Fréttablaðið - 28.09.2012, Page 54

Fréttablaðið - 28.09.2012, Page 54
28. september 2012 FÖSTUDAGUR30 30 popp@frettabladid.is Heimildarmynd um ráð- stefnuna Comic Con í Bandaríkjunum verður sýnd á Riff-hátíðinni í ár. Leikstjórinn Morgan Spur- lock skemmti sér mjög vel við gerð hennar. Nýjasta heimildarmynd Banda- ríkjamannsins Morgans Spur- locks nefnist Comic Con Episode IV: A Fan´s Hope og verður hún sýnd á Riff-hátíðinni í ár. Í henni er fjallað um hina árlegu Comic Con-ráðstefnu í San Diego sem laðar að sér fjölmarga aðdáendur teiknimyndasagna á hverju ári. Spurlock var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir heimild- armyndina Super Size Me sem fjallaði um hamborgarakeðj- una McDonald´s. Hann kom síð- ast hingað til lands í fyrra þegar hann kynnti The Greatest Movie Ever Sold sem fjallaði um auglýs- ingamennsku í sjónvarpi og kvik- myndum. Í þetta sinn kemst hann ekki til Íslands til að kynna nýju myndina vegna mikilla anna. Spurlock segist alla tíð hafa verið mikill aðdáandi teikni- myndasagna, hryllingsmynda og ofurhetjumynda. Þegar hann fór fyrst á Comic Con-ráðstefnuna árið 2009 komst hann að því að hún uppfyllti öll þessi áhugamál hans. „Comic Con hefur fengið á sig slæmt orðspor. Fólk heldur að ráðstefnan sé uppfull af nördum sem búa í kjallaranum hjá for- eldrum sínum. Í rauninni er mjög fjölbreyttur hópur fólks sem sækir hana,“ segir hann. Um 150 þúsund manns mæta á Comic Con á hverju ári þar sem mikið er um dýrðir. Við gerð myndarinnar tók Spurlock viðtöl við um 150 manns, þar á meðal leikarann Seth Rogen og leikstjórann Kevin Smith. Einn- ig var tíu manneskjum fylgt eftir sem mættu á ráðstefnuna. „Það var virkilega gaman að gera þessa mynd. Þegar maður horfir á hana áttar maður sig á hversu mikil alvara er á bak við þetta hjá fólki. Það mætir ekki endilega þangað til að fá eiginhandaáritanir. Það er mætt til að finna sinn sess í líf- inu, koma sér á framfæri eða finna makann sinn. Einn náungi ætlar að biðja um hönd kærustunnar sinn- ar. Mun hún segja „nei“?,“ spyr Spurlock. „Annar er að leita að ákveðnu leikfangi. Mun hann finna það? Það er margt skemmtilegt sem gerist í myndinni sem allir geta tengt sig við.“ Næsta verkefni þessa áhuga- verða kvikmyndagerðarmanns er sjónvarpsþáttaröð fyrir CNN sem er framleidd í Bandaríkjunum en verður sýnd um allan heim. Hún fjallar um félagsleg vandamál í Bandaríkjunum en líka um hvaða áhrif þau hafa á allan heiminn. freyr@frettabladid.is Comic Con ekki bara fyrir nörda sem búa í kjallara AÐDÁANDI TEIKNIMYNDASAGNA Leikstjórinn Morgan Spurlock hefur verið aðdáandi teiknimyndasagna frá unga aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verslunin Nexus er sérstakur bakhjarl sýningar á myndinni og eru allir hvattir til að mæta í búningi á sérstaka búningasýningu hennar í kvöld. Eftir sýninguna verður svokallað Q&A þar sem gestir geta fræðst frekar um ráðstefnuna. Einn þeirra sem ætlar að mæta á sýninguna er borgarstjórinn Jón Gnarr í gervi Obi-Wan Kenobi úr Star Wars. „Það er ótrúlega fyndið,“ segir Spurlock og hlær þegar blaðamaður lætur hann vita af uppátæki Jóns. „Ég vildi óska að ég gæti verið á staðnum til að sjá þetta. Það er mikil synd að ég kemst ekki.“ SYND AÐ SJÁ EKKI JÓN GNARR Í GERVI OBI-WAN Bíó ★★★★ ★ Queen of Montreuil Leikstjóri: Sólveig Anspach. Leikendur: Florence Loiret Caille, Didda Jónsdóttir, Úlfur Ægisson, Eric Caruso. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 2012 – opnunar- mynd. Franska ekkjan, sæljónið og kreppu- barðir Íslendingar Sólveig Anspach hefur á farsælum og fjölbreyttum ferli sýnt að hún hefur gott lag á ljúfsáru, tilfinningasömu og gráglettnu gríni. Frásagnarháttur hennar er oftar en ekki frjálslegur, sveimkenndur og absúrdískur á köflum. Karakterar óútreiknanlegir og uppátækjasamir en alltaf uppteknir af því að lifa lífinu og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða, hversu fábrotið sem það kann stundum að vera. Þetta er bóhemísk og hippaleg sýn og býsna hressandi sem slík. Þessi voru einkenni „íslensku“ myndar hennar Skrapp út og hér má segja að hún haldi áfram sem frá var horfið, því ljóðskáldið Anna (Didda) er aftur mætt til leiks, nú komin til Frakklands. Ólíkindatólið sem hún er þá er Anna að sjálfsögðu búin að koma sér í bobba, er strandaglópur ásamt Úlfi syni sínum (Úlfur) því íslenska flugfélagið er farið á hausinn og kreppan í algleymingi heima á Íslandi. Hún hittir fyrir unga syrgjandi ekkju og sníkir hjá henni gistingu. Takast með þeim góð kynni og kemur á daginn að þessir skrautlegu Íslendingar, nágrannarnir og lítið krútt- legt sæljón, voru nákvæmlega það sem ekkjan þurfti á að halda til að vinna úr sorginni og koma lífi sínu aftur í rétt horf. Það leynir sér ekki hversu gaman Sólveig hefur hér að því að leika með og bera saman ólík þjóðareinkenni Frakka og Íslendinga og kryfja kannski um leið sinn eigin persónuleika, verandi íslenskur Parísarbúi. Þótt myndin sé á köflum æði hæggeng og sundurleit þá er hún alltaf þægileg áhorfs og áreynslulaus, með velvilja og jákvæða strauma að leiðarljósi. Skarphéðinn Guðmundsson Niðurstöður: Sveimkennt og velviljað gamandrama um lífsvilja og nægju- semi. ÁRA GÖMUL er söng- og leikkonan Hilary Duff í dag. Hún varð fræg fyrir titilhlutverk Disney-þáttanna Lizzie McGuire á árunum 2001-2004. Síðan þá hefur hún meðal annars farið með aðalhlutverkið í Cinderella Story og Cheaper by the Dozen- myndunum og lék í sex þáttum af unglingadramanu Gossip Girl árið 2009. Hún er gift NHL-leikmanninum Mike Comrie. 25 Afmaeli 15% 25% www.sonycenter.is 100 Hz X-Reality myndvinnsla Dynamic EDGE LED baklýsing Tilboð 169.990.- 400 Hz X-Reality myndvinnsla Dynamic EDGE LED baklýsing Tilboð 289.990.- 40” LED SJÓNVARP KDL40EX653 46” LED SJÓNVARP KDL46HX753 5 ára ábyrgð að verðmæti 12.000.- fylgir með í kaupunum Sony Center I Verslun Nýherja Borgartúni I 569 7700 Sony Center I Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri I 569 7645 Lag Adele úr nýjustu James Bond- myndinni er besta Bond-lagið sem hefur komið út í þrjátíu ár að mati bandaríska lagahöfundarins, upp- tökustjórans og Grammy-verð- launahafans Ryans Tedder sem nýlega heyrði lagið. Lagið var tekið upp fyrir mynd- ina Skyfall og var Paul Epworth upptökustjóri. „Ég hef hlustað á það og það er besta Bond-lagið á mínu æviskeiði. Ég tek hattinn ofan fyrir Paul Epworth og Adele. Vonandi vinna þau Óskarinn,“ tísti Tedder, sem hefur einmitt starfað með Adele. Söngkonan vann síðast með Epworth að laginu Rolling in the Deep sem naut mikilla vinsælda. Adele á besta Bond-lagið BEST Ryan Tedder telur að Bond-lag Adele sé það besta í þrjátíu ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.