Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 10
10 fréttir Helgin 2.-4. desember 2011 Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Bókaforlög hagnast Kópavogur fær tvo milljarða að láni Kópavogsbær þarf að taka tæplega tvo milljarða að láni frá Lánasjóði íslenskra sveitafélaga. Samþykkt var í bæjarráði að fela Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra fullt umboð til að skrifa undir lánið sem er í tveimur hlutum. Annars vegar er um að ræða lán upp á 1260 milljónir en það fer í að endurfjármagna gamalt lán frá Lánasjóðnum sem er á gjalddaga nú í desember. Hitt lánið er upp á fimm milljónir evra og er það tekið til að fjár- magna framkvæmdir við leikskóla, skóla og hjúkrunarheimili. Tekjur sveitar- félagsins eru lagðar fram til tryggingar lán- unum. -óhþ S jálfstæðisflokkurinn tapaði 110 millj-ónum á síðasta ári. Samfylkingin tapaði 6,8 milljónum á síðasta ári samkvæmt útdrætti úr sam- stæðureikningi flokkana sem birtur er á vef Ríkisendur- skoðunar. Vinstri hreyfingin - grænt framboð, hinn ríkis- stjórnarflokkurinn, skilaði hins vegar hagnaði upp á 14,3 milljónir. Búið er að birta þrjá af fjórum ársreikningum fjögurra stærstu flokkanna á Alþingi á vef Ríkisendur- skoðunar jafnvel þótt lög geri ráð fyrir að stjórnmálasamtök skili inn ársreikningum til embættisins fyrir 1. október ár hvert. Eins og Fréttatím- inn greindi frá í síðustu viku hafa sjálfstæðismenn skilað inn ársreikningi til Ríkisend- urskoðunar en Framsóknar- flokkurinn hefur ekki enn skilað inn sínum reikningi. Sjálfstæðisflokkurinn tap- aði 110 milljónum.Greiðslur frá ríkinu lækkuðu um sextíu milljónir á milli ára. Staða flokksins var sterk í árslok 2009: Eigið fé var 465 millj- ónir og skuldir um 216 millj- Fimm af sex stærstu bókaforlögum landsins skiluðu hagn- aði á árinu 2010 samkvæmt ársreikningum þeirra. Þar fór fremst í flokki Forlagið, með Arnald Indriðason innan sinna raða, sem skilaði 112 milljóna króna hagnaði. Uppheimar, sem gefa meðal annars út Ævar Örn Jósepsson, Gyrði Elíasson og krimma- höfundana Jo Nesbö og Camillu Låckberg, skiluðu 9,4 milljónum í hagnað og Sögur útgáfa, hvers stjarna er Óttar M. Norðfjörð, skilaði 7,9 milljónum í hagnað. Bjartur/Veröld, með Yrsu Sigurðardóttur innanborðs, skilaði þriggja milljóna króna hagnaði og BF-útgáfa, með Gillz og Tobbu í farar- broddi, skilaði 676 þúsund króna hagnaði. Bókaútgáfan Salka tapaði hins vegar 12,3 milljónum á síðasta ári. -óhþ  FaSteignir glæSihýSi til leigu Bakkabræður leigja út lúxusvillu við Tjörnina Tjarnargata 35, sem áður hýsti hluta af skrifstofustarfsemi fjárfestinga- félagsins Exista, hefur verið auglýst til leigu. Húsið, sem stendur við Tjörnina og er eitt það allra glæsileg- asta í miðbænum, er 396 fermetrar að stærð og var byggt árið 1913. Það hefur nánast verið endurnýjað frá grunni með vönduðum innréttingum og tækjum. Húsið er í eigu félags- ins Tjarnargötu 35 ehf. Það félag er í eigu Korks ehf sem er svo aftur í eigu GT One Trust og GT Two Trust. Eftir því sem næst verður komist er GT One Trust, hvers varnarþing er í Bretlandi, í eigu Lýðs Guð- mundssonar en GT Two Trust í eigu bróður hans Ágústs. Þeir bræður voru stærstu hluthafar Existu áður en kröfuhafar tóku félagið yfir árið 2009. Ekki ætti að væsa um væntanlega leigjendur á Tjarnargötunni en sam- kvæmt upplýsingum Fréttatímans er vínkjallari af flottustu gerð á neðstu hæð og þykir húsið henta sérstak- lega vel undir hvers kyns móttökur. Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður ætla að leigja út Tjarnargötu 35. Ljósmyndir/Hari  Stjórnmál Fjármál StjórnmálaFlokka Sjálfstæðisflokkur tapar 110 milljónum ónir og jukust um 139 milljónir á milli ára. Tap Samfylkingarinnar á síðasta ári er þriðja árið af síðustu fjórum sem flokkurinn er rekinn með tapi. Árið 2009 var 27,4 milljóna króna tap á rekstri Samfylkingarinnar, 58,5 milljóna króna hagnaður varð árið 2008 en tapið árið 2007 nam 89,7 milljónir. Eigið fé var í árslok 2010 23,6 millj- ónir en skuldir námu um 110 milljónum. Staða Vinstri grænna er eilítið verri. Flokkurinn hefur verið rekinn með hagnaði þrjú af síðustu fjórum árum. Árið 2009 var 38,6 milljóna króna tap. Skuldir voru 103 milljónir í árslok 2010 og eigið fé hans var neikvætt um 39 milljónir. Staða Framsóknar er verst. Flokkurinn hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2010 en tapaði samtals 158,9 milljónum á þremur árum þar á undan. Skuldirnar námu í árslok 2009 um 252 milljón- um og eigið fé var neikvætt um 118 milljónir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin skiluðu tapi á síðasta ári, Vinstri hreyfingin - grænt framboð skilaði hagnaði en er með neikvætt eigið fé líkt og Framsóknarflokkurinn. Jói Fel með 12 millur í hagnað Bakaranum landsþekkta Jóhannesi Felixsyni, betur þekkt- ur sem Jói Fel, gekk allt í haginn á árinu 2010. Félag hans, Hjá Jóa Fel – brauð og kökulist ehf, skilaði rétt rúmlega tólf milljóna króna hagnaði á árinu og stendur sterkt í árslok 2010. Eigið fé þess er 48 milljónir og gat sjónvarpsstjarn- an greitt sér þriggja milljóna króna arð á árinu. -óhþ Guðrún Páldóttir G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.