Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 110
29. september 2012 LAUGARDAGUR66 sport@frettabladid.is STJÖRNUMENN geta jafnað 30 ára met KR-inga í dag með því að gera jafntefli við Breiðablik en það yrði ellefta jafntefli Garðbæinga í sumar. KR-ingar gerðu 11 jafntefli í 18 leikjum sumarið 1982 og náðu þriðja sætinu þrátt fyrir að skora aðeins 15 mörk. Árið eftir gerðu KR-ingar 10 jafntefli og því hafði ekkert lið náð þar til að Stjörnumenn gerðu sitt tíunda jafntefli fyrr í sumar. Stjörnumenn hafa jafnað sex sinnum í þessum leikjum en mótherjarnir fjórum sinnum. FÓTBOLTI Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea mætast í hádegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og er leiksins eins og ávallt beðið af mikilli eftirvæntingu. Augu flestra munu þó vafalaust beinast að John Terry, fyrirliða Chelsea, sem í fyrradag var dæmdur í fjög- urra leikja bann fyrir kynþáttan- íð gagnvart Anton Ferdinand, leik- manni QPR. Terry er þó enn að íhuga hvort hann eigi að áfrýja dómnum og hefur hann tvær vikur til þess. Af þeim sökum er refsingu frestað þar til niðurstaða fæst í áfrýjun- arferlið. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að Terry spili á morg- un og segja forráðamenn Chelsea það enga fyrirstöðu þó svo að hann hafi ekki æft mikið í vikunni. „Ég hef engar áhyggjur af John,“ sagði Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea. „Hann er fagmaður og býr yfir eins mikilli reynslu og mögulegt er. Þetta mál hefur tekið langan tíma og það eina sem við getum gert er að bíða og sjá til. En hann er gjaldgengur fyrir þennan leik og hefur ekkert breyst okkar megin,“ bætti hann við. Sjö aðrir leikir eru á dagskrá í dag og hefjast sex þeirra klukk- an 14. Liverpool fer í heimsókn til Norwich og Englandsmeistarar Manchester City sækja Fulham heim. City-menn hafa tapað nokkr- um stigum í upphafi tímabilsins og hafa enn ekki náð að halda marki sínu hreinu til þessa. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta sigri tímabilsins en það sama á reyndar við um lið Nor- wich. „Jafntefli væri ekki nógu góð úrslit gegn Norwich. Því leng- ur sem við þurfum að bíða eftir fyrsta sigrinum því erfiðara verð- ur það,“ sagði Steven Gerrard. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Tottenham mæta svo Manc- hester United á Old Trafford. Tot- tenham hefur ekki gengið vel á þessum velli síðustu ár og ekki unnið þar síðan 1989. - esá Átta leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag: Lundúnaslagur í skugga dóms Leikir dagsins Laugardagur: 11.45 Arsenal - Chelsea Sport 2 14.00 Everton - Southampton 14.00 Fulham - Manchester City 14.00 Norwich - Liverpool 14.00 Reading - Newcastle 14.00 Stoke - Swansea 14.00 Sunderland - Wigan 16.30 Man. Utd. - Tottenham Sport 2 Sunnudagur: 15.00 Aston Villa - West Brom Sport 2 TERRY Spilar í dag þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann í vikunni. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram í dag en allir sex leikirnir hefjast klukkan 14. Tit- ilbarátta deildarinnar er búin og þar sem mesta spennan er farin úr botnbaráttunni má búast við því að augu flestra beinist að Kópa- vogsvellinum í dag. Þar eigast við Breiðablik og Stjarnan í hreinum úrslitaleik um þriðja sæti deild- arinnar og þar með þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildar UEFA að ári. Stjarnan stendur betur að vígi og dugir jafntefli í dag til að halda þriðja sætinu. Blikar eru þó á heimavelli og hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. „Maður er í þessu fyrir stóru leikina og þetta er stór leikur fyrir liðið okkar og tímabilið allt,“ sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. „Ég hefði þegið þriðja sætið fyrir tímabilið enda var það alltaf mark- mið okkar að tryggja okkur þetta Evrópusæti.“ Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson tekur í svipaðan streng. „Það er erfitt að bíða eftir svona leik. Við höfum stefnt að þessu í allt sumar og nú erum við í góðum séns. Nú verðum við bara að sýna hvort við séum karlmenn eða ekki.“ Lærðum mikið af síðasta sumri Blikar voru lengi í gang í vor en hafa verið að vinna sig upp töfl- una jafnt og þétt í síðari umferð- inni. „Deildin hefur verið nokkuð skrítin í sumar enda stutt í bæði topp- og botnbaráttuna. Við höfum þó verið á ágætu skriði og megum vera ánægðir með að hafa komið okkur í þessa stöðu,“ segir Finnur Orri og bætir við að tímabilið í ár hafi verið jákvætt. „Við lærðum mikið af síðasta sumri og tímabilið í ár hefur verið allt öðruvísi og mun skemmti- legra.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað þremur leikjum í allt sumar – jafn mörgum og Íslandsmeistarar FH. Vandinn er hins vegar sá að Garðbæingar hafa gert tíu jafnt- efli í leikjunum sínum 21 til þessa. „Þetta er auðvitað ótrúlegur árangur en ef við klárum þennan leik [í dag] þá verðum við ekkert að velta þessu fyrir okkur frekar,“ segir Halldór Orri og bætir við að hans menn séu ekki að stefna á ell- efta jafnteflið í sumar – þó svo að það myndi duga til að tryggja Evr- ópusætið. „Ég stefni á sigur á þessum leik enda vitum við allir, leikmenn og þjálfarar, að ef við förum að reyna að verja jafntefli í 90 mínútur endar það bara illa,“ segir Daníel. Slæmar minningar frá Kópavogi Karlalið Stjörnunnar hefur aldrei komist í Evrópukeppni en liðið komst nálægt því í fyrra. Þá tap- aði liðið fyrir Breiðabliki í loka- umferðinni – á sama velli og liðin mætast í dag. Þeim leik lauk með 4-3 sigri Blika þar sem Guðmund- ur Pétursson tryggði sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. „Það sveið mikið að hafa tapað þeim leik og við viljum ekki upp- lifa þá tilfinningu aftur. Fæstir okkar hafa prófað að spila í Evr- ópukeppni og við erum fyrst og fremst að hugsa um að komast þangað.“ Þess má geta að þetta er þriðja árið í röð sem þessi lið mætast í lokaumferðinni. Árið 2010 varð Breiðablik Íslandsmeistari eftir að liðin gerðu jafntefli á Stjörnu- velli í Garðabæ. eirikur@frettabladid.is Glapræði að verja jafntefli Breiðablik og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fari í for- keppni Evrópudeildar UEFA að ári. Bæði lið hafa stefnt að því markmiði að ná Evrópusæti í allt sumar. Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram í dag. MIKIÐ UNDIR Grannliðin Stjarnan og Breiðablik eigast við í hreinum úrslitaleik um þriðja sæti Pepsi-deildar karla í dag. Evrópusæti er að veði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SÓLAR í sólarhring! Hefst á mánudaginn kl. 12:00! KANARÍ OG TENERIFE Á FRÁBÆRU VERÐI! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? LAMPAÚRVAL Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum 2.590Rym. grind 4x1 með perum 7.99 8W 0 T8 62x60x8 cm m með peru Ryco LCB-T5003 T5 lampi 13W með 1,8 m snúru 59 c co LDL-MD418A lampi Ryco LDL-MD236A lampi m.grind 2x36w T8 122x30x7,5cm með perum 6.990 Ryco LCL-M1036 T8/ 13 la p 36W 122 cm G m i með peru 2.490 með perumRyco lampi hvítur spegill 2x36W 4 690. 2 T8 lampi L-MRyco LC cm IP30 13 2x36W 1 ummeð per 9097. GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, komst í gær áfram á annað stig í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Hann tók þá þátt í keppni á fyrsta stigi sem fram fór á Ítalíu. Birgir Leifur endaði í 23. sæti á mótinu en 26 kylfingar komust áfram. Það mátti því ekki mikið tæpara standa. Skagamaðurinn lék á 72 höggum í gær, eða á pari vall- arins, og hann lék hringina fjóra á samanlagt tveim höggum undir pari. Tveir fuglar komu í hús í gær og einn tvöfaldur skolli. Næsta stig úrtökumótsins fer fram 7. til 10. nóvember næst- komandi. Í millitíðinni mun Birg- ir Leifur taka þátt í úrtökumóti fyrir PGA-mótaröðina en það mót fer fram um miðjan október. Birgir Leifur vann sér þátttöku- rétt á Evrópumótaröðinni árið 2007 og er enn eini karlkylfing- urinn sem hefur náð þeim merka áfanga. - hbg Birgir Leifur reynir að komast á Evrópumótaröðina: Birgir Leifur skrefi nær Evrópumótaröðinni SLAPP Fyrsta úrtökumótið er alltaf erfitt en Birgir Leifur náði að klára verkefnið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.