Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 24
B erent Karl Hafsteinsson er 40 ára gamall og virkar við fyrstu sýn afskaplega eðlilegur að sjá. En þegar hann stendur upp og byrjar að ganga sést strax að hann býr ekki yfir eðlilegri hreyfigetu. „Sæll Sölvi minn,“ segir hann hlý- lega þegar hann tekur í höndina á mér eftir að hafa haltrað niður stigann til mín. Það tekur hann töluvert lengri tíma en flest fólk að fara þessa leið. Berent Karl var 20 ára gamall þegar líf hans breyttist svo um munaði. Það er eitt af því sem við ætlum að tala um. Hann hafði þá þegar sýnt vafasama tilburði í umferðinni á mótorhjóli sem hann átti. Hafði meðal annars prjónað yfir sig og verið stoppaður af lögreglu oftar en einu sinni. „Meira að segja þegar ég missti ökuskírteinið breyttist ekkert. Ég keyrði þá bara próflaus. Ég var bara ofvirkur krakkaskratti sem hélt að hann gæti allt. Ég var lengi búinn að keyra eins og vitleysingur á hjólinu mínu og var ekkert að fara að hætta því. Samt er það kannski kald- hæðið þegar ég horfi til baka á slysið sem ég lenti í að ég var í raun búinn að selja hjólið, átti bara eftir að skrifa undir afsalið og afhenda það. Þá var farið að kvikna á einhverjum perum hjá mér. Meðal annars vegna þess að eldri bróðir minn, sem ég lít mikið upp til, hafði sagt við mig: „Þetta hjól er svo kraftmikið að það er bara spurning um hvenær þú drepur þig á því.““ Var á meira en 200 þegar hann missti stjórn á hjólinu Það þyngist á honum brúnin þegar ég bið hann um að rifja upp þennan ör- lagaríka dag fyrir 19 árum á Akranesi, þegar ein ákvörðun umturnaði lífi hans um alla framtíð. „Ég ætlaði mér að sýna í eitt skipti fyrir öll hver væri bestur í að hjóla á Skaganum. Þetta var á Faxabraut- inni, sem hafði lengi verið notuð í spyrnu. Ég leyfði hinum hjólunum að fá smá forskot af því að mitt var miklu kraftmeira. Samkvæmt lögreglu- skýrslum hafa þau verið á svona 170 til 180 kílómetra hraða á klukkustund þegar ég tók fram úr þeim á meira en 200. En það var ekki nóg. Ég ætlaði að taka smá lokahnykk á sýninguna rétt við Akraborgarbryggjuna. Þegar ég var á leiðinni síðasta kaflann fór ég með framdekkið ofan í holu og þá var ekki að sökum að spyrja. Hjólið byrjaði að riða til og ég missti stjór- nina, keyrði beint á kant og hjólið fór hátt í loft upp og ég líka. Við höggið brotnaði smellan á hjálminum og hann skaust af. Vinstri fótur fór á milli vélar- hlífarinnnar og vélarinnar á hjólinu og við höggið brotnuðu beinin í leggnum á þremur stöðum, opið beinbrot. Allar sinar í vinstra hnénu slitnuðu og skaut lærinu bara upp að baki. Ég flaug meira en 60 metra og endaði í sjávar- varnargarði og þaðan flaug ég út í sjó. Ég lá svo hreyfingarlaus á maganum í flæðarmálinu.“ Íslandsmet í beinbrotum Berent hristir hausinn hægt og dregur djúpt andann áður en hann heldur áfram: „Það brotnuðu 47 bein í líkamanum á mér og ég var með 9 opin beinbrot. Það slitnuðu liðbönd út um allt og höndin rifnaði nánast af. Ég var bein- brotinn frá höfuðkúpu niður í tær. Þetta er Íslandsmet í beinbrotum, sem verður vonandi aldrei slegið og ég er ekki stoltur af þessu meti. Ég var í rauninni dauður þegar ég kom á spítalann, því ég var með svo mörg opin beinbrot að það lak miklu hraðar úr mér blóð en tókst að dæla í mig.“ Við tók langt tímabil, þar sem Be- rent Karl lá milli heims og helju. „Mér var haldið sofandi í þrjár vikur og ég man eiginlega ekkert eftir tímabilinu meðan sem ég var á Borgar- spítalanum. Ég á nokkrar hryllilegar minningar eins þær og þegar ég vakn- aði tvisvar við það að verið var að taka af mér fótinn. Læknarnir voru í hálfan sólarhring að bora og skrúfa og reyna að gera við beinin í mér, við komuna á Borgaspítalann,“ segir hann og vill augljóslega ekki rifja það öllu nánar upp í smáatriðum. Berent fyrirgerði öllum rétti sínum til bóta vegna þess að hann þverbraut umferðarreglur þegar hann lenti í slysinu. „Slysið var algjörlega á mína ábyrgð, ég missti ökuprófið í hálft ár, fékk 80.000 krónur í hraðasekt og að sjálf- sögðu fékk ég ekki krónu í skaðabæt- ur. Ég er samt mjög þakklátur fyrir að bera einn ábyrgð á þessu. Það væri svo erfitt andlega ef maður gæti kennt öðrum um slysið, eða ef aðrir hefðu slasast og maður hefði það á sam- viskunni. Ég þakka til dæmis fyrir það á hverjum degi að Hanna kærastan mín hafi ekki verið aftan á eins og hún hafði verið svo oft áður. Ég býð ekki í það ef hún hefði stórslasast eða týnt lífi vegna stærilátanna í sjálfum mér.” ,,Það er kraftaverk að ég sé á lífi!” Þrátt fyrir allar þessar hremmingar er Berent Karl fyrst og fremst gífurlega þakklátur fyrir að vera yfirhöfuð ennþá á lífi. „Það er svo margt við þennan dag sem er ótrúlegt. Það er kraftaverk að ég sé á lífi. Ég gæti talað um það við þig í marga klukkutíma. Mótor- hjólagallinn bjargaði mér. Ef ég hefði verið í öðrum fötum hefði ég lamast eða drepist. Blóðmissirinn, beinbrotin öll, og fleira og fleira. Ég ætti ekki að vera hér að tala við þig í dag. Þegar mér er sagt hversu ótrúlegt sé að ég hafi lifað þennan dag af, fyllist ég vissu um að það sé tilgangur með þessu öllu saman.“ En raunum Berents var ekki lokið þar með, því að sumarið eftir slysið kom í ljós að hann hafði fengið sýkt blóð á spítalanum í kjölfar slyssins og smitast af lifrarbólgu C. „Við vorum fimm sem fengum þetta sýkta blóð úr sama einstaklingi. Lifrarbólga C er ekkert grín og fæstir sem smitast ná nokkurn tíma fullum bata. Þetta var mér gífurlegt andlegt áfall og í raun var ferlið sem fór þarna í gang sérstaklega erfitt, því það kom ofan á allt sem mótorhjólaslysið hafði gert mér. Ég hef tvisvar hugsað um að gefast upp. Fyrra skiptið var á Borgar- spítalanum þegar ég var búinn að fara ítrekað í aðgerðir á hverjum degi. Ég fór úr 80 kílóum, var í mjög góðu líkamlegu formi, niður í 43 kíló. Þá man ég eftir stundum þar sem ég var að gefast upp á þessari baráttu. Svo 8 árum síðar eða um aldamótin 2000. Þá fór ég í krabbameins-lyfjameð- ferð til að reyna drepa lifrarveiruna. Ég þurfti að sprauta mig tvisvar á dag með sterkum krabbameinslyfjum og hrundi þá algjörlega andlega sem líkamlega. Ég hafði litla sem enga mat- arlyst og rýrnaði gífurlega. Eftir það sem á undan var gengið, var áfallið svo mikið að ég hef eiginlega aldrei náð mér alveg andlega á ný. Ég hefði þurft að vera meira inni á sjúkrahúsi, en ekki einn í kjallaraholu að sprauta mig og bíða þess að dagarnir liðu. Á þess- um 9 mánuðum var farið að læðast að mér að gefast upp. Eftir þetta fékk ég 5 nýrnasteinaköst. Það tók mig nokkur ár að ná mér líkamlega, en andlega hefur þetta tekið ennþá lengri tíma. En með mikilli þrautseigju tókst mér að ná bata, en við erum því miður bara tveir af þessum fimm sem smituðust af lifrarbólgunni sem höfum náð því.” Lenti í 4 umferðarslysum í viðbót Saga Berents Karls er lyginni líkust og hann hefur lent í fjórum umferðar- slysum eftir það fyrsta og alltaf verið í fullum rétti. Það hefur reynst erfitt fyrir hann að sækja bætur, þar sem hann er 75 prósent öryrki og auðvelt Íslandsmethafi í beinbrotum Sölvi Tryggvason ritstjorn@frettatiminn.is Saga Berents Karls er lyginni líkust. Tvítugur lenti hann í hrottalegu mótorhjólaslysi á Skaganum; 47 bein brotnuðu þar af níu opin beinbrot. Kraftaverk þykir að Berent hafi lifað af en eftir þann örlagaríka dag hefur hann lent í fjórum umferðarslysum en gengið illa að sækja bætur því erfitt er að segja til um hvort eldri áverkar eða nýir valda því að hann kennir sér meins. Sölvi Tryggvason fékk Berent til að segja sér magnaða sögu sína. ... ég vaknaði tvisvar við það að verið var að taka af mér fótinn. Læknarnir voru í hálfan sólarhring að bora og skrúfa og reyna að gera við beinin í mér ... Framhald á næstu opnu Rauðu punktarnir á röntgenmynd- inni sýna hvar Berent varð fyrir áverkum í slysinu, sum beinin marg- brotnuðu. Vinstri fót þurfti að taka af fyrir neðan hné. 24 viðtal Helgin 2.-4. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.