Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 30
Moðbingur
Moðbingur var moðhaus,
meinlítið grey.
Í útihúsin álpaðist
og át allt bóndans hey.
Í súrhey var hann sólginn
og sótti stíft í það.
Fannst að auki fásinna
að fara ber í bað.
Gleymdu jólasveinarnir
Vísdómsrit Baggalúts eru nýjasta afurð hins spriklandi fjöruga og fjölbreytta menningarfyrir-
tækis sem kallast Baggalútur. Þegar eru komnar út tvær bækur í ritröðinni; Riddararaddir, sem
inniheldur 33 samhverfur, orð og setningar sem hægt er að lesa afturábak og áfram, og svo
Týndu jólasveinarnir: Yfirlitsrit um 24 íslenska jólasveina sem eru miklu minna þekktir en þeir
þrettán sem sækja Íslendinga heim á aðventunni.
B ragi Valdimar Skúlason, ritstjóri vísdóms-ritanna, segir nöfn allra jólasveinanna, sem eru af báðum kynjum, fyrirfinnist í gömlum
jólasveinaþulum og heimildum. „Mín kenning er því
sú að Jóhannes úr Kötlum hafi bara ekki nennt að
skrifa um fleiri jólasveina en þessa þrettán,“ segir
Bragi. Hann bætir við að í bókinni sé gengið út frá því
að sveinarnir í bókinni séu synir Grýlu og Bola, fyrri
eiginmanns hennar. Bókin um týndu jólasveinana
minnir á ýmsan hátt á hið sígilda kver Jóhannesar úr
Kötlum en hverjum sveini fylgir vísukorn og mynd
en Bobby Breiðholt sér um myndskreytingarnar.
Þess má einnig geta að þar sem svo heppilega vill til
að jólasveinarnir í bókinni eru 24 talsins þá verða þeir
lesnir upp sem jóladagatal á Rás 2 frá og með fyrsta
desember.
Froðusleikir
Ef Froðusleikir flösku
á förnum vegi sá,
kláravín sem kampa-
hann kneyfaði þá.
Hann slæptist um á ölkrám
uns áfengið þraut,
þá höstlaði hann hóruskinn
og hélt með þær á braut.
Reykjarsvelgur
Ef Reykjarsvelgur rettu
í reiðileysi fann,
hvert tóbakskorn með tilþrifum
teygaði hann.
Pukrast bak við púströrin
prakkarinn sá
og bíður þess að bifreiðarnar
blási reyknum frá.
GLÆSILEGIR
KAUPAUKAR
· Vönduð On·Earz heyrnartól
· 4GB minniskort
· 2000 kr. inneign á Tónlist.is
LG Optimus Black or White
KAUPA
UKAR
· Android OS
· 1 GHz örgjörvi
· 4" skjár "Gorilla Glass"
· HD upptaka
· Ótrúlega þunnur og léttur
á ótrúlegu verði
í næstu verslun
!
LG símar
30 bækur Helgin 2.-4. desember 2011