Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 43

Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 43
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir29. SEPTEMBER 2012 LAUGARDAGUR 5 NORWEGIAN FLÝGUR TIL NEW YORK Norska flugfélagið Norwegian, sem flýgur meðal annars til Íslands, tilkynnti í vikunni að félagið myndi hefja flug til New York næsta vor. Fargjaldaverði verður haldið í lágmarki en ódýrustu sæti verða á 2.000 norskar krónur (Um 42 þúsund íslenskar) báðar leiðir. Áhugi Norðmanna á Banda- ríkjunum hefur aukist mikið og er það ekki síst sá áhugi sem varð til þess að Norwegian sótti um leyfi til Bandaríkjaflugs. Félagið hef fengið pláss á John F. Kennedy-flugvellinum í New York. Áhugi er fyrir að fljúga til fleiri borga ef vel gengur með New York-flugið. Sala á miðum hefst núna í haust. Flugfélagið SAS flýgur einnig til New York. Þá hefur Norwegian sótt um leyfi til að fljúga til Bangkok í Taílandi. SÍMAR ERU VINSÆLIR HJÁ ÞJÓFUM Það er aldrei of varlega farið á ferðalögum. Vasaþjófar eru um allt og nota hinar ýmsu aðferðir til að nálgast þínar eigur. Sumir ganga upp að ferðamanni, hella yfir hann „óvart“ en bjóðast síðan til að þrífa eftir sig. Um leið er þjófurinn að tæma vasa. Önnur vinsæl þjófaleið er þegar nokkrir eru saman og sýna einhvers konar atriði og beina þannig athygli ferða- manns frá þjófnum sem nýtir sér tækifærið. GSM-símar eru mjög vinsælir hjá þjófum. Símaþjófnaður jókst um 43% í löndum Evrópu á síðasta ári. Ekki er ráðlagt að leggja síma eða myndavél frá sér á borð þegar matar er neytt á veitingahúsi. Ekki hengja veski á stólbak þegar sest er að snæðingi. Betra er að hafa beltistösku. Ekki hafa mikla peninga á þér í skoðunarferðum. Ekki borga lítilræði með stórum seðlum. Taktu ljósrit af passanum áður en haldið er í ferðalag. SKOÐAÐU HEIMINN Í ÞRÍVÍDD Fyrirtækið Google er þekkt fyrir nýjungar á sviði tækni. Fyrir nokkrum árum hóf það þróun á aðferð við að taka myndir af svæðum á nýstár- legan máta. Tæknin kallast Google Street View og gerir fólki kleift að ferðast um götur og stræti í tölvunni heima hjá sér eða í snjallsímanum sínum. Með nokkrum smellum getur notandinn ferðast um götur Lundúnaborgar líkt og hann sjálfur gangi þar um eða virt fyrir sér fagra náttúru sviss- nesku Alpanna. Aðferðin við að taka myndirnar er háþróuð og betrumbætt af sérfræðingum Google. Allt að 15 myndavélum sem taka myndir í 360 gráður er komið fyrir í litlu mastri sem fest er á farartæki. Myndavélarnar eru svo tengdar lítilli tölvu, GPS- tæki og þrívíddargeisla sem mælir fjarlægðir. Farartækið er ýmist bíll, hjól, bátur, handkeyrð kerra eða snjósleði. Myndunum er svo rennt í gegnum sér forrit og settar á netið þannig að fólk um allan heim geti notið þeirra. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 93 51 0 4/ 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.