Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 62
 Litla ljúfa Skrímsla Huginn Þór Grétarsson 42 síður, Óðinsauga. Kvöld­ skrímslin Harðspjaldabók með myndum unnum í tölvu og texta til upplestrar fyrir ung börn (3­5) um hvernig barn gerist kvalari föður síns, grænt og hyrnt með hvassar tennur og stór augu. „Ég“ sem teiknimynda­ skrýmsli með öll völd. Athyglisverð hugmynd og ugglaust hafa ungir hugar þörf fyrir vald­ tilfinningu. Hér gefst hún. Myndir og texti vel unnar.  Gegnum glervegg- inn Ragnheiður Gestsdóttir 270 síður, Veröld. Önnur prinsessa í einangrun Gegnum glervegginn er mórölsk spennusaga um harðstjórn, þann sem lifir í heimi skjóls og vel­ ferðar en er einangraður og svo alla hina sem eru allslausir en eiga þó samstöðu. Öllu þessu er svo pakkað í atburðaríka og skýra frásögn sem rennur hratt með bráð­ lifandi persónum í birtu og skuggum, ljóslifandi í lit. Fín unglingabók og dugar vel yngri lesendum.  Komdu höldum veislu Björk Bjarkadóttir 28 síður, Mál og menning. Veisluhöld í skóginum Björk Bjarkadóttir á að baki nokkrar fallegar bækur fyrir ung börn, mest til skoðunar og upplestrar. Komdu, höldum veislu er í sama anda. Hver opna býður uppá grannskoðun og túlkun lesanda fyrir hlustanda, leturgerð, stærð texta eða efnið gerir ekki ráð fyrir lestri þess sem er að stauta. Myndskreytingar hennar eru þaulunnin listaverk opnu eftir opnu en heimta aftur á móti fulla athygli og þátttöku lesanda og hugarflug í lagi.  Agnar Smári – tilþrif í tónlistar- skólanum Halla Þórlaug Óskarsdóttir 42 síður, Salka. Litli tónlistar­ maðurinn Halla Þórlaug Óskars­ dóttir sendir frá sér myndlýst ævintýri til upplestrar fyrir krakka sem ekki eru orðnir læsir. Línur eru of langar til að það dugi í staut þótt letur sé stórt og orðaval hugsað fyrir byrjendur í lestri. Myndir eru lifandi og sagan er kynning á heimi hljóð­ færa klassískrar hljóm­ sveitar. Ágætlega unnið verk, myndir spennandi og lifandi og henta til þáttöku lesanda og áheyranda. Agnar Smári er fín hetja og kemst á leiðarenda.  Víti í Vestmanna- eyjum Gunnar Helgason 270 síður, Mál og menning. Pollamót í Eyjum Gunnar Helgason gefur út sína fyrstu skáldsögu fyrir stráka (7­12) um keppnisferð til Eyja, Þróttur er liðið. Sagan er spennandi og undirþræðirnir tveir (væntanlegt eldgos og heimilisofbeldi í Eyjum) eru snoturlega þættaðir inn í keppnina á mótinu með hugvitsamlegum ytri lýsingum, ágætlega hugsuðum sögumanni sem tekur inn texta frá öðrum í formi skop­ stælingar á lýsingum í hljóðvarpi/sjónvarpi. Persónusköpun klár og málið lifandi og eðlilegt. Fín bók fyrir stráka hef ég reynt á einum níu ára sem segir þetta spenn­ andi stöff. 62 barnabækur Helgin 2.­4. desember 2011 Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is  Eiríkur Hansson – Bernskan 118 síður, Lestu.is. Aleinn og yfirgefinn Hin sígilda saga frá Vesturheimi um Eirík Hansson er nú gefin út í fjórða sinn. Mikil örlög og nýr heimur opnast fyrir lesandanum (9­12 er ákjósanlegur aldur), vesturfarir, nýir staðir, ný tæki, landnámið og fóstur hjá írska skassinu og loks flótti út í nóttina og framtíðina. Sígild saga sem hefur farið lágt. Hún er einnig til sem rafbók og hljóðbók á Lestu.is.  Af hverju gjósa fjöll? Þorsteinn Vilhjálmsson/Jón Gunnar Þorsteinsson/Þórarinn Már Baldursson 58 síður, Mál og menning. Eldfjöll fyrir byrjendur Prýðilega hugsuð bók sem geymir spurningar og svör um eldvirkni. Umgerð vísar öll til krakka undir 12 ára aldri en mynd á forsíðu talar til enn yngri hóps. Textinn er þaulhugs­ aður en alvarlegur og algerlega laus við gamansemi sem hrekur frá, þurr og stífur. Synd því hugmyndin er góð. Teikningar eru ljósar og lifandi, upplýsingin einföld og vel fram sett en fjarri því að vera lifandi.  Forsetinn, prins- essan og höllin sem svaf Gerður Kristný 77 síður, Mál og menning. Baun og prinsessa Þriðji þáttur í skrípó­ seríu Gerðar um flón á forsetastóli og Línu langsokk í gervi norskrar prinsessu. Hröð atburðarás, skemmti­ legur sögumaður, æðislegar hugdettur og snarpir snúningar einkenna þessa sögu sem er bæði til lestrar fyrir nýlæsa (7­10) og fyrir orkufulla foreldra sem vilja fara á flug í kvöldlestri fyrir yngri krakka.  Með heiminn í vas- anum Margrét Örnólfsdóttir 314 síður, Bjartur. Gegn illsku heimsins Unglingasaga eftir Mar­ gréti Örnólfsdóttur er að verða árvisst tilhlökk­ unarefni: Sögur hennar eru spennandi, með skýrri persónusköpun og skoða samfélagið gagnrýnum og glöðum augum. Hér er sögu­ sviðið ríksmannsheimili í Reykjavík og Hong Kong, leikfangaverksmiðja í Kína og tölvuleikur í netheimum og unglingar í öllum aðalhlutverkum, bæði strákar og stelpur. Spennandi saga með fínum boðskap um ábyrgð og þátttöku fyrir lesendur á aldrinum 10­15 ára.  Dans vil ég heyra Eva María Jónsdóttir tók saman 28 síður með lausum geisla- diski, Mál og menning. Sagnadansar fyrir börn Dans vil ég heyra eru myndskreyttir fimm textar, þrír sagnadansar, einn þeirra kunn­ astur í flutningi Ríó tríós, nokkrar lausavísur og þrjár ferskeytlur. Valið er prýðilegt og myndskreytingar líka. „Eitthvað tvennt á hné“ hélt ég væri eftir Sveinbjörn Egilsson, úr lausavísusafninu voru minnst þrjár vísur sem ég ólst upp við skömmu eftir miðja síðustu öld. Þetta úrval (með geisla­ diski) er smátt meðan Einu sinni átti ég gott frá árinu 2006 er aftur fínt og ítarlegt safn. Báðar útgáfurnar byggja aftur á vinnu Andra Snæs með Árnastofnun um aldamótin. Þórarinn Eldjárn ræðst í að ein­ falda texta Hávamála og gengur vel að sníða forníslensku og koma henni í skiljanlegan búning fyrir krakka. Mestu skiptir þó að Kristín Ragna Gunnarsdóttir lýsir Hávamál af stakri snilld með glæsilegum opnum og einsíðum. Feiki­ fallegur gripur sem vonandi verður ekki óopnað eintak í hillum þiggjenda um langt skeið því efnið er ekki beinlínis á topp tíu. Mórallinn oftast gildur en margt orkar tvímælis og kallar á afstöðu lesenda. Flott verk.  Hávamál Þórarinn Eldjárn og Kristín Ragna Gunnarsdóttir 60 síður, Mál og menning. Vel sleppur margur Fimm bóka sett um sögur Biblíunnar, fallegar heilsíðu-myndskreytingar á hverri síðu. Höfðar til barna á aldrinum 5-9 ára. Sígildar barnabækur Trúfastir vinir 1-5 Pantanir og upplýsingar í síma 588-7100. Frækornið, bókaforlag Suðurhlíð 36, 105 Rvk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.