Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 12
G ríðarleg fataverslun í Lindex mælist ekki í vísitölunni á næstunni og hefur því ekki áhrif á verðbólguna. Ekki nema verslanir í úrtaki Hagstofunnar bregðist við samkeppninni með lægra vöruverði. Þetta segir Guð- rún Ragnheiður Jónsdóttir, deildar- stjóri vísitöludeildar. Lindex er ekki meðal verslana í úrtaki Hagstofunnar og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hafa hana þar. Fataverslun myndar tæplega fimm prósent af vísitölunni, sem notuð er við útreikninga verð- tryggðra húsnæðislána. Sé verð lægra í fataverslun Lindex en tíðk- ast almennt í öðrum verslunum hefði drjúg verslun þar getað lækk- að húsnæðislánin – væri verslunin í úrtakinu. Guðrún segir að þegar raftækja- verslunin Elko hafi komið á mark- aðinn hafi Hagstofan mælt áhrif komu hennar vel fyrir opnun. Verð lækkaði þá hjá keppinautum. „Við mældum það í nokkra mánuði áður en Elko opnaði. Markaðurinn brást þannig við. Ef aðrar búðir lækka verð hjá sér, ef samkeppnin frá Lin- dex er raunveruleg, þá mælum við það þá leiðina.“ - gag Lætin í Lindex lækka ekki húsnæðislán  Verslun ekki í Vísitöluúrtaki HaGstofunnar  söfnun rándýr HandaáGræðsluaðGerð Selja fíla til styrktar Guðmundi Felix Starfsfólk Lyfju við Smáratorg hyggst selja 70 fíla á uppboði á laugardag til styrktar Guðmundi Felix Grétarssyni sem safnar fyrir nýjum höndum. Fyrirtækið hyggst jafna andvirði þess sem kemur út úr uppboðinu og leggja til söfnunarinnar. G uðmundur Felix er yndislegur maður sem stendur frammi fyrir rosalega stóru og miklu verk- efni. Þess vegna viljum við leggja okkar af mörkum til að hjálpa honum,“ segir Lovísa Sigrún Svavarsdóttir, starfsmaður Lyfju við Smáratorg, en hún og samstarfs- fólk hennar ætla að selja 70 fíla á uppboði á morgun, laugardag, til styrktar Guð- mundi Felix Grétarssyni sem safnar fyrir rándýrri handaágræðsluaðgerð. Guðmundur Felix missti báða hand- leggina í vinnuslysi árið 1998 og þarf nú að safna um 40 milljónum til að komast í aðgerð í Lyon í Frakklandi. Miðað við heimasíðu hans, hendur.is, hafa nú þegar safnast rúmar 26 milljónir. Lovísa Sigrún segir að starfsfólkið í Lyfju við Smáratorg hafi mest allt unnið lengi saman og árið 2001 hafi verið tekinn upp sá siður að þeir sem færu til útlanda yrðu að koma með einn fíl heim í safnið. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú telur safnið um 70 fíla. Það hefur verið hér frammi frá upphafi og okkur þykir orðið mjög vænt um fílana,“ segir Lovísa Sigrún en uppboðið verður haldið í Lyfju á milli klukkan tvö og fimm á morgun. „Við vonumst til að safna sem mestu. Síðan ætlar Lyfja að jafna þá upp- hæð sem við náum. Þessir fílar eru flestir á stærð við Risa Ópal-pakka, afskaplega fallegir allir saman. Síðan má auðvit- að ekki gleyma því að fílar standa fyrir margt sem er afskaplega göfugt og gott. Fílar eru stór, sterk og stæðileg dýr. Þetta eru tilfinningaverur sem passa hver upp á aðra. Svona eins og við viljum að menn- irnir hagi sér,“ segir Lovísa. Guðmundur Felix segir sjálfur í samtali við Fréttatímann að það sé rífandi gangur í söfnunni enda sé hann umkringdur yndislegu fólki. „Þetta er frábært fólk í Lyfju og ég verð líka að minnast á hana Dagnýju Magnúsdóttur glerlistakonu sem hefur búið til 300 glerskálar og ætlar að selja þær í Smáralindinni á laugardag til styrktar söfnuninni. Þetta verður ekki betra,“ segir Guðmundur Felix sem hefur í mörg horn að líta á laugardaginn. „Ég verð á Smáratorginu, í Smáralindinni og síðan er ég tilnefndur til hvatninga- verðlauna Öryrkjabandalagsins sem eru líka afhent á laugardaginn. Þetta raðast allt á sama dag,“ segir Guðmundur Felix hlæjandi. Hann segir að aðgerðin verði á næsta ári. „Það er ekki komin tímasetning en ég þarf að eiga fyrir aðgerðinni til að komast á biðlista. Mig vantar bara fjórðung sem er ótrúlegt eftir þriggja mánaða söfnun.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Starfsfólk Lyfju með fílana sem seldir verða á uppboði á laugardag. Ljósmynd/Hari Guðmundur Felix Grét- arsson segir söfnunina hafa gengið ótrúlega vel. „Mig vantar bara fjórðung sem er ótrúlegt eftir þriggja mánaða söfnun.“ VILTUVINNA EINTAK? VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. Sendu SMSið EST OPOLY á númerið 1900 og þú gaetir unnið eintak!. Fullt af aukavinningum: DVD myndir, tölvuleikir og fleira! BorÐspil um skemmtilegasta land í heimi! 12 fréttir Helgin 2.-4. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.