Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 91
Svartur á leik
frumsýnd í mars
Leikstjórinn vonast eftir að klára myndina fyrir jól en tökum er ekki lokið
kvikmyndir
F yrir okkur þýðir þetta markaðs- og kynn-ingarlegar tengingar sem eru gríðarlega
mikilvægar. Það verður aukin vitund um okk-
ar verkefni,“ segir Halla Helgadóttir, fram-
kvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, um sam-
starf miðstöðvarinnar við Hönnunarmiðstöð
Finnlands í tengslum við að Helsinki hefur
verið valin hönnunarhöfuðborg heimsins árið
2012.
Halla segir að nú strax megi sjá afrakstur
samstarfsins því farandsýningin Íslensk sam-
tímahönnun var opnuð í Design Forum í Hels-
inki í gær, fimmtudaginn 1. desember. Sýning-
in hefur farið víða undanfarin tvö ár og verið
sett upp í sjö borgum. Ferðalag hennar hefur
þjónað hlutverki kynningar á gróskumikilli ís-
lenskri hönnun og í kring um hana hafa skap-
ast ótal tengingar og tækifæri fyrir íslenska
hönnuði. Auk þess hefur hún leikið lykilhlut-
verk í því að byggja upp HönnunarMars sem
alþjóðlegan hönnunarviðburð: „Finnar líta svo
á að hönnunaraugu heimsins munu beinast að
Norðurlöndunum á næsta ári og buðu okkur
til samstarfs. Þeir komu á HönnunarMars á
þessu ári og það er frágengið að næsti Hönn-
unarMars verður„gervihnattaverkefni“ hjá
Finnunum,“ segir Halla en það þýðir að hægt
verður að sjá uppákomur á HönnunarMars í
sýningarsölum í Helsinki. oskar@frettatiminn.is
Hönnunaraugu heimsins
á Norðurlöndum
hönnun SamStarF við Finna
Halla Helgadóttir,
framkvæmda-
stjóri Hönnunar-
miðstöðvar. Ljós-
mynd/Hari
Damon Younger leikur glæpamanninn Bruno sem vinnur náið með Tóta.
v ið stefnum að því að frumsýna myndina í mars en ekki er komin endanleg dagsetning,“ segir Óskar
Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar
Svartur á leik, sem gerð er eftir sam-
nefndri metsölubók Stefáns Mána.
Myndarinnar, sem skartar meðal
annars Þorvaldi Davíð Krist-
jánssyni, Jóhannesi Hauki Jó-
hannessyni, Þresti Leó Gunn-
arssyni, Damon Younger, Maríu
Birtu og Agli Gillz í veigamiklum
hlutverkum, hefur verið
beðið með mikilli
eftirvæntingu
enda sló bók
Stefáns Mána
um átök og erjur í undirheimum Reykjavíkur í
gegn þegar hún kom út árið 2004.
Óskar Þór segir að myndin sé ekki klár.
„Við erum að vinna í henni á fullu og ég geri
ráð fyrir að verða fram að jólum að vinna við
hljóð og klippingu,“ segir Óskar Þór. Síðustu
alvörutökur myndarinnar fóru fram í síðustu
viku en eftir er að taka upp „smotterí í Köben,“
eins og Óskar Þór orðar það. Ekki er þó um að
ræða senur með íslenskum leikurum heldur
tengist atriðið smygli og verður notast við
þarlenda aðila í tökunum. „Þetta er hægt og
bítandi að verða til,“ segir Óskar Þór. Búið er
að selja myndina til nokkurra landa og verður
farið með hana á kvikmyndahátíðina í Berlín í
febrúar. „Þar verður hún kynnt fleiri söluað-
ilum,“ segir Óskar Þór. oskar@frettatiminn.is
Tóti (Jóhannes Haukur Jóhannesson) og Sævar K (Egill Gillz
Einarsson) leika helmassaða glæpamenn í myndinni.
Þorvaldur
Davíð Kristjáns-
son leikur
aðalhlutverk
myndarinnar,
Stebba
Sækó.8.990,-
8.990,-
8.990,-
fyrstu hæð
Sími 511 2020 Vertu vinur á
6.990,-
8.990,-
Við erum komin
í jólaskap
92 dægurmál Helgin 2.-4. desember 2011