Fréttablaðið - 29.09.2012, Side 47

Fréttablaðið - 29.09.2012, Side 47
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2 VÍTAMÍNBOMBA Í RÚMIÐ Komdu elskunni á óvart á laugardagsmorgni með vítamínbombu í rúmið. Brytjaðu niður exótíska ávexti í skál og berðu fram með grískri jógúrt og agave-sírópi. Toppaðu með grænum djús og þið farið hoppandi kát út í daginn. Mamma segir að ég hafi fæðst skellihlæjandi og mér finnst líf-ið alltof skemmtilegt til að sóa því í fýlu. Ég er þó kannski örlítið hress- ari í þáttunum en ég er heima í stofu,“ svarar Sigurður Helgi Hlöðversson, öðru nafni Siggi Hlö, spurður hvort hann sé alltaf í urrandi stuði. „Mitt kikk er að skemmta fólki og ég fæ seint leið á því að vera kátur í útvarpinu. Ég hef áður látið hafa eftir mér að á legstein minn verði ekki hægt að rita: „Hann dó úr leiðindum.“ Ég er hins vegar mennskur og þarf stundum að rífa mig af stað á kvöldin en þegar ég er mættur eru tilþrifin klár.“ VINSÆLASTUR AF ÖLLUM „Ég fann strax í fyrstu útsendingunni að þátturinn mundi trylla lýðinn,“ segir Siggi um vinsælasta útvarpsþátt þjóðar- innar sem hann hefur stýrt á Bylgjunni í bráðum fimm ár. „Ekkert útvarpsefni hefur meiri hlustun en Veistu hver ég var?, hvorki fréttir né talmál, og þannig hefur það verið lengi,“ upplýsir Siggi og hefur sínar skýringar á fagnandi viðtökum landsmanna. „Klukkan fjögur á laugardögum er helgin loks byrjuð á íslenskum heim- ilum og allt dottið í dúnalogn eftir ferð í Sorpu og Ikea-rúntinn. Þá kveikir fólk á útvarpinu, hittir á skellihlæjandi gaur með gargandi lið á línunni og kemst í almennilegt helgarstuð. Þátturinn mætti því verulegri þörf og allt hélst í hendur; hressi gaurinn, tónlist úr fortíðinni og hlustendur sem voru strax með á nót- unum að taka þátt í fjörinu með mér,“ útskýrir Siggi. „Það sem gleður mig mest er að nú fæ ég háa fimmu frá tvítugum ungmennum sem farnir eru að hlusta á þáttinn en fyrstu árin voru hlustendur flestir af minni kynslóð, í kringum fertugt.“ 100 PRÓSENT LÍFSGLEÐI Á níunda áratugnum segist Siggi hafa fylgt alþýðumenningu jafnaldra sinna en frá því tímabili er tónlist í þáttum hans sprottin. „Ég átti reyndar leðurjakka og þóttist vera pönkari en þorði ekki á Hlemm. Því hlustaði ég grimmt á Wham og Duran Duran í pönkgallanum og hélt að það væri kúl sem það var auðvitað alls ekki,“ viðurkennir Siggi og hlær. FÆDDIST HLÆJANDI DEYR SEINT ÚR LEIÐINDUM Gleðivaldurinn Siggi Hlö er ómissandi förunautur lífsglaðra landsmanna á laugardögum. Hann upplýsir engin leyndarmál hér. STUÐBOLTI Siggi Hlö segir skemmti- legast að tala við konur í sumarbústaðapartíum. MYND/ANTON Yoga Y o g a v i n Yoga hefst 2. okt Byrjendanámskeið hefst 3. okt Krakkayoga hefst 9. okt Ásta Arnardóttir • Yogavin, Auðbrekku 2 s: 862 6098 • www.this.is/asta • asta@this.is Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík 1.250 kr 1.350 kr HOLLT OG GOTT PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868 - www.pho.is 1.250 kr Opið: mán - föst Kl. 11 - 21 lau - sun Kl. 12 - 21 BJÓÐUM UPP Á HEIMSENDINGU 15% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM Skipholti 29b • S. 551 0770 Opið laugardag 11-15 Auðbrekku 2, 200 Kópavogur Vefsíða: maggy.is - Upplýsingar í síma 821 7482 Yogavin Yoga með Maggý Byrjar á nýjum stað með: meðgöngujóga mömmujóga og rólegt morgunjóga. Kennsla hefst 1. október samkvæmt stundaskrá. LOSAÐ UM MÁLBEINIÐ „Fólki þykir hins vegar skemmti- legra að hringja þegar það er búið að fá sér einn og ég upplýsi engin leyndarmál þegar ég segi að þjóðin sé búin að fá sér í glas um miðjan dag á laugardög- um.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.