Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 52
F oreldra-jafnrétti er hugtak sem ég held að fáir velti fyrir sér aðrir en þeir sem þekkja til eða hafa sjálfir gengið í gegnum mál fyrir dómi eða sýslumanni þar sem barist er um forsjá og/eða umgengnis- rétt yfir börnum. Staðan er nefni- lega sú í íslensku réttarkerfi í dag að það er ómögulegt að framfylgja slíku jafnrétti. Ísland hefur alltaf verið aftarlega á merinni þegar kem- ur að löggjöf á þessu sviði og við rekum alfarið lestina þegar horft er til ná- granna okkar á Norðurlöndunum. Ef tveir fullkomlega jafn hæfir og viljugir foreldrar með sambærileg tengsl við börn sín standa frammi fyrir dómara sem á að úrskurða um forsjá er hann tilneyddur til að svipta annað foreldrið forsjá til þess að geta lokið málinu. Hann hefur ekki heimild til annars. Sameiginleg forsjá Á öllum Norðurlöndunum og í raun öllum hinum vestræna heimi sem við berum okkur saman við hefur verið lögleidd heimild dómara til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá gegn vilja annars foreldris- ins. Í tíð Björns Bjarnasonar og síðar Rögnu Árnadóttur fyrrum dómsmálaráðherra varð til frum- varp til breytinga á barnalögum sem hafði að geyma mikilvægar breytingar til hins betra í þessum efnum. Þeirra á meðal var heimild dómara til að dæma foreldra í sam- eiginlega forsjá. Það frumvarp strandaði hinsvegar á leið sinni í gegnum kerfið og lítið spurðist til þess þar til nú í síðustu viku þegar núverandi innanríkisráðherra lagði frumvarpið fram með sínum áherslubreytingum og án dómara- heimildar. Heimild dómara til að dæma foreldra í sameiginlega forsjá ákvað ráðherra að fjarlægja þrátt fyrir að þrjár mismunandi nefndir sérfræðinga, Forsjárnefnd árið 2005, nefnd dómsmálaráð- herra árið 2009 og 12 manna nefnd hagsmunaaðila og sérfræðinga skipuð af Jóhönnu Sigurðardóttur þá félagsmálaráðherra árið 2008, hafi komist að þeirri niðurstöðu að færa skildi íslenska löggjöf til sam- ræmis við norræna og evrópska löggjöf og heimila dómara að dæma sameiginlega forsjá enda þjóni það hags- munum barnsins. Réttur barna Börn eiga rétt á forsjá beggja for- eldra sinna og það er sameiginleg þróun á öllum Norðurlöndunum að foreldrahlutverkinu og ábyrgð beggja foreldra sé best fyrir komið með því að viðhalda og styrkja grundvöll sameigin- legrar forsjár. Þá hefur það sýnt sig að tilvist dómara- heimildar dregur úr tíðni forsjármála enda kemur hún í veg fyrir að annar aðilinn, í flestum tilfellum móðir, gangi sigurviss inn í dómsal með- vituð um það að yfirgnæfandi líkur eru á því að henni verði dæmd forsjá barns. Sú hætta er nefnilega alltaf fyrir hendi við skilnað eða slit á sambúð að deilur foreldra vegna tilfinninga- og/eða fjármála hafi áhrif á forsjár- og umgengnikröfur vegna barna þeirra. Þá er það stað- reynd að foreldri fer oft fram á forsjá án sjáanlegra ástæðna eða að því virðist eingöngu vegna þess að það vill fara eitt með völd. Gefnar hafa verið út skýrslur sérfræðinga í Svíðþjóð 2005, í Danmörku 2006 og í Noregi 2008 um framkvæmd, tilhögun og áhrif dómaraheimildar og er skemmst frá því að segja að enginn þeirra er að íhuga að endurskoða fyrir- komulagið eða fella dómaraheim- ildina niður. Það virðist því vera svo að hver sérfræðinefndin á fætur annarri, innlend sem erlend hafi komist að þeirri niðurstöðu að réttindi barna séu best tryggð á þennan hátt og lái mér hver sem vill þegar ég varpa fram þeirri spurningu hvað vakir eiginlega fyr- ir háttvirtum innanríkisráðherra? Veit hann betur enn öll þjóðþing hins vestræna heims hvernig hags- munum barna er best borgið? Að lokum ber að árétta að þrátt fyrir að innleidd sé dómaraheimild í íslensk barnalög þýðir það ekki að dómara sé skylt að nýta hana. Mikilvægi hennar felst í því gefa dómaranum heimild til þess að dæma vægasta úrræðið ef það er barni fyrir bestu. Treystum sér- fróðum dómurum og meðdóm- endum til þess að meta málsatvik í hverju máli fyrir sig og berjumst fyrir jöfnum aðgangi barna að báðum foreldrum sínum. Unnur B. Vilhjálmsdóttir 27 ára móðir og stjúpmóðir í Garðabæ, meistaranemi í lög- fræði við Háskólann í Reykjavík og varaformaður Félags um foreldrajafnrétti. Foreldrajafnrétti Veit innanríkisráðherra betur en öll þjóðþing hins vestræna heims? arionbanki.is — 444 7000 Glæsileg gjöf fylgir Framtíðarreikningi Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir Stóra Disney Köku- & brauðbókin með*. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar *Á meðan birgðir endast 1. Veldu GeRÐ oG lenGd - 90 ÚTFÆRSluR í boÐi 2. Veldu áklÆÐi oG liT / Tau eÐa leÐuR. YFiR 2300 miSmunandi áklÆÐi oG liTiR í boÐi 3. Veldu aRma - 6 GeRÐiR í boÐi 4. Veldu FÆTuR - TRé, jáRn, kRÓm o.Fl. 90tegundirjólin sófi fyrir Nýr Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Mismunandi útfærslur og áklæði hafa áhrif á endanlegt verð. Patti verslun er húsgagnaverslun með 30 ára reynslu að baki á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, hornsófum og tungusófum nákvæmlega eftir máli og óskum hvers og eins. Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Gæðií gegnB et ri St of an H Ú S G Ö G N mílano lux nice Torino dallas Valencia Vín aspen basel lyon Roma 30ár a REY NSL A VERðdæmi – RomA 2Sæti+2tuNGuR fRá kR. 256.350 2Sæti+tuNGA fRá kR. 170.900 2Sæti+HoRN+2Sæti fRá kR. 227.900 Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. Helgin 2.-4. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.