Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 50
V iðskiptahugmyndir fyrirtækja byggja á því að raða saman aðföng-um (til dæmis starfsfólki, húsnæði, auðlindum, birgðum, jarðnæði) þannig að til verður vara eða þjónusta sem hægt er að selja fyrir hærra verð en kostnaðinn sem hlýst af öflun aðfanganna. Þannig verða til verðmæti. Fyrirtæki skapa sér sterka stöðu á markaði ef því tekst að búa til vöru sem aðrir eiga erfitt með að herma eftir eða búa einnig til. Þá þarf fyrirtækið ekki að keppa á forsendum verðlagningar við samkeppn- ina. Oft tekst fyrirtækjum að skapa sér sér- stöðu vegna ímyndar vörunnar eða fyrir- tækisins. Draumastaða fyrirtækisins er að sérstaða vörunnar sé ástæða kaupa við- skiptavinar en ekki verðlagning vörunnar. Sérstaða á markaði Fyrir fyrirtæki frá Íslandi skiptir þetta atriði miklu máli enda erum við fámenn þjóð sem býr langt frá stærstu mörkuðum heims. Við verðum seint eða aldrei samkeppnishæf í framleiðslu á vörum sem keppa í verði og eru framleiddar í miklu magni. Við eigum möguleika á að ná árangri ef sérstaða vörunnar liggur í gæðum eða eiginleikum vörunnar. Mikilvægustu fyrirtækin á Íslandi eru þau sem hafa náð árangri á erlendum mörkuðum. Þau færa verðmæti til landsins og eiga mikla vaxtarmöguleika enda ekki bundin af litlum heimamarkaði. Í tilviki margra útflutn- ingsfyrirtækja byggja þau sérstöðu sína að einhverju leyti á Íslandi. Þannig nýta þau ímynd Íslands (einstök náttúra og hreinleiki afurða) til að skapa sér sérstöðu og þannig verða gæði og ímynd að lykilþætti við kaup á vörunni en ekki verðlagning. Erlendar og innlendar rannsóknir styðja þetta en í huga viðskiptavina ræður upprunaland miklu um viðhorf til vörunnar og gæða hennar. Reyka og Einstök Erlend fyrirtæki og einstaklingar hafa sömuleiðis áttað sig á því virði sem felst í því að tengja sig við Ísland; hreinleika landsins og náttúru. Stórt alþjóðleg fyrir- tæki ákvað fyrir nokkrum árum að fram- leiða vodka í Borgarnesi undir heitinu Reyka Vodka. Hörð samkeppni ríkir á al- þjóðlegum markaði fyrir vodkadrykki og aðgreining á markaði því mikilvæg. Í tilviki Reyka Vodka er Ísland, náttúra þess og menning, norðurljósin, tónlistin, orðsporið, fámennið, vatnið og hraunið – grundvallar þáttur í markaðssetningu. Þannig er Ísland nýtt til að marka vörunni sérstöðu, mark- aðslegan ávinning, gæðastimpil og um leið skapar ímynd Íslands verðmæti. Nýlegra dæmi er um erlenda athafna- menn sem í samstarfi við bruggverksmiðju á Akureyri hafa kynnt íslenskan gæðabjór sem ætlaður er til sölu erlendis. Bjórinn ber heitið „Einstök“ en frumkvöðlarnir segja það stefnu fyrirtækisins að markaðs- setja bjórinn sem hágæðabjór. Í viðtölum við fjölmiðla segjast þeir vilja „nýta sér ímynd landsins við mark- aðssetningu og segja að ólíkt flestum öðrum bjórteg- undum þurfi ekki að teygja sannleikann til að kenna bjórinn við hreinleika og fegurð“. Hin nýja atvinnupólitík Ísland er í huga margra land hreinna afurða og sér- stæðrar náttúru. Íslensk útflutningsfyrirtæki og erlend fyrirtæki nýta sér þessa ímynd við markaðssetningu og virðisaukningu á erlendum mörkuðum. Í því felast mikil verðmæti fyrir Ísland. Sterk ímynd náttúru, hreinleiki og verndun náttúru eru að skapa mikil efna- hagsleg verðmæti í öllum greinum útflutnings og vaxt- armöguleikarnir eru miklir. Þessi nánu tengsl ímyndar landsins og virðisaukningar fyrirtækjanna sýna vel hvernig hagsmunir náttúruverndar og viðskipta- lífs fara saman. Þannig virðist samkeppnisforskot efnilegustu útflutningsfyrirtækjanna að einhverju leyti byggja á ímynd landsins, það er öflugri náttúruvernd og verndun umhverfis. Hér kallar nýja atvinnulífið á aðra forgangsröðun en gamla atvinnulífið. Í atvinnu- lífi framtíðarinnar á Íslandi er verndun umhverfisins og öflug uppbygging atvinnulífs ekki andstæðir pólar. Þannig kallar nýja atvinnulífið eftir nýjum áherslum í umhverfismálum á Íslandi. Við getum þakkað fimm ára gömlum lögum um fjármál og upplýsingaskyldu í stjórnmálastarf- semi að stjórnmálaflokkar þurfa nú að leggja fram ársreikninga. Fyrir vikið geta kjósendur glöggvað sig á heimilisbókhaldi flokkanna sem á árum áður var mikið leyndarmál. Þar er ýmis- legt skrautlegt að finna og ekki allt fallegt. Út af fyrir sig er mjög fróðlegt að fylgjast með hvernig flokkarnir umgangast lögin um upplýs- ingaskylduna. Er það af mismikilli virðingu. Og að minnsta kosti í einu tilfelli af fullkominni fyrirlitningu. Eins og kom fram í Frétta- tímanum fyrir viku var Vinstri hreyfingin – grænt framboð eini flokkurinn sem fór að lögum og skilaði árs- reikningi fyrir 1. október. Trassaskapurinn hjá hinum var misslæmur. Samfylk- ingin skilaði í október, Sjálf- stæðisflokkurinn í síðustu viku, tæplega tveimur mánuðum of seint, eftir að vakin hafði verið athygli á sinnuleysi flokks- ins og Framsóknarflokkurinn hefur ekki enn skilað sínum ársreikningi. Kemur það reyndar ekki alls kostar á óvart. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt óvenju ein- beittan brotavilja þegar kemur að skilum á þess- um upplýsingum. Flokkurinn skilaði ekki árs- reikningi til Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2009 fyrr en undir lok febrúar á þessu ári, tæplega fimm mánuðum eftir lögbundin skil. Minnugir lesendur Fréttatímans muna örugg- lega eftir því að þá hafði blaðið svo vikum skipti rukkað Framsóknarflokkinn um upplýsingar, sem hann átti að vera löngu búinn að skila. Þegar ársreikningurinn var loks tilbúinn, tæp- lega fimm mánuðum eftir skilafrest, bað fram- kvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, þjóð- ina afsökunar á seinaganginum í samtali við Fréttatímann og lofaði bót og betrun. Reyndust það vera orðin tóm. Eins og reyndar reikningar Framsóknarflokksins eru líka, og rúmlega það. Samkvæmt nýjustu upplýsingum skuldar þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins 252 milljónir og er með eigið fé í mínus 118 milljónum. Ef Framsóknarflokkurinn væri fyrirtæki væri hann á hvínandi kúpunni. Ekki furða að allsherjar flöt skuldaniðurfelling sé sérstakt áhugamál forystumanna hans enda sá flokkur sem er lang verst staddur – samkvæmt nýjustu upplýsingum. Hinir þrír af fjórflokknum eru ekki í neitt sér- stökum málum. Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin eiga meira en þau skulda en VG er hins vegar í 39 milljón króna mínus. VG sýnir þó ráðdeild í rekstri og skilar 14 milljón króna plús á síðasta ári. Samfylkingarfólk og sjálfstæðis- menn eyða á hinn bóginn umfram tekjur. Sérstaklega er umframkeyrsla Sjálfstæðis- flokksins með miklum endemum en flokkurinn tapaði 110 milljónum króna á síðasta ári. Það var þó ekki að sjá á umgjörð á nýliðnum Lands- fundi að þar færi flokkur í fjárhagsvandræðum. Um 1.600 fulltrúar funduðu með stæl í Laugar- dalshöllinni að vanda. Minnir það háttalag á fjölskyldu sem er með yfirdráttinn í botni og rauðglóandi kreditkort en lætur samt eftir sér að fara í veglegt sumarfrí. Af því að hún gat það alltaf áður. Upp úr stendur sem sagt að staða tveggja elstu flokka landsins, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem eru í forystu stjórnar- andstöðunnar, er allra minnst traustvekjandi í yfirhöfuð dapurlegum rekstri fjórflokksins. Eðlilegt er að hugleiða hvort rétt sé að gera ráð fyrir að þeir geti rekið ríkisbúskapinn af ráð- deild ef þeir geta ekki einu sinni haft sín eigin fjármál sómasamleg? Verst af öllu fyrir skattgreiðendur þessa lands er þó að fjórflokkurinn hefur komið sér kirfilega fyrir á jötu hins opinbera. Þar ryður hann í sig hátt í hálfum milljarði króna á ári og unir hag sínum vel. Það væri þjóðþrifamál að vinda ofan af þeirri sjálfteknu framfærslu. Stjórnmálaflokkar á framfæri hins opinbera Ríkisflokkarnir Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is S Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Viðskiptaumhverfið Reyka Vodki og Einstök Heilsa Krúska ehf Saffran Dýraspítalinn Víðidal ehf Karma Keflavík ehf Grófinni 8 Suðurlandsbraut 12 3 ummæli 3 ummæli 4 ummæli 4 ummæli 10 ummæli World Class Spönginni 41 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 48 Topplistinn Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar- innar Fallegt og fræðandi! Með myndum og nöfnum á yfir 200 ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum, baunum, hnetum og berjum – bæði vel þekktum og framandi. Skemmtilegt að skoða fyrir unga sem aldna. Eldhúsdagatalið 2012 Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is Veggskraut fyrir alla sem elska falleg eldhús! 50 viðhorf Helgin 2.-4. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.