Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 32
R
udi Gutendorf, 85
ára gamall þýskur
þjálfari sem lagði
úlpuna á hilluna
fyrir átta árum, er
að öllum líkind-
um sá þjálfari í heiminum sem
hefur lagt flestar mílur að baki á
þjálfaraferlinum. Á þeim ferli, sem
spannaði 48 ár, þjálfaði Gutendorf
39 lands- og félagslið í 29 löndum
og flutti sig 37 sinnum á milli
landa. Síðasta starf hans var sem
landsliðsþjálfari Samoa-eyja árið
2003 en eyjaskeggjar þar komust
í fréttirnar í síðustu viku fyrir að
vinna sinn fyrsta sigur frá upp-
hafi, gegn Tonga, 2-1. Það kemur
líklega fáum á óvart að Gutendorf
þjálfaði einnig Tonga árið 1981.
Gutendorf átti heldur óspenn-
andi feril sem leikmaður með TuS
Neuendorf. Hann lagði skóna á
hilluna árið 1953 og hóf að mennta
sig sem þjálfari undir handleiðslu
Sepp Herberger, sem var þá
landsliðsþjálfari Vestur-Þýska-
lands. Hann fékk þjálfaragráðuna
árið 1954 og ári seinna hófst
ótrúlegur þjálfaraferil Gutendorfs,
sem tók hann til 29 landa og sex
heimsálfa.
Fyrstu tvö þjálfaraverkefni
Gutendorfs voru í Sviss, fyrst með
Blue Stars Zürich í eitt ár og þá
tóku sex ár með FC Luzern við.
Árið 1961 skellti Gutendorf sér til
Túnis og stýrði þar US Monastir.
Fyrsta landsliðsþjálfarastarf hans,
en þau áttu eftir að verða nokkur,
kom á borð hans árið 1968 þegar
hann tók við Bermúda með milli-
lendingum frá Túnis í Þýskalandi
og Bandaríkjunum. Eftir stutt
stopp á Bermúda tóku við þrjú ár
hjá Gutendorf í heimalandinu áður
en hann lagði undir sig Suður-Am-
eríku í fjögur ár. Þar stýrði hann
félagsliði í Perú og landsliðum
Chile, Bólivíu og Venesúela.
Eftir þrjú ár í Þýskalandi og á
Spáni hélt hann til Kyrrahafsins
þar sem hann tók að sér að þjálfa
landslið Trinidad og Tóbagó, Gre-
nada og Antigua og Barbuda, öll á
sama árinu sem var 1976. Honum
tókst reyndar líka að skottast til
Afríku á því sama ári til að stýra
landsliði Botswana.
Eftir ár heima með Stuttgart
var komið því að Gutendorf legði
undir sig nýja heimsálfu, Eyja-
álfu í það sinn. Hann tók við liði
Ástrala árið 1979 og stýrði þeim
til ársins 1981. Og á því ári var
Gutendorf algerlega ofvirkur og
hreinsaði upp þjálfarastöðurnar í
Eyjahafinu og nærliggjandi álfum:
Hann stýrði Nýju Kaledóníu, Fiji,
Nepal, Tonga og Tansaníu – sex
lið í þremur heimsálfum á einu ári
verður að teljast tilkomumikið.
Eftir álag ársins 1981 fór Gu-
tendorf aftur heim, stýrði Herthu
hluta úr ári 1984 og pakkaði þá
enn í ferðatöskurnar – að þessu
sinni tók við ferðalag í lengri
kantinum. Fyrsta stopp var Sao
Tomé og Principe. Eftir nokkra
mánuði þar fór hann til Japan og
stýrði Yomiuri SC til ársins 1985.
Þá stökk okkar maður til Ghana
þar sem hann var í ár áður en tók
við þremur landsliðum á þremur
árum; Nepal og Fiji, sem hann
hafði stjórnað áður og Kína árið
1988. Sama ár tók Gutendorf við
U-23 ára landsliði Írans en dugði
ekki út árið. Þaðan fór hann til
Kína, Simbabve, Mauritius og
Rúanda áður en hann endaði
ferilinn hjá áðurnefndu stórveldi
í knattspyrnuheiminum, Samoa-
eyjum. Gutendorf verður ekki
minnst vegna árangursins sem
hann náði en enginn var duglegri
að ferðast til að starfa við þjálfun
fótboltaliða.
oskar@frettatiminn.is
Löndin sem Rudi Gutendorf hefur þjálfað í:
Evrópa Sviss, Þýskaland, Spánn Norður-Ameríka Banda-
ríkin, Trinidad og Tobago, Grenada, Antigua og Barbúda,
Bermúda Suður-Ameríka Chile, Perú, Bólivía, Venesúela
Afríka Botswana, Tansanía, Sao Tomé og Principe, Ghana,
Simbabve, Rúanda, Mauritius, Túnis Eyjaálfa Ástralía, Fiji,
Tonga, Nýja Kaledónía, Samoa Asía Nepal, Japan, Kína, Íran.
Þjálfaði í 29 löndum á 48 árum
Þýski knattspyrnuþjálfarinn Rudi Gutendorf hefur sennilega
rakað inn fleiri vildarpunktum á flugferðum en flestir aðrir
knattspyrnuþjálfarar. Á 48 ára þjálfaraferli flutti hann sig
37 sinnum á milli landa og þjálfaði í öllum heimsálfum nema
Suðurskautslandinu.
Geutendorf sést hér á æfingu með
leikmönnum Rúanda árið 1999. Nordic
Photos/Getty Images
Rudi Gutendorf var mikill karakter.
Nordic Photos/Getty Images
Fallegt og fræðandi!
Með myndum og nöfnum á yfir 200
ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum,
baunum, hnetum og berjum – bæði
vel þekktum og framandi. Skemmtilegt
að skoða fyrir unga sem aldna.
Eldhúsdagatalið 2012
Pantanir og nánari upplýsingar
á www.jola.is
Veggskraut fyrir alla
sem elska falleg eldhús!
32 fótbolti Helgin 2.-4. desember 2011