Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 64
 Ríkisstjórnir feykjast nú hver af annarri frá völdum í fellibyl fjármálakreppunnar. Í tveimur ríkjum Evrópu hafa embættismenn tekið við að kjörnum fulltrúum til að leiða löndin út úr hremmingum heimskreppunnar. Við fall Silvio Berlusconis á Ítalíu varð hagfræð- ingurinn Marió Monti fyrir valinu. Hann fékk viðurnefndið Súper Maríó eftir að hafa, sem samkeppnismálastjóri í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, snúið niður hvert alþjóð- lega stórfyrirtækið á fætur öðru sem reyndi fyrir sér við markaðsmisnotkun í Evrópu. Marío Monti þykir harður í horn að taka en bæði hófstilltur og jafnlyndur. Hann var forseti virts háskóla á Ítalíu áður en hann tók við stjórnar- taumum landsins. -eb Glíma Súper Maríós 64 heimurinn Helgin 2.-4. desember 2011  EvrópustEfna BrEtland Þegar George Papandreú hrökklaðist frá völdum í Grikk- landi í kjölfar þess að hafa boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka Evrópusambandsins tók við völdum maður sem enginn hafði kosið til æðsta embættis landsins, Lucas Papademos. Líkt og Mario Monti er hann hagfræðingur sem á að baki flekklausan feril við æðstu embætti í Evrópusambandinu auk ýmissa akademískra starfa. Sem seðlabankastjóri Grikk- lands samdi hann um innleiðingu evru í landinu og varð svo einn varaforseta Seðlabanka Evrópu í Frankfúrt. Búist er við að bæði Papademos og Monti muni láta af embætti þegar ráðið hefur verið fram úr kreppunni og nýir leiðtogar kjörnir í þeirra stað. -eb Tæknikratar taka völdin Þegar kom að undirbúningi við stofnun forvera Evrópusambands- ins í upphafi sjötta áratugarins ákváðu Bretar að standa fyrir utan samstarfið. Einkum var það vegna efasemda um hið mikla framsal ríkisvalds sem fólst í yfirþjóðlegu skipulagi þess. Það féll illa að hug- myndum þeirra um arfleifð breska heimsveldisins. Eigi að síður má telja Winston Churchill, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, til eins feðra Evrópusamvinnunnar. Árið 1946 hélt hann sérdeilis áhrifa- mikla ræðu í Zürich í Sviss þar sem hann kallaði eftir endurreisn hinar evrópsku ríkjafjölskyldu og stofnun Bandaríkja Evrópu. Enn er um það deilt hvort Churc- hill hafi séð Bretland fyrir sér inn- an eða utan bandalagsins. En hann flokkaði utanríkistengsl Breta í þrjú mengi: Í því fyrsta voru tengslin við Samveldisríkin (sem tilheyrðu hinu horfna heimsveldi), í öðru lagi sér- stakt samband við Bandaríkin og loks tengslin við önnur Evrópuríki. Skömmu eftir stofnun EFTA árið 1960 sóttu Bretar um aðild að for- vera ESB. Enda ljóst að ómögulegt yrði að endurvekja heimsveldið, hin sérstöku tengsl við Bandaríkin voru farin að trosna og efnahagur- inn stóðst ekki samanburð við þró- unina á meginlandi Vestur-Evrópu. Charles de Gaulle Frakklands- forseti hafnaði þá aðild Breta af ótta við að draga myndi úr áhrifum Frakklands í álfunni auk þess að raska viðkvæmu valdajafnvæginu við Þýskland. Þá var hann tor- trygginn á náin tengsl Bretlands og Bandaríkjanna sem kæmust í gegnum Downingstræti til aukinna áhrifa í Evrópu. Ekki fyrr en við valdatöku Georges Pompidou árið 1969 var loks opnað á aðild Bret- lands sem varð árið 1973, þá ásamt Danmörku og Írlandi. (Norðmenn höfnuðu aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu.) Ný stjórnvöld í París sáu Breta sem mögulega bandamenn í að hafa taumhald á Þýskalandi sem var óðum að styrkjast í bæði efna- hagslegu og stjórnmálalegu tilliti. Bretar hafa alla tíð sína verið tví- stígandi í samstarfinu svo sumpart er eins og samræmt Evrópusniðið falli illa að hinum breska búk – sem nokkuð hefur dregið úr áhrifa- mætti þeirra. -eb Fellur illa að breskum búk  Evrukrísan lýðræðisþróun heimurinn dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu­ maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is Lýðræðisógnir fjármálakrísunnar Lýðræðið er eitt fórnarlamba fjármála- kreppunnar. Sumstaðar hafa emb- ættismenn verið kallaðir til valda og örlög heilu ríkjanna eru í höndum fólks sem hefðbundið lýðræðislegt aðhald nær ekki til. Í tveimur Evrópu- ríkjum hafa embættis- menn sem enginn hefur kosið tekið við af lýðræðis- lega kjörnum leiðtogum. Og eru nú í óðaönn við að skera niður ríkisútgjöld án þess þó að kjósendur fái nokk- urn tímann tækifæri til að refsa þeim í kjör- klefanum. J ean-Claude Juncker, forsætisráð-herra Lúxemborgar, sagði að leið-togar Evrópu viti vel til hvaða ráða þurfi að taka. En þori það ekki af ótta við kjósendur. Í tveimur Evrópuríkjum hafa embættismenn sem enginn hefur kosið tekið við af lýðræðislega kjörnum leiðtog- um. Og eru nú í óðaönn við að skera niður ríkisútgjöld án þess þó að kjósendur fái nokkurn tímann tækifæri til að refsa þeim í kjörklefanum. Í Bandaríkjunum hefur sveit lobbýista undir forystu Grovers nokkurs Norquist tekist að gera út af við starf ofur- nefndarinnar svokölluðu sem samanstóð af fulltrúum beggja flokka og átti að takast á við ógnarskuldir Bandaríkjanna. Og í Mið- Austurlöndum óttast margir að lýðræðis- sprotarnir sem spruttu fram í arabíska vorinu svokallaða muni brátt kulna í nýjum harðræðisvetri. Viðsjárnar eru allavega verulegar. Öxulhreyfingar Eins og ítarlega var greint frá á þessum stað fyrir þremur vikum er alvarlegur kerfisgalli innbyggður í gangverk evrunnar. Þegar peningamálastefna var færð til Frankfúrt sat fjármálastjórn að mestu eftir hjá aðildar- ríkjunum sjálfum. Sem framkallar veruleg samstillingarvandamál. Annað hvort þarf að vinda ofan af myntbandalaginu eða þá að samræma fjármálastjórn enn frekar. Um það geisar nú agaleg valdabarátta sem vert er að gefa nokkurn gaum út frá sjónarhóli lýðræðisins. Öxull Evrópusambandsins hefur alla tíð snúist um Þýskaland og Frakkland en Bret- land verið sem þriðja hjól undir vagni. Undir, yfir og allt um kring eru svo stofnir ESB í Brussel, (Strassborg, Lúxemborg og Frank- furt). Og meginpólarnir hverfast nú með líku lagi um valdamiðju Berlínar, Parísar, London – og Brussel. Valdhafar annarra Evrópusam- bandslanda verða að láta sér duga að leika í lægri deild. Megin valdatogstreitan hverf- ist með öðrum orðum um tvo ása samtímis: Annars vegar á milli einstakra aðildarríkja og hins vegar á milli aðildarríkjanna og stofnana ESB. Aukin samstilling Angela Merkel Þýsklandskanslari og Nico- las Sarkozy Frakklandsforseti voru fljót að grípa um stjórnartaumana í Evrópusam- bandinu þegar logar fjármálakrísunnar fóru raunverulega að svíða. Forsvarsmenn stofnanna ESB hafa varla sést, þótt þeir hafi að vísu dúkkað upp á fundi með Barak Obama Bandaríkjaforseta í Washington nú í vikunni. Glænýr forseti ráðherraráðsins, Herman Van Rompuy, sem átti að vera eins- konar andlit ESB út á við, hefur svo gott sem horfið inn í auga fjármálafellibylsins og Angela Merkel var fljót að slá á putta Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmda- stjórnarinnar, þegar hann lagði til sameigin- lega skuldabréfaútgáfu. Leiðtogarnir eru nú farnir að fikra sig að snaraukinni samstillingu ríkisfjármála og svo gott sem að mynda eiginlega sambands- ríki á sviði efnahagsmála þó svo að önnur svið verði eftir sem áður á hendi aðildarríkj- anna sjálfra. Í kjölfar krísu kapítalismans virðist því blautur draumur federalistanna vera í sjónmáli. Við slíka þróun myndi því að hluta til skilja á milli evruríkjanna og þeirra sem áfram búa við eigin gjaldmiðil. Tveggja laga ESB Evrópusambandið yrði með öðrum orðum tveggja laga. Náin samstilling peningamála og ríkisfjármála í innri kjarna. Og svo laus- bundnara samstarf á öðrum sviðum í þeim ytri. Áhugavert er að viðlíka lausn gæti jafnt hentað Þjóðverjum, Frökkum og Bretum. Ráðamenn í Berlín og París myndu eftir sem áður leiða innri kjarnann en Lundún- ir yrðu nokkuð örugglega valdamiðja ytri kjarna ESB – ásamt Danmörku, Svíþjóð og áhrifaríkjum Austur-Evrópu, svo sem Pól- landi. Einhver ríki myndu svo væntanlega flytjast á milli. Svona lausn ætti við fyrstu sýn að falla sem flís við rass að Evrópu- stefnu Breta. Þó setur strik í reikninginn nagandi ótti Lundúnarvaldsins við að glata áhrifum enn frekar í Evrópu. Ljóst er þó að þau Angela Merkel, Nicolas Sarkozy og David Cameron, sem öll fara fyrir hægri stjórnum í löndum sínum, munu ráða mestu um framhaldið. Winston Churchill Telst til eins af feðrum Evrópusamvinnunnar. Evrópuleiðtogar Nicolas Sarkozy, Angela Merkel og Mario Monti, hinn nýi forsætisráðherra Ítalíu, funduðu um skuldavanda Evrópu í Strassborg í vikunni. Ljósmyndir/Nordicphotos Getty­Images Lucas Papademos Er ekki með bakgrunn í stjórnmálum, heldur er hann fyrrum embættismaður hjá Evrópusambandinu. HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Velkomin á Bifröst www.bifrost.is Nýir tímar í fallegu umhverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.