Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 80
Helgin 2.-4. desember 201180 tíska Í úganskri naglasnyrtingu Ekki er hægt að segja að ég sé mikil pjattirófa í mér: Ég hef ekki farið í klippingu í tvö ár, ég læt ekki sérfræðing lita og plokka á mér augabrún- irnar og hef hingað til haldið mig frá naglasér- fræðingum. Ég er vön að sjá um þetta sjálf. En eitthvað dró mig þó á snyrtistofu í höfuðborg Úganda á dögunum og þar fékk ég mína fyrstu naglasnyrtingu, bæði á höndum og fótum. Snyrtingin kostaði mig tæpar 200 íslenskar krónur og var þetta hin mesta dekurmeðferð. Innfæddur maður sá um mig og vann hann vinnuna sína vel. Ég hef greini- lega vanmetið þessa snyrtingu. Hann byrjaði að að nudda á mér fæturna og var hæfni hans í þeim efnum upp á tíu. Svo kremaði hann lappirnar og henti mér við svo búið í notalegt fótabað. Meðan ég naut mín í fótabaðinu fylgdist ég með rúmlega tuttugu kvenmönnum á öllum aldri gera sig til fyrir brúðkaup. Sú yngsta var ekki eldri en átta ára, stífmáluð í fallegum kjól, líkt og restin af brúðarmeyjunum. Mikil gleði og hamingja ríkti á þessari stofu og var gaman að fá að taka þátt í þessum undirbúningi. Klukkutíma síðar gekk ég ánægð út af stofunni með neglurnar rauðlakkaðar á fingrum og tám. Svo hamingjusöm var ég með nýju neglurnar að hinn innfæddi snyrtifræðingur hlaut ríkulegt þjórfé að launum áður en ég hélt mína leið. Kannski höfða allar þessar dekurmeðferðir til mín þegar allt kemur til alls. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Er þessi gallabuxna týpa Gróa Sigurðardóttir er 21 árs og stundar undirbúningsnám í almennri hönnun í Tækniskólanum fyrir frekara hönnunarnám erlendis. Með skólanum vinnur hún á Grill- markaðinum. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri venjulegur en samt rokkara- legur og töff. Ég kaupi mest fötin mín erlendis og eru uppáhaldsbúðirnar mínar Urban Outfitters, Topshop og River Island. Hérna heima versla ég ekki mikið en er Kultur og Sautján eru mikið í uppáhaldi. Innblástur tísk- unnar fæ ég allstaðar frá og skoða ég mikið tískublogg og tískublöð eins og Teen Vogue, Gamour og Elle. Mér finnst líka mjög gaman að fylgjast með fatastíl stjarnanna eins og Siennu Miller sem er alltaf í flottum fötum og Olsen systrunum sem eru alltaf í stórum flottum skyrtum eða peysum við gallabuxur. Ég er einmitt þessi gallabuxna týpa.“ 5 dagar dress Rihanna kynnir nýja fatalínu Söngkonan Rihanna vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu fatalínu í samvinnu við tískurisann Emporio Armani en hann sérhæfir sig í nærfata- og gallabuxnahönn- un. Rihanna hefur verið andlit fyrirtækisins í nokkra mánuði og segist vera þakklát fyrir þetta tækifæri sem Armani hefur veitt henni. Línan, sem mun bera nafnið R, er heldur rokkaraleg og samanstendur af sex ólíkum flíkum; tveimur stutt- ermabolum, leðurjakka, nær- fatasetti og tveimur ólíkum gallabuxum. Teikningar línunnar hafa verið verið kynntar og virðist vera sem söngkonan hafi teiknað sig sjálfa í nýju fötunum. Önnur lína frá Vercase fyrir H&M væntanleg Versace línunni fyrir H&M hefur verið tekið opnum örmum um heim allan og selst gríðarlega vel. Hefur söluvefurinn eBay slegið öll met í sölu á þessum fötum. Upphaflega var gefin út tilkynning þess efnis að fötin væru framleidd í takmörkuðu upplagi og kepptust tísku- aðdáendur við að kaupa flíkurnar sem þeir héldu að væru þær síðustu til sölu. Annað hefur þó komið á daginn og er nú framleitt til að anna eftirspurn. Donatella Versace hefur lýst yfir ánægju sinni með samstarfið við H&M og segir hún að önnur lína sé væntanleg frá henni í febrúar; vorlína 2012. Í kjölfarið kynnti hún skissur sem eru til grundvallar hönnuninni og þar má sjá að ávaxtamynstur er vinsælt og fjólublái liturinn ríkjandi. Kosnaðarsamt kvöld fyrir Victoria’s Secret Allt var lagt undir þegar hin árlega nærfatasýning Victoria’s Secret var haldin 9. nóvember síðastliðinn í New York. Þrjátíu og sex fyrirsætur gengu niður sýningarpallinn í 69 ólíkum búningum sem voru hannaðir af Todd Thomas. Á þriðjudaginn síðasta, þremur vikum eftir stóra kvöldið, var sýningunni sjónvarpað í 180 löndum og var aðeins kostn- aður fyrirtækisins við þá útsendingu rúmlega einn og hálfur milljarður íslenska króna. Þrátt fyrir þessa svimandi upphæð hafði fyrirtækið þó efni á að borga fyrirsætunum og skemmtikröftunum laun fyrir vinnu sína og kostn- aður fyrirtækisins því samfara var rúmur hálfur milljarður. Þetta var svo sannarlega kostnaðar- samt kvöld. Þriðjudagur Skór: All Saints Buxur: Topshop Skyrta: Topshop Peysa: Urban Outfitter Mánudagur Skór: Urban Outfitter Buxur: Urban Outfitter Bolur: Topshop Jakki: Topshop Miðvikudagur Skór: Jeffrey Campbell Buxur: Toshop Jakki: Urban Outfitters Bolur: GAP Hálsmen: Nostsalgia Fimmtudagur Skór: Kultur Buxur: Zara Skyrta: All Saints Loðvesti: Kultur Föstudagur Skór: Jeffrey Campbell Pils: Topshop Bolur: Topshop Jakki: H&M Stykki: Gina Tricot www.kolors.is Gerðar úr sælgætisbréfum, tímaritum, dagblöðum, strikamerkjum o.fl. Fyrir hverja selda tösku er plantað tré Fair Trade framleiðsla Jólagjöfin í ár !! Umhverfisvænar og flottar töskur Varist eftirlíkingar! Töskurnar fást einnig í: - Duty Free Fashion Store Fríhöfninni - Hrím Akureyri - Póley Vestmannaeyjum Frí heimsending!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.