Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2012, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 28.09.2012, Qupperneq 58
28. september 2012 FÖSTUDAGUR34 sport@frettabladid.is BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON lék mjög vel á Ítalíu í gær eða á 69 höggum. Þetta var þriðji hringur á 1. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Reiknað er með að 27 kylfingar komist áfram á 2. stig úrtöku- mótanna og á Birgir Leifur raunhæfan möguleika á að ná því spili hann aftur vel í dag. N1-deild karla: Fram-Akureyri 23-28 Fram - Mörk (skot): Jón Arnar Jónsson 5 (5), Jóhann Gunnar Einarsson 5/2 (11/3), Haraldur Þorvarðarson 4 (4), Þorri Björn Gunnarsson 4 (5), Sigurður Eggertsson 3 (8), Ólafur Magnússon 2 (4), Garðar B. Sigurjónsson (1), Magnús Erlends- son (1), Róbert Aron Hostert (8), Varin skot: Björn Viðar Björnsson 12 (30/2, 40%), Magnús Erlendsson 6 (16/2, 38%), Hraðaupphlaup: 4 ( Jóhann, Þorri, Ólafur 2 ) Fiskuð víti: 3 (Jón, Jóhann, Haraldur ) Utan vallar: 6 mínútur. Akureyri - Mörk (skot): Bjarni Fritzsson 11/4 (13/4), Oddur Gretarsson 6 (8), Geir Guðmunds- son 4 (7), Andri Snær Stefánsson 3 (5), Guð- mundur H. Helgason 3 (8), Heimir Örn Árnason 1 (1), Ásgeir Jónsson (1), Hreinn Þór Hauksson (1), Varin skot: Jovan Kukobat 13/1 (30/2, 43%), Stefán Guðnason 4 (10/1, 40%), Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Oddur 2, Andri ) Fiskuð víti: 4 ( Oddur, Andri, Heimir, Bergvin ) Utan vallar: 14 mínútur. HK-Afturelding 24-23 HK - Mörk (skot): Daníel Örn Einarsson 7 (7), Bjarki Már Elísson 7/4 (9/4), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (3), Bjarki Már Gunnarsson 3 (4), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Vladimir Djuric 1 (3), Atli Karl Bachmann 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (4) Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 21/1 (43/4, 49%), Arnar Imsland (1/1, 0%), Hraðaupphlaup: 4 (Daníel 3, Bjarki Már G.) Fiskuð víti: 4 ( Ólafur, Vilhelm, Eyþór, Daníel) Utan vallar: 6 mínútur. Afturelding - Mörk (skot): Hilmar Stefánsson 6/3 (7/3), Jóhann Jóhannsson 3/1 (7/2), Sverrir Hermannsson 3 (8), Pétur Júníusson 2 (2), Hrafn Ingvarsson 2 (3), Fannar Helgi Rúnarsson 2 (3), Örn Ingi Bjarkason 2 (4), Böðvar Páll Ásgeirsson 2 (5), Kristinn H. Elísberg Bjarkason 1 (4), Varin skot: Davíð Svansson 11 (24/2, 46%), Smári Guðfinnsson 2 (13/2, 15%), Hraðaupphlaup: 7 (Hilmar 3, Jóhann, Hrafn 2, Fannar ) Fiskuð víti: 5 (Hilmar, Pétur 3, Örn Ingi) Utan vallar: 6 mínútur. Valur-FH 22-25 Valur - Mörk (skot): Finnur Ingi Stefánsson 6/3 (10/4), Agnar Smári Jónsson 4 (7), Valdimar Fannar Þórsson 4/2 (8/3), Vignir Stefánsson 3 (5), Gunnar Harðarson 2 (2), Þorgrímur Smári Ólafsson 2 (7), Daði Laxdal Gautason 1 (2), Sigfús Sigurðsson (1), Varin skot: Hlynur Morthens 11/1 (31/3, 35%), Lárus Helgi Ólafsson 6 (11, 55%), Hraðaupphlaup: 2 (Finnur Ingi, Agnar Smári) Fiskuð víti: 7 (Finnur 2, Agnar 2, Gunnar, Þor- grímur 2) Utan vallar: 8 mínútur. FH - Mörk (skot): Andri Berg Haraldsson 6 (12), Bjarki Jónsson 3 (4), Magnús Óli Magnússon 3 (5), Ísak Rafnsson 3 (6), Ragnar Jóhannsson 3 (8/1), Sigurður Ágústsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/2 (2/2), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (3), Þorkell Magnússon 1 (1), Arnar Birkir Hálfdánsson (1), Jóhann Karl Reynisson (1), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 18/2 (39/6, 46%), Sigurður Örn Arnarson (1/1, 0%), Hraðaupphlaup: 4 (Andri, Bjarki, Ragnar, Þorkell) Fiskuð víti: 2 ( Magnús, Jóhann Karl) Utan vallar: 12 mínútur. Lengjubikar kvenna: Keflavík-Snæfell 72-78 Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/5 fráköst/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 10, Bryndís Guðmundsdóttir 6/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Aníta Eva Viðarsdóttir 2. Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 19/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/13 fráköst/6 stoðsending- ar, Kieraah Marlow 15/13 fráköst/9 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 14, Hildur Sigurdardottir 8/8 fráköst/5 stolnir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rósa Indriðadóttir 2. ÚRSLIT www.forlagid.is gNú loks fáanle aftur í handhægu broti með mjúkum spjöldum. HANDBOLTI Íslandsmeistarar HK unnu sinn annan leik í röð í gær, 24-23, gegn Aftureldingu. Vendi- punktur leiksins kom á 42. mínútu þegar Davíð Svansson markvörð- ur Mosfellinga fékk að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk. Eftir það vöknuðu HK-ingar og náðu að tryggja sér sigur úr víta- kasti á lokamínútunni. „Mér fannst þetta ekki rétt. Ef það er rautt á þetta finnst mér að það eigi að vera helvíti mörg rauð spjöld í deildinni í vetur. Ég get alveg viðurkennt það að þetta var ekki fallega sagt hjá mér. Þetta var samt meira sagt í mínum pirringi en beint til dómarans,“ sagði Davíð sem vildi ekki fara nákvæmlega út í það hvað hann sagði. FH-ingar með fínan útisigur FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22,. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leik- inn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunn- inn að sigri gestanna. „Við vorum ekki tilbúnir í byrj- un leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í gær. „Varnarleikurinn og markvarsl- an í síðari hálfleiknum var til fyrir myndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri. Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur.“ Auðvelt hjá Akureyringum Akureyringar gerðu sér góða ferð í bæinn og tóku með sér stig- in tvö norður í 28-23 sigri á Fram í gærkvöldi. Eftir jafnræði fyrstu tíu mínútur leiksins keyrðu Akur- eyringar á heimamenn og náðu fimm marka forskoti. Munurinn fór upp í átta mörk í seinni hálf- leik og náðu Framarar aldrei að brúa það bil. „Frábær sigur, mér fannst við leiða allan leikinn og lítum bara ágætlega út,“ sagði Bjarni Frits- son, leikmaður og þjálfari Akur- eyrar eftir leikinn. „Þetta datt svolítið niður síðustu mínúturnar og ég var óánægður með seinasta korterið. Í stað- inn fyrir að keyra á þá verðum við kærulausir og tökum lélegar ákvarðanir,“ sagði Bjarni. Daði Hafþórsson, aðstoðarþjálf- ari Fram, var ekki kátur. „Við misstum hausinn, vorum óskyn- samir á tímabili og hleyptum þeim á svæðin sem við ætluðum ekki að hleypa þeim á.“ - egm, sáp, kpt HK BYRJAR MEÐ LÁTUM Íslandsmeistarar HK halda áfram að reka hrakspár ofan í kok gagnrýnenda. Þeir hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni. Fram og Valur byrja aftur á móti illa en Reykjavíkurliðin hafa bæði tapað fyrstu leikjum sínum í deildinni. LOK, LOK OG LÆS Vörn Valsmanna, með Sigfús Sigurðsson í broddi fylkingar, var sterk fyrir í gær en það dugði ekki til gegn seigum FH-ingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Snæfellskonur unnu fyrsta titilinn í kvennakörfunni í vetur og þann fyrsta í sögu kvennaliðs félagsins eftir sex stiga sigur á Keflavík, 78-72, í æsi- spennandi úrslitaleik Lengjubik- ars kvenna sem fram fór í Toyota- höllinni í Keflavík í gærkvöldi. Snæfellsliðið var sterkara á lokasprettinum og vann síðustu þrjár mínútur leiksins 10-3. Bæði lið náðu og misstu niður tíu stiga forskot í leiknum og bæði lið geta spilað betur en í þessum leik en úr varð spennandi leikur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokin. „Það er fínt að vera kominn með fyrsta titilinn en það er nóg eftir. Það var haustbragur á þessu enn þá og það var því fínt að klára þennan titil,“ sagði Hildur Sigurð- ardóttir, fyrirliði Snæfells eftir leikinn. „Það er alltaf mjög gaman að koma í Keflavík og vinna leik og þetta gefur okkur aukið sjálfs- traust enda komnar með titla í hús. Karlalið Snæfells hefur verið að koma með bikara heima í Hólminn undanfarin ár en nú er kvennaliðið komið með titil líka sem er bara flott,“ sagði Hildur og hún hrósaði liðsfélögum sínum fyrir frammi- stöðuna í lok leiks. „Við vorum að setja niður mikil- vægar körfur á lokamínútunum og stela boltum og annað. Það skilaði sér. Hildur og Kieraah voru mjög öflugar inni í teig og Alda var síðan að raða niður þristum. Það er frábært þegar við erum bæði að fá framlag inni í teig og fyrir utan,“ sagði Hildur. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 22 stig fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir var með 14 stig en tíu þeirra komu í fyrsta leikhlut- anum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum bara pínulítið hræddar í dag og það var ástæðan fyrir því að við náðum ekki að fylgja þessu alveg í gegn. Við vorum ragar á móti svæðinu í lokin og þær voru að spila fast. Mér fannst við ekki hafa nógu góð svör við svæðis- vörninni þeirra,“ sagði Pálina um lokakaflann í leiknum. „Það vant- aði kannski reynslu í lokin til að klára þetta en við lærum bara af þessu því við erum með ungt lið og það er bara skemmtilegt,“ sagði Pálína. - óój Snæfell Lengjubikarmeistari eftir sigur á Keflavík suður með sjó í spennandi leik: Fyrsti titill Snæfellskvenna í körfunni KÁTAR Þær Alda Leif Jónsdóttir og Hildur Sigurðardóttir halda hér á bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓÓJ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.