Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2012, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 29.09.2012, Qupperneq 80
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Hervör Alma Árnadóttir, lektor í félags-ráðgjafardeild Háskóla Íslands, hefur haft íbúðaskipti við fólk hér og þar um heiminn. „Við fjölskyldan gerðum þetta fyrst fyrir rúmum tíu árum og höfum gert þetta nánast árlega alveg síðan. Ég heyrði af þessum möguleika í gegnum bróður minn og fannst þetta mikið ævintýri,“ segir Her- vör. Út að leika í hverfinu „Með þessum íbúðaskiptum höfum við komist á staði sem við hefðum ekki ann- ars komist á og kynnst fólki sem við hefðum aldrei kynnst. Við höfum komist nær þeim anda sem ríkir í hverju samfélagi fyrir sig og börnunum finnst þetta miklu skemmtilegra heldur en að húka inni á hótelherbergi. Þau kynnast krökkunum í hverfinu og geta farið út í fótbolta að leika sér.“ Bjuggu í félagsmiðstöð Fjölskylda Hervarar hefur gist í heimahús- um meðal annars á Spáni, í Frakklandi og í Kanada. „Sjö vikna ferð sem við fórum í til Kanada fyrir nokkrum árum stendur alveg upp úr. Þá höfðum við íbúðaskipti við hjón sem heita Fred og Ruth og búa um hundr- að kílómetra norðan við Toronto. Þegar við komum þangað tók vinafólk þeirra á móti okkur og sýndi okkur húsið þeirra og vildi koma okkur inn í líf þeirra. Það kom svo í ljós að við áttum að taka við hlutverki þeirra á meðan þau væru í burtu og það var alls ekki lítið hlutverkið sem þau gegndu í vinahópnum,“ segir Hervör og hlær. „Hús þeirra Ruthar og Freds var nokkurs konar félagsmiðstöð hverfisins. Á fimmtudags- kvöldum kom fullt af fólki heim til þeirra að spila blak en það var blakvöllur úti í garði. Allt þetta fólk vafði okkur ást og umhyggju og þetta var alveg frábært. Á sunnudögum hittust svo allir á kaffihúsi í bænum og fóru saman í hjóla túr og fengu sér svo að borða á eftir. Það var svo gaman hvað allir voru velkomnir og allir fengu að vera með sama hvort það voru börn eða fullorðnir. Það var aldrei nein áhersla á að vera fyrstur að hjóla eða að vinna blakleikinn, allir skemmtu sér bara saman.“ Heimboð til ókunnugra Hervör segir eitt af því sem sé skemmti- legt við að ferðast á þennan máta vera að þá séu þau yfirleitt einu ferðamennirnir á því svæði sem þau búa á og veki athygli út af því. „Okkur var til dæmis boðið heim í mat til fólks sem við hittum í bíói í Kanada og byrjaði að spjalla við okkur. Við fórum svo með þeim út í garð að spila amerískan fót- bolta og þá áttu allir að vera með, líka gamla konan á fimmtugsaldrinum,“ segir Hervör og brosir því hún átti við sjálfa sig í þessu samhengi. Vinir hittast meira Hún segir það hafa verið gaman að sjá hvað fólk ræktaði vinasamböndin þarna úti. „Fólk hittist með fjölskyldurnar en lokaði sig ekki af með fjölskyldunni sinni eins og oft tíðk- ast hér heima. Við höldum enn tengslum við þetta vinafólk þeirra Freds og Ruthar og eftir þessa ferð reynum við að koma fólkinu sem kemur og gistir í húsinu okkar í samband við vini okkar hér heima til að það upplifi þessi nánu tengsl við landið og fólkið eins og við gerðum. Systkini mín hafa öll stundað íbúðaskipti og þau hafa samband við fólkið sem gistir hjá okkur á meðan við erum úti.“ Ótvíræðir kostir Kostir þess að hafa íbúðaskipti eru ótvíræð- ir að mati Hervarar. Þannig kynnist maður nýjum stöðum og nýju fólki og svo er þessi ferðamáti ódýrari. Hún segist ekki vera neitt stressuð yfir því að lána húsið sitt ókunnugu fólki. „Áður en lagt er í ferðalagið höfum við verið í tölvusamskiptum við tilvonandi gesti okkar. Hingað til höfum við til dæmis alltaf komið heim í hreinna hús en við fórum frá þannig að þetta hefur aldrei verið neitt mál hjá okkur.“ Fjölskyldan ætlar að halda áfram að hafa íbúðaskipti og hefur velt fyrir sér að fara um páska eða yfir langa helgi en hún hefur hingað til aðeins gert þetta á sumrin. „Við mælum algjörlega með þessum ferða- máta,“ segir Hervör. Tóku við hlutverki gestgjafa Hervör Alma Árnadóttir og fjölskylda láta vel af þeim ferðamáta að hafa íbúðaskipti. Þannig hafa þau kynnst fólki og stöðum sem þau hefðu ekki annars kynnst. Hún hefur ekki áhyggjur af því að lána sína íbúð enda hefur það gefist mjög vel hingað til. Hervör prófaði að hafa íbúðaskipti í fyrsta sinn fyrir rúmum tíu árum fyrst og fremst af ævintýraþrá. MYND/ANTON Hér er hluti hópsins sem hittist á sunnudögum til að fara í hjólatúra saman. MYND/ÚR EINKASAFNI 10 Ertu á leiðinni til útlanda? Pantaðu ódýra bílaleigubílinn hér heima í síma 562 6060 eða á budget.is og gerðu ferðina dýrmætari. www.budget.is Dýrmæt ferð Ódýrbílaleigubíll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.