Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 64
29. september 2012 LAUGARDAGUR Forstöðumaður Höfuðborgarstofu Menningar- og ferðamálasvið Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Höfuðborgarstofu. Höfuðborgarstofa ber ábyrgð á heildarkynningu Reykjavíkur á sviði ferðamála innanlands og utan. Stofnunin vinnur að því að skilgreina sóknarfæri og styrkleika Reykjavíkur á sviði ferðamála, m.a. með samþættingu nýsköpunar og vöruþróunar, markaðssetningar og viðburða í samræmi við Ferðamálastefnu Reykjavíkur. Höfuðborgarstofa rekur öfluga upplýsingamiðlun fyrir ferðamenn í Reykjavík og sér um framkvæmd á skilgreindum borgarhátíðum ásamt samráði og ráðgjöf við skipuleggjendur annarra viðburða. Ábyrgðarsvið forstöðumanns: • Ber ábyrgð á stjórnun, rekstri og stjórnsýslu stofn- unarinnar. • Undir verksvið heyra fjármál, starfsmannamál og framkvæmd ákvarðana menningar- og ferða- málaráðs og borgaryfirvalda sem að Höfuðborgar- stofu snúa. • Forstöðumaður skipuleggur þjónustu stofnunarinnar og leiðir aðra faglega starfsemi hennar. Starfið krefst: • Háskólamenntunar sem nýtist í starfi. Framhalds- menntun æskileg. • A.m.k. 3 ára stjórnunarreynslu. • Leiðtogahæfileika, hugmyndaauðgi og skipulags- hæfni. • Haldbærrar reynslu af áætlanagerð, fjármála- og verkefnisstjórnun. • Víðtækrar þekkingar og reynslu á vettvangi ferða- og kynningarmála. • Þekkingu og reynslu á sviði viðburðastjórnunar. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulundar. • Mikillar hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. • Mjög góðrar tungumálakunnáttu. Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs sem fer með framkvæmd menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg. Sviðinu tilheyra auk Höfuðborgarstofu, menningarstofnanir Reykjavíkurborgar, Borgarbóksafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur, Minjasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Launakjör eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og reglum um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir: svanhildur.konradsdottir@reykjavik.is auk þess sem vakin er sérstök athygli á markmiðum starfs- manna- og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem er að finna á www.rvk.is. Umsóknarfrestur er til og með 14. október nk. Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Til hvers að auglýsa ? Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma í úrvinnslu innsendra umsókna. Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni. Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum. STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031 stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is. Með starf fyrir þig Starfsemi STRÁ ehf. býr að aldarfjórðungs reynslu og þekkingu á sviði starfs- manna- og ráðningarmála en stofan hefur unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins um árabil. Rík áhersla er lögð á trúnað varðandi vörslu gagna og upplýsinga bæði gagnvart umsækjendum, sem og vinnuveitendum. Ánægðir viðskiptavinir til margra ára hafa notið þjónustu STRÁ, en stofan hefur jafnframt umsjón með ráðningum í sérfræði- og stjórnunarstöður. www.stra.is Viðhald véla og fl. Gæðabakstur óskar eftir vélvirkja/vélstjóra eða laghentum manni til viðgerðarstarfa Þarf að hafa innsýni í iðnaðarstýringar og góða suðukunnáttu. Hæfniskröfur: Skipulagshæfni, fumkvæðni, vandvirkni, hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og vinnugleði Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda til villi@gaedabakstur.is BLÓMASKREYTIR Stekkjarbakka 4-6 | 109 Reykjavík | s:540-3300 Viltu starfa í skapandi umhverfi í góðum hóp og liggur fyrir þér að vinna með blóm? Garðheimar leita að starfsfólki í blómabúð, faglærðu sem og fólki með reynslu af sambærilegum störfum. Starfið felur í sér að búa til blómvendi og skreytingar, sinna innpökkunum og almennri afgreiðslu auk framsetningu á vörum. Um framtíðarstarf er að ræða, bæði er í boði fullt starf og hlutastarf. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Kristínu H. Gísladóttur aðstoðar framkvæmdarstjóra í síma 540-3300 eða sendið tölvupóst á netfangið: kristinhg@gardheimar.is American Style er starfrækt á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum ráða öflugan veitingastjóra í dagvinnu til að sjá um rekstur American Style við Tryggvagötu. Starfslýsing: Veitingastjóri leiðir allt daglegt starf, ber ábyrgð á starfsfólki og sér um allan rekstur. Kröfur: Stúdentspróf eða iðnmenntun. Sjálfstæði og metnaður, öguð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af svipuðu starfi og/eða af heimilisstörfum er kostur. Umsækjandi þarf að vera 30 ára eða eldri og í góðu líkamlegu formi. Nánari upplýsingar veitir Herwig Syen á hs@foodco.is. VEITINGASTJÓRI www.kopavogur.is KÓPAVOGSBÆR Molinn – ungmennahús Molinn óskar eftir frístundaleiðbeinanda í 50% hlutastarf. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á www.molinn.is og á vef bæjarins www.kopavogur.is Umsóknarfrestur er til og með 7. október 2012. Upplýsingar gefur Andri Lefever í síma 840-2609 og á netfanginu andri@molinn.is Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.