Fréttablaðið - 28.09.2012, Side 38

Fréttablaðið - 28.09.2012, Side 38
Þau Hrefna Rósa Sætran, kokkur og veit- ingahúsaeigandi og unnusti hennar Björn Árnason deildu þeim dásamlegu frétt- um með Facebook-vinum sínum í gær að von væri á öðru barni. „Sætran II á leiðinni! Væntanleg/ur 6. apríl!!! Stay Tuned!!!,“ skrif- uðu þau augljóslega að springa úr spennu yfir gleðifréttunum. Fyrir eiga þau Hrefna og Björn soninn Bertram Sætran en hann átti eins árs af- mæli fyrr í þessum mánuði. Lífið óskar þeim innilega til hamingju! SÆTRAN II Á LEIÐINNI Hrefna Rósa Sætran hefur rekið Grill- markaðinn með miklum vinsæld- um. ÞVOTTAEFNI FYRIR HVERT TILEFNI STÓRÞVOTTUR FRAMUNDAN? HAFÐU ÞAÐ FÍNT NÚ ER ÞAÐ SVART Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi. Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uld- og finvask. Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana. Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum. Létt er að flokka litríka sokka. NÚ ER ÞAÐ HVÍTT HALTU LÍFI Í LITUNUM Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn. Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvott inn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist. Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral Dönsku astma- og ofnæmissamtökin ÍS LE N SK A S IA .I S N AT 6 08 51 0 8. 20 12 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á NEUTRAL.IS Helga Kristjánsdóttir blaðamaður/stílisti og „make-up artisti“ „Þegar ég vil gera vel við okkur fjöl- skylduna þá útbý ég þennan pastarétt. Ég er algerlega pastasjúk og kolféll fyrir fersku tortellini þegar ég bjó í Sviss.“ Uppáhaldspastarétturinn útbú- inn á 10 mínútum Innihald: Beikon Sveppir Hvítlaukur Hreinn rjómaostur Grænt pestó Green olive&fennel bruschetta toppings Matreiðslurjómi Basilíka Ferskur parmesanostur Ég byrja á að steikja beikon á pönnu, þannig að það verði einstaklega stökkt. Því næst bæti ég góðu magni af svepp- um og ferskum hvítlauk saman við. Svo fer hreinn rjómaost- ur út í og smá grænt pestó og green olive&fennel brusc- hetta toppings frá Jamie Oliver. Til að þynna sósuna má nota matreiðslurjóma út í á þess- um tímapunkti. Ferskt tortellini fyllt með hverju sem er soðið í nokkrar mínútur og skellt út í sósuna á pönnunni. Kryddað með smá salti og vel af svört- um pipar. Skreytt með hell- ing af ferskri basilíku og par- mesanosti. Voilá! Guðdómlegur réttur útbúinn á tíu mínútum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.