Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 20
„Full ástæða er til þess að skoða
hvort munur er á bið kynjanna eft-
ir aðgerðum á Landspítalanum og
ég hvet til þess,“ segir Sigurður
Guðmundsson, forseti fræðasviðs
heilbrigðisvísinda við Háskóla Ís-
lands og fyrrum landlæknir. „Það
er í sjálfu sér ekki mikið vanda-
mál að gera það út frá gögnum
landlæknisembættisins.“
Sigurður rýndi í biðlista og
skrifaði grein í Læknablaðið fyrir
níu árum ásamt þeim Matthíasi
Halldórssyni aðstoðarlandlækni
og Steinunni Þórðardóttur hjá
embættinu. Þar kom fram að í
mörgum tilfellum væri verulegur
og marktækur munur á lengd bið-
tíma eftir aldri og kyni sjúklinga.
Konur biðu lengur eftir því að
komast á Reykjalund. Þær biðu
einnig lengur eftir þjónustu háls-
, nef- og eyrnalækna svo dæmi
séu nefnd. Karlar biðu hins vegar
lengur eftir aðgerðum á almennri
skurðdeild. „Þetta var eina
deildin þar sem karlar biðu
marktækt lengur en kon-
ur,“ segir í greininni.
Einnig sást munur eftir
aldri.
Sigurður segir hættu
á því að hópum sé mis-
munað eftir aldri, kyni og
jafnvel kynþætti þegar heil-
brigðisþjónustan á í vand-
ræðum vegna niðurskurðar,
manneklu eða plássleysis. „Við
höfum einnig meiri tilhneigingu
til að skera niður þar sem vanda-
málin eru langvarandi og
til að vernda bráða-
þjónustuna.“
- gag
ar, en 99 slíkar voru gerðar þar í
fyrra. Lítill samdráttur hefur orðið
á gallsteinaaðgerðum eftir samein-
ingu spítalanna því þeim hefur fjölg-
að á Landspítalanum og eru aðeins
átta færri en til samans á spítulunum
tveimur miðað við fyrstu níu mán-
uðina. 395 hafa gengist undir slíka.
Hins vegar hefur aðgerðum á
augasteinum fækkað um ríflega 660
frá því í fyrra. Aðgerðunum hefur
því fækkað um 57 prósent milli ára.
Litlu færri voru gerðar á St. Jósefs-
spítala einum allt síðasta ár en sam-
drátturinn mælist nú. Biðin hefur
einnig lengst úr þrjátíu vikum í 51,
eða tæpt ár.
Geir Gunnlaugsson, landlæknir,
segir að embættið bíði eftir nýjum
tölum til að sjá hvort Landspítalinn
hafi náð betri tökum á þjónustunni
sem St. Jósefsspítali bauð áður upp
á. Hann gefur árið og bíður næstu
talna en segir vel fylgst með þróun-
inni.
„Það er verið að endurskipuleggja
starfsemina og við eigum eftir að sjá
hvernig þetta kemur til með að jafn-
ast út. Það er ekki nóg að líta einu
sinni á svona tölur heldur þarf að
skoða þetta til lengri tíma. Nýjustu
tölurnar taka til september, ágúst
og júlí. Þarna eru sumarleyfismán-
uðir og fleira. Það er þó ástæða til að
fylgjast með þessu,“ segir hann.
Ekki er þó ljóst hvort biðin styttist
það sem eftir er af árinu. Bið eftir til
dæmis legnámsaðgerðum er tvöfalt
lengri en í júní eða 12 vikur. Leg-
námsaðgerðum hefur þó ekki fækk-
að ógurlega. Leg hefur verið numið
brott úr 201 konu á Landspítalanum
fyrstu níu mánuði ársins, miðað
við 227 konur sem gengust undir
brottnám legs fyrstu níu mánuðina
í fyrra. Aðgerðunum hefur fækkað
um tæp 12 prósent.
Fé fylgdi ekki verkum
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala,
segir að vitað hafi verið að það tæki
sinn tíma að sameina spítalana;
sortera, hreyfa á milli og sameina
biðlista. „Alltaf hikstar eitthvað við
rót í kerfinu,“ segir hann. „Ég verð
að segja að eins og búið er að draga
saman í heilbrigðiskerfinu er undra-
vert að biðlistar séu ekki lengri. “
Hann segir rúmum hafa fjölgað
á kvennadeildinni á árinu. Og hluti
deildarinnar hafi verið opnaður um
helgar.
„Mér finnst hafa tekist vel til að
mörgu leyti. Sameiningin hefur
gengið vel og betur en við þorðum
að vona, en það er spurning um
afleiðingar og hvort fé hafi fylgt
verkum? Ég held að það sé algerlega
augljóst að svo hafi ekki verið,“ segir
Björn.
„Fyrir árið 2008, frekar en 2009,
var sjúkrasvið St. Jósefsspítala
rekið fyrir rúman milljarð. Þegar
við tókum við verkinu var okkur
úthlutað 480 milljónum fyrir ellefu
mánuði. Stjórnvöld gerðu góð kaup
þegar við tókum þetta að okkur sem
einhvers konar hagræðingu. Við
fengum of lítið til þess að geta gert
allt það sem við gerðum áður. En það
var ekki meira til skiptanna. Þetta
er sú staðreynd sem við vinnum við í
heilbrigðiskerfinu í dag.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Bíða konur lengur en karlar?
Fyrrum landlæknir vill að
biðlistarnir verði kannaðir
Sigurður
Guðmunds-
son, forseti
fræðasviðs
heilbrigðis
vísinda
HÍ.
Landspítalinn styttir bið
eftir brjóstaminnkun úr
fjórum árum í tvö.
Konur bíða í tvö
ár eftir minni
brjóstum
Hvergi er bið eftir aðgerðum á
spítölum landsins eins löng og
biðin eftir brjóstaminnkun. 61
kona beið í júní eftir slíkri aðgerð
á Landspítalanum og þarf hver að
bíða í 104 vikur að jafnaði, eða tvö
ár, eftir aðgerð. Biðlistinn hefur
staðið í stað frá júní. Um þriðjungi
færri eru þó á biðlistanum nú en á
sama tíma fyrir ári og biðin hefur
heldur betur styst, því í fyrra var
biðin að meðaltali 217 vikur eða
fjögur ár. Björn Zoëga, forstjóri
Landspítalans, segir að af mörgum
ástæðum hafi brjóstaminnkunar
aðgerðir ekki verið framarlega á
forgangslistum. „Þessi langa bið
hefur verið í hátt í tíu ár.“ Hann
segir styttingu biðlistans ekki
vegna þess hve margar hafi komist
í aðgerð. „Við höfum tekið til á
biðlistanum og séð hverjar eru í
raun tilbúnar í aðgerð,“ segir hann
og vísar í að ekki séu allar tilbúnar
í aðgerð, hafi til dæmis ekki
grennst eins og þær þurfi.
Búið er að gera 49 brjósta
minnkunaraðgerðir á heil
brigðisstofnunum landsins; alls
27 á Landspítalanum og 17 á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands og
fimm á Akureyri. - gag
Aðgerðum á
Landspítala
hefur fækkað
um hundruð.
Mynd/Inger
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is
Stórfenglegar
minningamyndir
Með þjóðinni
á Þingvöllum
Þingvellir – Þjóðgarður og heimsminjar er alhliða ferðahandbók.
Hér er fjallað um sögu staðarins, þinghald og búskap, mótun
landsins og náttúrufar. Áhersla er lögð á að opna þjóðgarðinn fyrir
gönguglöðum ferðalöngum með vönduðum leiðarlýsingum, auk
þess sem sérstakt gönguleiðakort fylgir bókinni.
Sigrúnu Helgadóttur er einkar lagið að lýsa íslenskum náttúru-
perlum og opna fyrir löndum sínum. Virðing hennar fyrir landinu og
gæðum þess litar allt sem hún skrifar. Sigrún fékk Fræðiritaverðlaun
Hagþenkis 2009 fyrir bók sína um Jökulsárgljúfur, sem jafnframt var
sú fyrsta í ritröðinni Friðlýst svæði á Íslandi.
Hannes er einstakur sögumaður, þekktur
fyrir orðauðgi og stílfimi.
Minningamyndirnar sem hann bregður
upp fyrir lesendur sína eru skýrar,
trúverðugar og fallegar – helga sér
bólstað í minni þess sem les.
Skáldið Hannes
Pétursson tekur sér
stöðu á Nöfunum fyrir
ofan Sauðárkrók og
skyggnist yfir svið
bernsku sinnar norður í
Skagafirði, rifjar upp
mannlífið á Króknum,
sumrin frammi í sveit,
vegagerð á stríðs-
árunum og dregur upp
minnisstæðar myndir
af samferðamönnum í
listilega smíðuðum
frásögnum.
Hér er lýst miklum
breytingartímum sem
mótuðu ungan Skagfirðing en
umturnuðu einnig landinu öllu,
heiminum öllum.
20 fréttaskýring Helgin 2.4. desember 2011