Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 42
Þ egar Páll Óskar Hjálm- týsson tók á móti mér í fallega innréttaðri kjall- araíbúð sinni í Vestur- bænum var ilmur af nýlöguðu kaffi í loftinu. Hann hefur komið sér vel fyrir og veggirnir eru hlaðnir geisladiskum, DVD-myndum og veggspjöldum úr kvikmyndum. Af myndum á veggjum má ljóst vera hvar áhugasviðið liggur og engin til- viljun við hvað okkar maður starfar. „Þetta er eins og að koma inn á safn, velkominn,“ segir hann hlæj- andi um leið og hann hellir í kaffiboll- ana. Við settumst niður í stofunni og vindum okkur beint að efninu, sem er nýleg ferð Páls Óskars til vestur- strandar Afríku. „Hefur þú komið til Afríku?,“ spyr hann og andvarpar þegar ég svara því neitandi. „Þú ert ekki samur maður eftir að hafa farið til Afríku. Punktur. Að mínu mati verða allir að koma til Afríku allavega einu sinni á ævinni ef þeir þess kost. Þó ekki sé nema bara til að finna orkuna frá náttúrunni, finna lyktina og sjá litina. Svo á ég ekki orð yfir það hvað fólkið sem ég hitti var fallegt að innan og utan. Það var alls staðar hlýlega tekið á móti manni og þrátt fyrir alla fátæktina var alltaf stutt í brosið.“ Get ekki lengur lokað augunum og látið eins og ekkert sé Hann lokar augunum á meðan hann lýkur setningunni, eins og til að sækja upplifunina aftur í heilabúið. Dagur rauða nefsins er framundan þriðja árið í röð. Þar verður safnað fyrir UNICEF, Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna. Páll Óskar verður í stóru hlutverki þetta árið. Hann fór á vegum UNICEF til Sierra Leone, eins fátækasta ríkis heims, um miðjan október og tók þar upp viðtöl. Hann mun auk þess flytja sérstaklega frum- samið lag fyrir Dag rauða nefsins. „Ég held að þetta hafi aðallega komið til vegna þess að þau hjá UNICEF tóku eftir því að ég hef verið heimsforeldri frá árinu 2006. Ef það hjálpar málstaðnum að nota mig sem millistykki til að koma boðskapnum á framfæri er ég boðinn og búinn að leggja hönd á plóg.“ Lagið sem Páll Óskar flytur ásamt lagasmiðunum í Redd Lights heitir „Megi það byrja með mér“ og er, eins og titillinn gefur til kynna, um það hvernig hver og einn getur lagt sitt að mörkum til að gera heiminn betri. „Stærsti munurinn á mér eftir þessa ferð er að ég get ekki lengur lokað augunum og horft á þessa hluti eins og eitthvað óraunverulegt. Ef ég sé frétt af neyð eða hungursneyð í blaði, get ég ekki lengur flett áfram hugsunarlaust yfir morgunmatnum. Myndirnar af börnum frá Afríku eru núna myndir af börnum sem hafa komið og faðmað mig. Þetta er fólk af holdi og blóði, raunverulegar mann- eskjur eins og ég og þú, sem hafa sama rétt á að lifa í þessum heimi. Eftir að hafa fengið að sjá verstu fátækrahverfin í einu fátækasta landi heims get ég ekki lengur látið eins og það komi mér ekki við að milljónir og aftur milljónir búi við þessar aðstæð- ur. Það þarf ekki að vera þannig.“ Páll Óskar segir ferðina líka hafa gjörbreytt sýn sinni á störf UNICEF og hjálparstörf almennt. Var uppfullur af efasemdum „Ég var alltaf gæinn með efasemd- irnar. Það var hungursneyð í Sómalíu þegar ég var um tvítugt. Núna er ég fertugur og það er ennþá hungurs- neyð þar. Til hvers að vera að gefa í safnanir ef það endar bara í rassvas- anum á einhverjum spilltum einræð- isherra? Ef bara 8 prósent af pening- unum skila sér þangað sem þeir eiga að fara? En einmitt þess vegna var frábært fyrir mig að fara þarna út. Því ég sá með eigin augum alla brunnana, heilsugæslustöðvarnar og skólana sem UNICEF hefur reist með heimafólki. Svo er gríðarlegt átak í gangi varðandi bólusetningar og lyfjagjöf í Síerra Leóne. Óléttar, HIV smitaðar konur fá til að mynda lyf sem gera að verkum að börnin fæðast líklega laus við veiruna. Ég vissi ekki að það væru til lyf sem gætu bjargað ófæddum börnum frá sjúkdómnum. Svo eru börn bólusett í þúsundum saman og mikið hefur verið gert til að draga úr kóleru, malaríu og niður- gangspestum. Ég er algjörlega sann- færður um að peningarnir skila sér á rétta staði og skila fólkinu betra lífi. Aðgangur að hreinu vatni er eigin- lega grundvöllur alls og UNICEF hefur þegar látið setja upp meira en milljón vatnsdælur í heiminum.“ Nokkur atvik í ferðinni breyttu sýn Páls Óskars og staðfestu í hans huga mikilvægi þess starfs sem unnið er á vegum UNICEF og sannfærðu hann um að það fé sem safnað er fer til góðra nota. UNICEF vinnur ótrúlegt starf „Ég hitti þarna til dæmis þrettán ára strák með HIV-smit. Hann Júlíus litla. Hann fékk HIV veiruna við blóð- gjöf fimm ára gamall. Það eru auð- vitað engin tæki til að skanna blóð á spítölunum og hann fékk sýkt blóð. Það leit mjög illa út með hann lengi vel og hann væri líklega farinn úr þessum heimi ef ekki væri fyrir lyfin sem hann fær reglulega fyrir tilstilli UNICEF. Hann mætir einu sinni í mánuði á sjúkrahús í höfuðborginni Freetown og fær lyfjagjöf. Núna lítur hann vel út, spilar sinn fótbolta og lifir sínu lífi. En skömmin er mikil og það veit enginn af því að hann er með HIV nema mamma hans og amma. Það eru bullandi fordómar, en sem betur fer eru þeir að minnka.“ Páll Óskar tekur sopa af kaffinu, dregur djúpt andann, hallar sér aftur og heldur áfram: „Við komum líka í þorp þar sem fjöldi fólks hefur látist úr kóleru og niðurgangspestum í gegnum tíðina vegna þess að þau nota stað sem er við hliðina á drykkjarvatninu sem salerni. Það sem UNICEF gerir er að finna leiðtogann í hópnum og þjálfa hann upp í að koma skilaboðunum á framfæri. Það þýðir ekkert að láta Í haust fór söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson til eins fátækasta ríkis heims, Síerra Leone í Afríku, á vegum UNICEF sem stendur fyrir söfnunarátaki á Degi rauða nefsins í næstu viku. Í viðtali við Sölva Tryggvason segist Páll Óskar ekki samur maður eftir ferðina. Hlýja og fegurð fólksins, þrátt fyrir sára fátækt, snerti hann djúpt. Sierra Leone Eitt fátækasta ríki heims Sierra Leone er á vestur- strönd Afríku. Landið liggur að Norður-Atlantshafi og er með landamæri að Gíneu og Líberíu. Sierra Leone var lengi nýlenda Breta en hlaut sjálfstæði árið 1961 og varð opinberlega lýðveldi árið 1971. Á árunum 1991-2002 geisaði þar borgarastyrjöld sem leiddi til þess að tugþúsundir íbúa týndu lífi og yfir þriðjungur þeirra missti heimili sín. Landið er eitt allra fátækasta land heims, þrátt fyrir að þar finnist stór hluti af verð- mætustu demöntum heims. Uppreisnarmenn í landinu hafa notað demanta til að fjármagna vopnakaup og stríðið um demantana hefur skilið landið eftir í sárum. Kvikmyndin „Blood Diamonds“ frá árinu 2006 með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki fjallaði að nokkru leyti um þetta. Samkvæmt skýrslu Sam- einuðu þjóðanna um lífsgæði frá árinu 2008 var landið í neðsta sæti af þeim 177 löndum sem skýrslan náði til. Gríðarlegur fjöldi barna býr við ömurleg skilyrði í landinu og fer á mis við stóran hluta þeirra réttinda sem talin eru sjálfsögð annars staðar. Dánar- tíðni barna er hvergi hærri þar sem tæp 20 prósent allra barna deyja fyrir fimm ára aldur. Nærri helmingur íbúa landsins er undir átján ára aldri. Íbúafjöldi: 5,6 milljónir Höfuðborg: Freetown Barnadauði undir 5 ára: 192 af 1.000 Barnadauði undir 1 árs: 123 af 1.000 Lífslíkur við fæðingu: 48 ár Íbúar yngri en 18 ára: 2,6 milljónir Skólasókn barna á grunnskóla- aldri: 69 prósent Sölvi Tryggvason ritstjorn@frettatiminn.is Páll Óskar annar maður eftir Afríku einhvern sjálfboðaliða í bol merktum UNICEF halda þrumuræðu yfir liðinu. Finna verður frumkvöðlana með drif- kraftinn í hópnum og virkja þá. Á að- eins einu ári er búið að útrýma þessum pestum í þorpinu, sem áður drógu börn til dauða. Sams konar starf á sér stað gagnvart mæðrum ungra barna, sem verið er að reyna að fá til þess að gefa börnum brjóst nógu lengi. Ég fékk að fara á mæðrafund með konu sem UNICEF hafði þjálfað í að messa yfir kynsystrum sínum. Hún hélt sýni- kennslu og sýndi muninn á ungum börnum sem höfðu fengið brjóstamjólk og hinum sem voru magrari og höfðu ekki fengið mjólkina. Þetta er kannski mikilvægast af öllu. Að virkja fólk sem virkjar aðra.“ Páll Óskar fór í verstu fátækrahverf- in í Síerra Leóne, sem öruggt má telja að séu með átakanlegustu stöðum á jörðinni. Honum er mikið niðri fyrir þegar hann lýsir eymdinni sem fyrir augu bar. Baða sig upp úr og drekka skólpvatn „Menntakerfið og heilbrigðiskerfið eru mjög veikburða í Síerra Leóne – hol- ræsakerfið líka. Í miðborg Freetown, höfuðborgarinnar er bara leðja ef það er rigning. Hvergi er malbika og engin ljós eru á götum úti þegar myrkrið skellur á. Ég hitti mæður á sjúkrahúsi þarna, kasóléttar alveg við að fara að eiga börn og spurði hvernig þær hefðu komist þangað og þær sögðust hafa gengið. Fleiri, fleiri kílómetra komnar níu mánuði á leið. Víða baðar fólk sig upp úr skólpvatni og sýður svo sama vatnið og drekkur það, af því að það er ekkert annað vatn að fá. Helmingur þjóðarinnar er undir átján ára aldri og maður sér eiginlega ekkert gamalt fólk.“ Páll Óskar tók með sér mikið af hnetum, súkkúlaði og rúsínum í ferðina þar sem honum var ráðlagt að borða ekki hvað sem er, til að veikjast ekki. Þegar til kastanna kom borðaði hann hins vegar flest sem honum var Framhald á næstu opnu 42 viðtal Helgin 2.-4. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.