Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 38
Hann getur dregið upp mynd með einni pensil- stroku og sumar setn- ingar hans sitja lengi eftir í huganum. É g hef lengi vitað að ýmis djásn úr penna Braga væru að finna hingað og þangað á gulnandi blöðum og í tímaritum,“ segir Hrafn. „Bragi er nefnilega ekki bara einhver besti sögumaður sem ég hef kynnst, hann er líka stílsnillingur, en það fer hreint ekki alltaf saman,“ segir Hrafn og bætir við að sumar frásagnir Braga, mannlýsingar og minningar- greinar eigi heima í úrvalsdeild ís- lenskra bókmennta. „Mér þótti tímabært og verðugt verkefni að safna saman skrifum frænda míns og gefa út á bók ásamt DVD-diski þar sem Bragi sjálfur er lif- andi kominn með sín dásamlegu inn- slög í Kiljunni.“ Bragi hefur verið með í Kiljunni frá upphafi þannig að af nógu var að taka þegar ráðist var í að velja efni á DVD-diskinn en þar talar Bragi meðal annars um Elías Mar, Ástu Sigurðar- dóttur, Harald Hamar, Jökul Jakobs- son og Marilyn Monroe. Menningarverðmæti í kolli Braga Egill Helgason, sem segja má að hafi kynnt Braga fyrir alþjóð, er á sama máli og Hrafn en í tölu sem Egill hélt í útgáfuhófi bókarinnar sagði hann það flokkast undir varðveislu menn- ingarverðmæta að halda sögum Braga til haga. Egill lét þess einnig getið að þegar Bragi birtist fyrst í Kiljunni hafi ýmsir menningarsnobbarar fitjað upp á trýnið en Bragi hafi hins vegar um- svifalaust slegið í gegn. „Bragi gaf mér algjörlega frjálsar hendur, enda var honum síst í mun að troða sér í bók,“ segir Hrafn. „Hann benti mér á eitt og annað, enda hefur hann skrifað margt á löngum ferli. Bragi varð kornungur blaðamaður á Vikunni 1959 og skrifaði þá frábærar nærmyndir af þekktum Íslendingum. Sum af þeim nöfnum eru nú gleymsku orpin, en allt var þetta fólk sem setti svip á samtíðina og mannlíf á Ís- landi. Þetta eru ákaflega fróðlegir og skemmtilegir þættir og hreint ótrúlega vel skrifaðir. Svo er í bókinni óborganleg úttekt sem Bragi skrif- aði á sínum tíma um Halldór Kiljan Laxness og lýsing hans á mannlífinu við Laugaveg 11, sem var frægasta kaffihús Reykjavíkur upp úr miðri síðustu öld. Sá kafli er heilt perlusafn, þar er sagt frá glæponum og skáldum og hommeríi og allskyns kúnstugum karakterum.“ Fremst í bókinni er viðtal Árna Þórarinssonar við Braga sem birtist í Morgunblaðinu árið 2006 en síðan tekur Bragi yfir sviðið með gömlum nærmyndum sínum af þekktum Íslend- ingum. Þriðji og síðasti hluti bókarinn- ar geymir svo minningargreinar sem Bragi hefur skrifað um samferðarfólk sitt, vini og ástvini. „Á því sviði á hann sér engan líkan. Hann getur dregið upp mynd með einni pensilstroku, og sumar setningar hans sitja lengi eftir í huganum,“ segir Hrafn sem hefur undanfarið plægt sig í gegnum gömul Morgunblöð og valið minningargrein- ar eftir frænda sinn í bókina. „Hann skrifar hlýlega og hispurs- laust, alltaf fundvís á hið sérstæða og kímilega, en er fyrst og fremst ein- hver mesti sálkönnuður sem ég hef komist í kynni við. Ég held að ein af skýringunum á því hvað Bragi er góð- ur sögumaður og mikill mannþekkj- ari sé einfaldlega sú að hann kann að hlusta. Meirihluti fólks er alltaf að bíða eftir því að komast að í samræð- um. Ekki Bragi. Hann hlustar, setur í samhengi, leggur á minnið, dregur ályktanir og spyr af áhuga.“ Hrafn segir það hafa verið forrétt- indi að eiga slíkan móðurbróður. „Og geta setið við fótskör hans í fjölskyldu- boðum á annarri öld, heimsótt hann í búðina í áratugi og hringt í hann þegar ég hef þurft að vita eitthvað. Í mínum augum var Bragi ekki bara með skemmtilegustu mönnum lands- ins, heldur líka alfræðingur. Hann er húmoristi án hliðstæðu og hlífir engum á sinn yfirmáta elskulega hátt, síst sjálfum sér.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Elskulegur húmoristi sem hlífir engum Dýrmætur vinur „Bragi er einn stórkostlegasti persónu- leiki sem ég hef hitt á ævinni, æðislegur húmoristi og þú veist aldrei á hverju þú átt von frá honum,“ segir Halldóra Ingimars- dóttir, dagskrárgerðarmaður í Kiljunni, sem hefur skiljanlega verið tíður gestur í bókabúðinni hjá Braga. „Hann kemur sífellt á óvart og getur verið skemmtilega dónalegur sem betur fer! Hann tekur alltaf vel á móti okkur vinkonunum í Kiljunni og er orðinn okkur dýrmætur og góður vinur og við hreinlega bara elskum hann Braga! Það er alltaf tilhlökkun að koma í búðina til hans í upptökur og knúsa hann í kaf.“ Fastur liður eins og forsetinn Bragi er kominn í flokk þeirra sem Jóhannes Kristjánsson, eftirherma, stælir á sinn ein- staka hátt en Jóhannes segist hafa brugðist við og bætt Braga í safnið eftir að hann sló í gegn í Kiljunni. „Já. Ég er bara með hann fastan hjá mér og er búinn að vera með hann í tvö ár. Bara alveg frá því að hann varð svona heimsfrægur í Kiljunni,“ segir Jóhannes. „Hann er einn af okkar allra bestu karakt- erunum og ég sá strax að þarna var einhver matur og að eitthvað gott héngi á spýtunni eins og sagt er. Hann er ekki venjulegur og er bara orðinn fastur liður eins og forsetinn og er eitt af stóru númerunum hjá mér. Hann er mjög sérstakur maður og gott að túlka hann. Hann er líka afskaplega skemmtilegur og hefur mikið skemmtigildi og við getum sagt að hann sé kominn í góðan félagsskap með öllum þessum sérstöku persónum,“ segir Jóhannes sem hefur ekki síst sérhæft sig í að herma eftir Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðna Ágústssyni. Fornbókaverslun Braga Kristjónssonar hefur í áratugi verið fastur samkomustaður fólks úr öllum kimum samfélagsins. Þar koma saman innan um gamlar skruddur og fágæta dýrgripi skáld, glæpamenn, ráðherrar og Bobby Fischer á meðan hann var og hét. Allir eru jafnir hjá Braga sem býður í nefið og skemmtir gestum og viðskiptavinum með leiftrandi sagnagáfu sinni. Bragi varð svo fastur gestur á heimilum fjölda landsmanna eftir að Egill Helgason fékk hann til þess að ljúka hverjum Kiljuþætti með stuttum innslögum úr bókabúðinni þar sem Bragi talar um bækur, fólk og segir krassandi sögur úr menningarlífi þjóðarinnar. Vinsældir Braga urðu til þess að frændi hans, Hrafn Jökulsson, réðst í að safna saman greinum eftir sagnameistarann sem komnar eru út í bókinni Sómamenn og fleira fólk. Bragi á kafi í fróðleik í fornbókabúðinni sinni en álíka magn fróðleiks rúmast líklega í kolli hans og nú er brot af því besta komið út á bók. Ljósmynd Hari. 38 bækur Helgin 2.-4. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.