Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 56
Fært til bókar Langvinn skilnaðardeila Hjónabönd enda stundum í skilnaði, það er alkunna. Eigi hjónin börn er það á ábyrgð þeirra að skilnaðurinn verði sem sársaukaminnstur fyrir þau. Betra getur verið að slíta vondum hjóna- böndum en að halda þeim áfram enda ósætti og eilíf átök hvorki góð fyrir þá sem í standa né fyrir þá sem á þurfa að hlusta tilneyddir, það er börnin. Miðað við það sem gengið hefur á að undanförnu hjá ríkisstjórninni er sam- líkingin við slíkt hjónaband ekki fjarri lagi. Þótt bærilegt samband virðist vera á milli flokksforingjanna tveggja, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, verður hið sama ekki sagt um flokkana sem þau stýra. Þeir hafa verið eins og hundur og köttur að undanförnu, svo gripið sé til enn einnar samlíkingarinnar, en Jóhanna hefur áður lýst erfiðri kattasmölun í hópi samstarfsflokksins. Samfylkingarmenn urðu æfir þegar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ákvað að koma í veg fyrir kaup kínversks athafnamanns Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum og uppbyggingu ferðaþjónustu þar. Þau átök voru ekki að baki þegar allt varð vitlaust á ný milli flokkanna og innan raða Vinstri grænna vegna til- lagna Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra um breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Ekki sér fyrir endann á þeim slag, hvort heldur Jón hangir eða fýkur. Allt er þetta lagt á börn landsfeðranna í þessari langvinnu skilnaðardeilu, það er að segja þjóðina. Forsetaefnum fjölgar Ábendingum um hugsanleg forsetaefni fer fjölgandi og er það að vonum enda for- setakosningar á næsta ári. Líklegt má telja að Ólafur Ragnar tilkynni fyrirætlanir sínar í nýársávarpi. Hann hefur þá setið í fjögur kjörtímabil, jafn lengi og Ásgeir Ásgeirsson og Vigdís Finnboga- dóttir. Það ræður að sjálfsögðu miklu um framboð annarra hvort forsetinn fer fram eður ei. Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmála- ráðherra og núverandi skrifstofustjóri Landsvirkjunar, var einna fyrst nefnd sem arftaki Ólafs Ragnars. Vísbend- ingar í netkönnunum síðastliðið vor sýndu ívið meira fylgi við Rögnu en Ólaf Ragnar. Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir leikkona hefur ýjað að forseta- framboði. Í vikunni var rætt við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofn- unar Háskóla Íslands, um hugsanlegt forsetaframboð en Salvör stýrði Stjórnlagaráði fyrr á árinu. Hún neitaði því ekki að nokkrir hefðu komið að máli við sig vegna málsins en tók ekki frekari afstöðu til þess. Síðastur í röð- inni er Kristinn Sigmundsson óperusöngvari. Á hann hefur verið skorað, ekki síður en á Salvöru. Kristinn tók þó af allan vafa í viðtali og sagðist ekki hafa tíma til þess að verða forseti. GEFÐU ÞEIM SEM ÞÉR ÞYKIR VÆNT UM GÓÐA GJÖF UM JÓLIN! Jólagjafaöskjurnar frá Bláa Lóninu innihalda íslenskar gæðavörur sem eru vandlega valdar saman til að skapa fullkomna upplifun. H úðgreining og ráðgjöf á staðnum Laug aveg i 15 ww w. blu ela go on .is Fegraðu líkamann JÓLATILBOÐ 4.500 kr. (fullt verð 6.500 kr.) Þessi askja hefur allt sem þarf til að dekstra við húðina eftir baðið. Hagræðing og tækifæri Nýr gjaldmiðill M eð nýjum gjaldmiðli er hægt að ná fram töluverðri hag-ræðingu og tækifæri gefst til þess að afnema gjald-eyrishöftin. Í dag safnast upp verulegar upphæðir í bankakerfinu í eigu erlendra vogunarsjóða og jöklabréfaeigenda. Jafnframt eru verulegar krónueignir erlendis. Stjórnvöld eru að berjast við vandamálið og má líkja verk- laginu við að steypa alltaf hærri stíflu eftir því sem vatnið hækkar. Þetta getur bara endað á einn veg, stíflan brestur. Það er verið að fresta vandamálinu sem eingöngu stækkar. Hugmyndir hafa verið uppi um að taka upp a) Kanada dollar, b) festa gengið við gullfót eða c) prótein og orku, d) taka upp norska krónu (NOK) og e) upptaka evru. Þessar fimm leiðir eru óhagstæðar fyrir íslenskan útflutning og ferðaþjónustuna. Einnig væru sveiflurnar á gjaldmiðlinum meiri en þær eru í dag. Fólk sér það í hendi sér að Ísland væri gjaldþrota ef krónan hefði fylgt heimsmarkaðsverði á áli, gulli, olíu, fiski eða raforku. Einhliða upptaka NOK eða evru væri algjörlega út í hött þar sem við myndum tapa stjórn á peninga- og vaxtamálum í landinu. Sjávarútvegurinn var grátt leikinn hér fyrir hrun með sterkri krónu. Kanadamenn njóta þess að hafa mikið af hrávöruauðlindum sem hafa hækkað mikið í verði á undanförnum árum vegna uppgangs í kínverska hagkerfinu og nýmarkaðslönd- unum og þar af leið- andi hefur gengi Kanadadollars hækkað. Þetta hjálpar ekki ís- lenskum efna- hag, heldur þvert á móti; við erum háð út- flutningi og ferðaþjón- ustu í gjald- eyrisöflun. Einnig erum við í litlum við- skiptum við Kanadamenn og flytja Ís- lendingar mjög lítið af vörum inn frá Kanada og útflutningur til Kanada er nánast enginn. Fastgengisstefna er allt annar handleggur. Ef Íslendingar festu gengi nýs íslensks gjaldmiðils við þann gjaldmiðil sem inn- og útlutningur er mest í og við skulduðum mest í, sem er BNA-dollar, snéri málið öðru vísi við. Landsvirkjun og íslenska ríkið skulda mest í BNA-dollar og allt rafmagn til stóriðju er selt í BNA- dollar. Allt ál er að sjálfsögðu selt í BNA-dollar. Með því að festa gengið við BNA dollar myndi nást sá stöðugleiki sem Íslendingar óska eftir og svigrúm til vaxtalækkna aukast. Þetta er að sjálf- sögðu bundið því að gera fríverslunarsamning við BNA og gjald- eyrisskiptasamning við Seðlabanka BNA. Það má ekki gleymast í umræðunni að sterkur gjaldmiðill er slæmur gjaldmiðill þegar illa árar annarstaðar. Olíuútflutningur Norðmanna og hrávöru og olíuútflutningur Kanadamanna er í BNA-dollar. Þar af leiðandi er hagkerfi beggja landa háð gengi BNA-dollar. Ef að Íslendingar breyttu gjaldmiðlinum, úr íslenskri krónu í annan íslenskan gjaldmiðil væri hægt að stemma stigu við út- flæði gjaldeyris. Best væri að festa gjaldmiðilinn við BNA-dollar. Stærsti hluti skulda Íslands og stærstu fyrirtækja landsins er í BNA-dollar. Mestur partur innflutnings er í BNA-dollar. Auk þessa má hefta útflæði erlends gjaldeyris með skattlagningu, sér- stöku skiptigengi og útgáfu erlendra skuldabréfa. Þeir aðilar sem eiga aflandskrónur yrðu að skipta yfir í nýja gjaldmiðilinn. Þessi gjaldmiðilsbreyting gæti einnig verið notuð til þess að ná til baka aflandskrónum sem komið hefur verið fyrir í skattaskjólum. Hægt væri að taka upp íslenskan ríkisdal í staðinn fyrir ís- lensku krónuna og gengi fest við BNA-dollar. Þetta hefur gefist vel og hefur verið við lýði á Bermuda frá 1970. Einnig hefur svipað fyrirkomulag verið frá 1935 á Barbados. Þessi breyting myndi hjálpa útflutningsfyrirtækjum og allar áætlanagerðir verða auðveldari og auskiljanlegri. Þetta myndi einnig auðvelda ferða- mönnum að skilja verðlagningu á Íslandi. Stjórn peningamála er í höndum stjórnmálamanna og Seðlabanka og þess vegna er mikilvægt að menn tali varlega um krónuna, því hún er eingöngu hagtæki sem við notum í viðskiptum. Það er kristaltært að það verður að breyta peningastefnu landsins og leggja verðbólguvið- miðin til hliðar. Kærleiksþjónusta kirkjunnar Miskunnsami Samverjinn ekki við hæfi barna í Reykjavík K ærleiksþjónusta kirkjunnar er ein af þremur megin stoð-unum í starfsemi kristinnar kirkju, en hinar eru útbreiðsla fagn- aðarerindisins og guðþjónustan. Kristin kirkja byggir á fagnaðarer- indi Jesú Krists með gullnu regluna um að elska náungann eins og sjálfan sig sem leiðarljós. Sagan um „miskunnsama Samverjann“ er fyr- irmynd kærleiksþjónustunnar, – að koma skilyrðislaust til hjálpar þegar þung áföll, neyð eða hjálparleysi verður hlutskipti einhvers. Kristin trú gæðir þessa sögu merkingu og kennir hvernig við sem samborg- arar getum tekið að okkur að vera verkfæri í hendi Guðs og færa blessun og náð Guðs inn í líf hvors annars. Þetta hefur þróast í fyrirmynd samfélagsins að velferðarkerfi sem er skilgetið afkvæmi kærleiksþjónustu krist- innar kirkju. Kærleiksþjónusta kirkjunnar tekur við þar sem bjargir samfélagsins eru tak- markaðar og stuðn- ingnum ekki síst beint að einstak- lingnum með sálusorg þar sem hlúð er að einstak- lingnum. Hann er studdur í að takast á við erf- iðar að- stæð- ur og hon- um sýnd- ur kær- leiki og miðlað von. Ekki þarf að taka fram að þessi þjónusta er veitt á for- sendum þess sem þiggur hana óháð trúarskoðun, aldri, kyni, þjóðfélagsstöðu, – fyrir alla, alla sem einn. Prestar þjóðkirkjusafnaða auk sérþjónustupresta hafa þann starfa að koma fyrirvaralaust inn í aðstæður fólks hverjar svo sem þær eru til hjálpar og stuðnings og halda úti vakt allan sólarhring- inn alla daga ársins. Þetta er það net sem þjóðkirkjan og meðlimir hennar hafa byggt upp fyrir alla jafnt sem meðlimi þjóðkirkjunnar. Þegar áföll sem varða stóran hóp í samfélaginu ríða yfir, svo sem hópslys eða annað sem kemur sem högg á samfélagið þá krefst það þess að fleiri aðilar sem mynda svo- kölluð áfallateymi komi að málum. Almannavarnir hafa komið upp áfallakerfi við vá og slysum í hverf- um borgarinnar, svokölluðum áfallaráðum sem eru hluti af viðbragðsáætlunum sem hafa það hlutverk að skipuleggja stuðning og nýta bjargir heilsugæslu, félagsþjónustu og kirkju. Áfallaráð- in í hverfum geta haft frumkvæði að því að skipu- leggja stuðning vegna minni áfalla í hverfum, eða áfalla sem tengjast einstaklingum/þrengri hópum, til lengri eða skemmri tíma. Mikilvægur þáttur í starfi áfallaráða er tengslamyndun milli fulltrúa stofnana í hverfum og tengslamyndum við áfallateymi. Í lögum um Almannavarnir hvílir lagaskylda á framlagi og þátttöku þjóðkirkjunnar og sóknar- prestar viðkomandi sókna sitja í áfallaráði. Með samþykkt sinni hefur borgarráð útilokað frí- stundaheimili, alla grunnskóla og leikskóla borg- arinnar frá því að fá þjónustu þessa áfallaráða, þrátt fyrir að það hvíli lagaskylda á starfi þeirra. Sérkennilegt er þetta, ekki síst í ljósi þess að komi til slysa – fjöldaslysa eða minni – þá fá leik- og grunnskólar ekki aðstoð því þeir hafa meinað prestum og þjóðkirkjunni aðgang. Í áfallaráðum og áfallateymum sitja prestar sem stundum eru einu sérmenntuðu aðilarnir á þessu sviði sem starfa í og þekkja samfélagið sem verið er að hlúa að. Prestur fer ekki í skóla á sorgarstund til að tala um daginn og veginn heldur til að biðja og styrkja með þeim sem eftir því leita og geta/vilja taka þátt. Með nýjum reglum borgarráðs hefur sálu- sorgarstarf ,,miskunarsama Samverjans’’ verið bannað börnum í borginni, – ekki við hæfi barna! Helst þá eitthvað fari úrskeiðis verður einmitt þar mikil þörf fyrir hjálp í neyð af einhverju tagi í nánasta umhverfi barnanna. Það hefur því miður margoft sýnt sig að þörfin fyrir þjónustu presta er mikil og alveg óháð reglum borgarráðs, en miðast við þá sem þurfa og þiggja hana. Að banna það hafa borgaryfirvöld að mínu viti tekið tekið stefnu gegn börnum í Borginni. Ef móðir Teresa væri uppi á okkar tíma og hefði valið að starfa í þágu barna í Reykjavík, þá hefði hún ver- ið bönnuð börnum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Borginni. Hver hefur gefið borgarráði þetta húsbóndavald? Guðmundur Franklín Jónsson formaður Hægri grænna, flokks fólksins Björn Erlingsson Meðlimur í þjóðkirkjunni Helgin 2.-4. desember 201156 viðhorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.