Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 44
rétt, þannig að síðasta daginn sat hann uppi með íþróttatösku fulla af mat. „Ég spurði hvort ég gæti ekki gefið einhverjum þetta og konan sem var með mér sagðist nú halda það. Síðasta stoppið okkar væri á barnaspítala, þar sem ég myndi færa börnunum pokana með hnet- unum og sætindunum. Þegar við komum inn áttuðum við okkur á að þetta var ekki spítali, heldur líknardeild. Endastöð fyrir börnin sem búið var að reyna allt annað til að hjálpa. Þarna var í hverju einasta rúmi barn á síðustu stoppistöð lífsins og með þeim mæður sem fylgdu þeim síðustu andartökin. Upplifunin var átakanlegri en orð fá lýst. Þegar mæðurnar sáu mig taka hneturnar og rúsínurnar upp úr íþrótta- töskunni, skipti engum togum að þær mynduðu hring í kringum mig og byrjuðu að klappa, syngja og stappa. Í landinu er til sérstakur söngur og dans sem táknar þakklæti. Atvikið snerti mig djúpt. Jafnvel við þessar aðstæður gátu þær tjáð þakk- læti sitt með svona innilegum hætti.“ En þótt ótrúlegt megi virðast segir Páll Óskar að stærsta sjokkið hafi í raun ekki komið fyrr en hann var kominn aftur til Evrópu. Þá fyrst hafi hann gert sér grein fyrir þeirri hyldýpisgjá sem skilur að fólk í ólíkum heimshlutum. Sjokk á Heathrow „Maður er ótrúlega svalur við aðstæð- urnar sjálfar. Ótrúlegt hvað maður þolir að horfa upp á mikla eymd. En eins og með áföll almennt, þá koma afleiðingarnar ekki strax fram. Ég get ekki gleymt ákveðnu atviki frá flugvellinum í London. Þar var ég nákvæmlega tólf tímum eftir að mæð- urnar á líknardeildinni höfðu sungið fagn- aðar- og þakklætissöngva til mín fyrir að gefa börnunum þeirra rúsínur og hnetur. Við vorum á leiðinni heim, en þurftum að bíða töluvert á flugvellinum eftir vélinni til Íslands. Ég fann mér þess vegna kaffi- hús á efri hæðinni á Heathrow. Ég fór í röðina og þegar komið var að mér bað ég um kaffi latte, en sagðist vilja 10 prósent kaffi og 90 prósent mjólk. Það yrði að vera þannig. Spurði svo hvort salatið sem ég var að kaupa væri ekki örugglega lífrænt og hvort gulrótarkakan væri bökuð á staðnum, eða væri eitthvað aðkeypt dót úr bakaríi úti í bæ. Í miðri ræðunni leit ég á klukkuna og allt í einu var eins og ég væri sleginn með pönnu í andlitið. Klukkan var nákvæmlega það sama og á líknardeild- inni í Sierra Leone, sléttum tólf tímum áður. Á einu augabragði rann upp fyrir mér hvers konar óendanleg heimtufrekja þetta væri. Hvað var ég að hugsa? Þetta eina atvik situr í mér og mun vonandi gera það að verkum að ég mun aldrei aftur kvarta undan smámunum af þessum toga. Við áttum okkur ekki á því hversu for- dekruð við erum og höfum það gríðarlega gott. Gjáin milli okkar og þeirra er svo djúp að það er erfitt að koma orðum að því. Okkur ber skylda til að minnka bilið. Það getum við meðal annars gert með því að gerast heimsforeldrar hjá UNICEF. Eftir að hafa séð deyjandi börn sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni, óléttar konur með HIV og fleira og fleira, veit ég að ég ætla aldrei að kvarta yfir þeim örlögum að hafa fæðst á Íslandi.“ Sjónvarpsútsending vegna Dags rauða nefsins verður á Stöð 2 þann 9. desember. Þar verður meðal annars hægt að sjá af- rakstur ferðar Páls Óskars til Síerra Leóne. Páll Óskar Hjálmtýsson er einn allra vinsælasti tónlistar- maður Íslands. Hann hefði helst þurft að klóna sig undan- farin ár að eigin sögn, svo þétt hefur dagskráin verið. Páll Óskar var að gefa út DVD og geisladisk með tónleikum sínum með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Það seldist upp á tónleikana með Páli og Sinfóníunni á augabragði og færri komust að en vildu. Þess vegna var ákveðið að ráðast í að gera DVD disk með tón- leikunum. Fjöldi myndavéla var notaður til að ná sérstak- lega mörgum sjónarhornum og Páll Óskar segist hafa notið þess í botn að fá að vera eins konar leikstjóri. „Þetta er upptaka af tón- leikum með Sinfóníunni frá því í sumar og það var allt gert til þess að þetta myndi hljóma og „lúkka“ sem best. Þetta er stærsta verkefni sem ég hef komið nálægt hvað mannfjölda varðar og ég er gríðarlega stoltur af útkom- unni. Ég vann náið með öllum sem komu að upptökunni; hljóðfæraleikurum, mynda- tökumönnum, hljóðmönnum, ljósafólki, uppsetjurum, bún- ingahönnuðum og leikmynda- hönnuðum. Það stóðu sig allir eins og hetjur og ekki einn einasti maður á staðnum steig feilspor. Það voru allir í sínu allra besta formi á þessum tónleikum. Mér fannst þetta ofboðslega skemmtilegt og ég sé fyrir mér að ég eigi eftir að færa mig meira á bak við myndavélarnar í framtíðinni. Jafnvel leikstýra bíómynd.“ Páll Óskar bregður sér í ólík hlutverk frá degi til dags og syngur bæði popp og klassík, auk þess að vera einn eftir- sóttasti plötusnúður landsins, þekktur fyrir Eurovision- partý, Halloween-veislur og fleira. „Ég myndi aldrei geta fest mig við eitthvað eitt. Þá fengi ég örugglega mjög fljótt leið og myndi ekki endast lengi í þessum bransa. Lykillinn að því að endurnýja sig og hafa gaman að hlutunum er að fá að breyta til.“ Það vekur athygli mína að allt í kringum þetta viðtal fer beint í dagbókina hjá okkar manni, þannig að það liggur beint við að spyrja hann út í agann og skipulagið í daglegu lífi. „Ég er búinn að koma mér upp mjög ströngum vinnu- reglum. Ég verð að horfa á þetta eins og atvinnumað- ur. Ef það eru tónleikar til dæmis fer dagurinn allur í að undirbúa þá. Rétt eins og hjá atvinnumönnum í íþróttum ef það er leikur að kvöldi. Eins verð ég að halda ákveðnum atriðum í lagi ef ég á að geta komið fram svona oft og verið í jafnvægi. Átta tíma svefn, sæmilega hollt matarræði, regluleg hreyfing og gott skipulag er mér algjörlega lífsnauðsynlegt. Svo byrja ég alla daga á að segja upphátt: „Já!“ Þannig býð ég daginn velkominn og fer inn í hann með rétt viðhorf. Ef ég myndi byrja daginn á að segja: „Helvítis-djöfulsins-andskot- ans,“ væri sá tónninn settur. Svo verð ég líka að treysta því og trúa að það sem ég geri sé mjög gott. Mér verða að finnast lögin mín æðisleg ef dæmið á að ganga upp. Lögin og textarnir verða að vera í lagi. Þú getur verið æðislega hæfileikaríkur og flottur, en ef lögin eru ekki í lagi mun ekk- ert gerast. En ef að fólk fær einhvern tíma leið á mér hef ég engar áhyggjur, því það er margt sem ég á eftir að gera í lífinu. Mig langar til dæmis mikið til að semja handrit og vera á bak við myndavélarnar í hvaða mynd sem það er. Mér fannst til dæmis æðislegt að hafa yfirumsjón með verk- efninu með Sinfóníunni. Ég er pródúsent í eðli mínu.“ Páll Óskar „Ég er búinn að koma mér upp mjög ströngum vinnu- reglum. Ég verð að horfa á þetta eins og atvinnumaður.“ Ljósmynd/ Hari Kemur til greina að leikstýra bíómynd Fólkið sem Páll Óskar hitti var fallegt að utan og innan. arionbanki.is – 444 7000 Þingvallavatn Þingvallavatn er stærsta náttúrulega stöðuvatn Íslands og er 83,7 km2 að atarmáli. Þar sem Þingvallavatn er dýpst er það 114 m og er dýpsti punkturinn u.þ.b. 13m undir sjávarmáli.Vatnið er hið ‚órða dýpsta á landinu. Mest af vatninu kemur beint úr uppsprettum og því er aðeins lítill hluti þess úr ám. Þó renna árnar Villingavatnsá, Ölfusvatnsá og Öxará í Þingvallavatn. Úr vatninu rennur Sogið en það er stærsta lindá á Íslandi. Hvaða sjóður hentar þér? Lykillinn að góðum árangri í árfestingum er að gera sér grein fyrir árfest- ingarmarkmiðum og velja hentugar ávöxtunarleiðir. Arion banki býður úrval sjóða, bæði verðtryggða, óverðtryggða, langa og stutta, sjóði sem árfesta í skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum ármálagerningum. Leitaðu til okkar og við aðstoðum þig við að €nna hvað hentar þér og þínum markmiðum. Hvað skiptir þig máli? Sjóðir 44 viðtal Helgin 2.-4. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.