Fréttablaðið - 29.09.2012, Side 106

Fréttablaðið - 29.09.2012, Side 106
29. september 2012 LAUGARDAGUR62 Astralterta, þrjátíu ára afmælis- útgáfa plötunnar Með allt á hreinu, kemur út 4. október í veglegum umbúðum. Fyrsta upplag útgáfunnar verð- ur þrefalt. Þar verður upphaflega platan endurhljóðblönduð, sextán laga aukaplata með lögunum sem heyrðust lítið og jafnvel ekkert í myndinni og svo kvikmyndin vin- sæla Með allt á hreinu í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. 36 blaðsíðna bæklingur fylgir með útgáfunni með öllum lagatext- unum og fróðleiksmolum um hvert einasta lag. Meðal áhugaverðra laga á aukaplötunni er prufuupp- taka af Úti í Eyjum, upphaflega upptakan af Taktu til við að tvista sem var ekki notuð í myndinni, og Hjalti hörkutól eftir Jakob Frímann Magnússon sem var ekki heldur notað. „Við erum búnir að spá í það í mörg ár að gera þetta. Núna var það ákveðið í tilefni þess að Stuðmenn eru að koma saman og fagna þessu afmæli með tónleikum í Hörpunni,“ segir Höskuldur Höskuldsson hjá útgáfunni Senu. „Það er vandað vel til verka enda erum við búnir að liggja yfir þessu í allt sumar.“ Upphaflega platan hefur selst í hátt í tuttugu þúsund eintökum síðan hún kom út 15. desember 1982. Meðal þekktustu laga henn- ar eru Íslenskir karlmenn, Ekkert mál, Ástardúett og Slá í gegn. -fb Þreföld afmælis- útgáfa kemur út MEÐ ALLT Á HREINU Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson úr myndinni Með allt á hreinu. Leikkonan geðþekka Tori Spell- ing er nú komin heim af spítal- anum eftir að hafa eignast sitt fjórða barn, og það á aðeins fimm árum. Drengurinn, Finn Davey, var tekinn með keisaraskurði þann 30. ágúst og hefur þurft að dveljast á sjúkrahúsi síðan. Spelling er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Donna í ung- lingasápunni Beverly Hills og fyrir að vera dóttir framleiðand- ans Aarons Spelling. Hún giftist Dean McDermott árið 2006 og á börnin fjögur með honum. Elst er það sonurinn Liam Aaron 5 ára, svo dæturnar Stella Doreen 4 ára og Hattie Margaret sem verður 1 árs í október og nú loks litli Finn Davey. Komin heim FJÖGUR BÖRN Tori Spelling er búin að eignast fjögur börn á fimm árum. Tímaflakk hefur lengi verið mönnum hugleikið í afþrey- ingariðnaðinum enda felur það í sér marga spennandi möguleika. Nýjasta dæmið er hasarmyndin Looper. Fréttablaðið kynnti sér nokkur vinsæl ferðalög um tíma og rúm. Time Bandits (1981) Ellefu ára strákur ferðast aftur í tímann með hópi dverga í leit að fjársjóði. Á áframhaldandi tíma- flakki sínu hitta þeir sögufræg- ar persónur á borð við Napóleon og Hróa hött. Leikstjóri þessarar ævintýramyndar var Terry Gilli- am úr Monty Python-hópnum og á meðal leikara voru Sean Connery og John Cleese. Back to the Future (1985) Marty McFly ferðast fyrir mis- tök þrjátíu ár aftur í tímann í tímavél sem vinur hans, klikk- aði vísindamaðurinn Emmett Brown, hefur búið til úr DeLo- rean-bíl. Vinsælasta tímaflakks- mynd allra tíma sem gat af sér tvær framhaldsmyndir þar sem McFly fór fram í tímann og svo aftur til villta vestursins. Bill & Ted´s Excellent Adventure (1989) Tveir vitgrannir menntaskóla- nemar ferðast aftur í tímann í símaklefa til að geta náð sagn- fræðiprófi. Framtíð heimsins liggur undir, hvorki meira né minna. Þeir hitta ýmsar frægar sögupersónur á ferðalagi sínu um tímann. Framhaldsmyndin Bill & Ted´s Bogus Journey kom út tveimur árum síðar. 12 Monkeys (1995) Dæmdur glæpamaður situr í fangelsi í framtíðinni eftir mikil ragnarök sem urðu eftir að ban- vænn vírus gekk yfir jörðina. Hann er sendur aftur í tímann til komast að uppruna vírussins, fyrst til ársins 1990 og svo til 1996, auk þess sem hann skýtur upp kollinum í síðari heimsstyrj- öldinni. Rétt eins og í Time Ban- dits var Terry Gilliam leikstjóri. The Time Traveller´s Wife (2009) Byggð á samnefndri bók eftir bandaríska rithöfundinn Aud- rey Niffenegger. Ástarsaga sem fjallar um mann með galla í genamengi sínu sem veldur því að hann ferðast fram og aftur um tímann án þess að ráða við það. Eigin- konan hans á vitaskuld erf- itt með að átta sig á þessum ósköpum. Tímaflakk í sjónvarpi Quantum Leap (1989-1993) Í þessari vinsælu sjónvarps- þáttaröð lék Scott Bakula eðlisfræðiprófessorinn Sam Beckett sem „týnist“ eftir tímaflakkstilraun. Hann flakkar um tímann og fer inn í líkama fólks. Verkefni hans er að lagfæra einhvern atburð sem aflaga hefur farið. Doctor Who (1963 - ?) Ótrúlega langlíf sjónvarpsþátta- röð um geimveruna The Doctor sem er með tvö hjörtu og ferðast um tíma og rúm í tímavél. Vélin lítur út eins og blár símaklefi sem breskir lögreglumenn not- uðu á árum áður. Þættirnir eru fyrir löngu orðnir samgrónir breskri dægurmenningu. FERÐAST UM TÍMA OG RÚM TIME BANDITS Dvergar í leit að fjársjóði klikka sjaldan og alls ekki í þessari mynd frá 1981. 12 MONKEYS Bruce Willis er iðinn við tímaflakkið. DOCTOR WHO Er fyrir löngu orðinn samgróinn breskri dægur- menningu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.