Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 100

Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 100
29. september 2012 LAUGARDAGUR56 Bækur ★★★ ★★ Eldhús ömmu Rún Sigmundur Ernir Rúnarsson Uppheimar Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur nú gefið út níu ljóðabækur. Sú fyrsta, Kringumstæð- ur, kom út þegar hann var innan við tvítugt, en síðan hefur mislangt liðið á milli bóka. Á bókarkápu stendur að titillinn á Eldhúsi ömmu Rún sé ekki í eignarfalli af virðingu við ömmur höfundarins, þær Sigrúnu og Guð- rúnu. Sennilega þýðir það að Sigmundur vilji leyfa konum að eiga sig sjálfar og er það vel. Afar koma líka mikið við sögu í ljóðunum, en það breytir ekki því að eldhúsin voru yfir- ráðasvæði kvenna, enda voru þær „húsmæð- ur af sígildum skóla tryggðar og trúar“ . Og jú, titillinn gefur góða hugmynd um efni bókarinnar. Flest ljóðin eru bernskuminning- ar úr eldhúsum, þar sem matarlegt öryggi ríkir og amma og afi eru þar til staðar fyrir drenginn sinn. Líklega geta flestir lesendur mátað sínar minningar við ljóðin og a.m.k. gat þessi lesandi hér fundið hlýjuna úr eldhúsi sinnar eigin ömmu. Ég gruflaði í áferð fingranna á meðan hún stagaði í sokka, dag eftir dag. Hennar voru lúðir, en mínir sléttir einsog nýskrældar kart- öflur úr köldu geymslunni undir brún. Yfir hægum rómi útvarpssögunnar átum við saman sveskjur úr sinnepslitaða tinbauknum á meðan sokkarnir fengu meina sinna bót. (35) Ástin og indæl fortíðarþráin skína alls staðar í gegn. Enn fremur eru mörg ljóðanna spaugileg og skemmta: Ef það var grautur í hádegis- matinn hafði afi þann sið að taka út úr sér tennurnar. Báða gómana geymdi hann í glasi á borðinu, en sötraði svo vellinginn með innföllnum vörunum. Amma hafði af þessu ama, en sagði aldrei orð. Og sjálfum fannst mér það aldrei sérstaklega matarlegt að sjá brosið í glasinu. (36) Orðanotkun er æði fornleg og á köflum eilítil tilgerð í stílnum, þó ekki sé það stór galli á verkinu. Til dæmis er talað um ljóra, verelsi, grýtur og bolsíur – og fáeinum orðum þurfti ég að fletta upp. Þetta skýrist vitaskuld af því að ömmurn- ar sem fjallað er um voru fæddar um aldamótin 1900 og tungutak þeirra hefur augljóslega haft mótandi áhrif á höfundinn og ljóðin. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Falleg ljóð, skrifuð af ljúfri for- tíðarþrá og augljósri væntumþykju höfundar í garð þeirra sem fjallað er um. Sælan í eldhúsinu hjá ömmu Bandalag þýðenda og túlka (ÞOT) heldur alþjóðadag þýðenda hátíð- legan á sunnudag með málþingi um þýðingar á barnabókum. Þrír mætir barnabókavinir halda erindi: Þorleifur Hauksson ræðir Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren og tæpir á sérkennum hennar miðað við aðrar bækur höfundar. Að auki verður vikið að vettvangi barna- bóka á Íslandi á áttunda áratug liðinnar aldar þegar sagan kom út í íslenskri þýðingu. Í erindinu Pippí langstrumpur og Haraldur Potsson veltir Brynhildur Björns- dóttir því fyrir sér hvers vegna sum nöfn eru þýdd og önnur ekki í barnabókum. Þórarinn Leifsson, fjallar um Ole Lund Kirkegaard, höfund Gúmmí Tarsans, Góða dátann Svejk og Nonnabækurnar. Málþingið er haldið á efri hæð- inni í Iðnó frá klukkan 15 til 17. Aðgangur er ókeypis og eru allir unnendur góðra bóka og þýðinga hvattir til að mæta. Þýddar barnabækur í öndvegi LÍNA EÐA PIPPA? Brynhildur Björnsdóttir spyr hvers vegna sum nöfn eru þýdd í barnabókum en önnur ekki. KAUPTU FJÓRAR & FÁÐU SEX FERNUR NÝTT! NÚ FÆST HLEÐSLA LÍKA MEÐ SÚKKULAÐIBRAGÐI. HOLL OG UPPBYGGILEG NÆRING EFTIR GÓÐA ÆFINGU. HENTAR VEL FÓLKI MEÐ MJÓLKURÓÞOL. Stórsveit Reykjavíkur heldur tón- leika ásamt sænska píanóleikar- anum Lars Jansson í Kaldalóns- sal Hörpu á sunnudag klukkan 16. Jansson, sem er í hópi fremstu djasstónlistarmanna Svía, stýrir sveitinni í heilli dagskrá eigin verka, auk þess að leika á píanó. Þetta verða aðrir tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu eftir að hún flutti inn í húsið en hún lék tónlist Glenn Gould fyrir fullum Eldborgarsal á Jazzhátíð Reykjavíkur á dögunum. Almennt miðaverð á tónleikana er 2.500 krónur en afsláttur er fyrir nemendur og eldri borgara. Stórsveitin og Lars Jansson STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.