslandi væru sjálfseignarstofn- anir. Þær geta brugðist hrað- ar við og aðlagast breytingum skjótar en hefðbundnar stofn- anir. Allir háskólarnir myndu njóta góðs af því að vera settir á sama grunn með skýrar reglur um hvernig skipta ætti framlögum ríkisins. Þá er ég viss um að eitt það fyrsta sem myndi gerast í kjölfarið er að skólarnir myndu efla samstarf og sumir svo sam- einast þannig að þeir næðu sem bestum árangri. Ef peningum er skipt eftir gæðum og afrakstri starfsins verða menn fljótir að komast að því að best væri að sameina krafta og auka sérhæfingu.“ Framlög úr takti við markmið Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, furðar sig á því hvers vegna skólinn þurfi að sætta sig við meiri niðurskurð hlutfallslega en aðrir háskólar. Í samtali við Þorgils Jónsson segir Ari að HR hafi síðustu árin skilað mikilvægu starfi með því að mennta fólk í tæknigeiranum. Ekkert sé athugavert við það að einkareknir skólar fái framlög frá ríkinu, sé horft til afrakstursins. MIKILVÆGT STARF Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir niðurskurð á framlögum ríkisins til skólans óskiljanleg í ljósi þess starfs sem unnið er þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þarna virðast tengsl milli markmiða og fjárframlaga hafa brostið gjörsamlega og mér finnst að menntamálaráðu- neytið skuldi svör um það hvers vegna gengið er með þessum hætti gegn þörfum atvinnulífsins og samfélagins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.