Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Sjötíu prósent til framkvæmdastjórans Gefðu gjöf sem gleður, gjöf sem kítlar bragðlaukana Gjafakort á Nítjánda veitingastað er alveg tilvalið í jólapakkann E ndurskoðendarisarnir KPMG, Delo-itte, Ernst & Young og Pricewater-houseCoopers hafa hagnast um 1,9 milljarða eftir hrun samkvæmt ársreikning- um fyrirtækjanna fjögurra. Þessi félög voru sum hver gagnrýnd í Rannsóknarskýrslu alþingis fyrir að sinna ekki skyldum sínum við endurskoðun reikningsskila bankanna árið 2007 og árshlutauppgjör fyrri helm- ing árs 2008 en KPMG var endurskoðandi Kaupþings og PricewaterhouseCoopers var endurskoðandi Landsbankans og Glitnis. KPMG hefur gengið gríðarlega vel eftir hrun. Félagið skilaði 490 milljóna króna hagnaði árið 2010 og 498 milljóna króna hagnaði árið 2009 eða samtals 988 milljón króna hagnaði á tveimur árum. Alls greiddi félagið 931 milljón króna í arð á þessum tveimur árum til hluthafa sinna. Ekki kemur fram í ársreikningi félagsins hverjir eru hluthafar og hversu mikið hver og einn hluthafi á en samkvæmt heimasíðu félags- ins eru þeir 33 og starfa allir hjá félaginu: Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri KPMG, er hluthafi sem og allir stjórnar- menn þess, Jón S. Helgason, stjórnar- formaður, Anna Þórðardóttir, Benedikt K. Magnússon, Margrét G. Flóvenz og Símon Á. Gunnarsson. Deloitte kemur næst með 529,9 milljóna króna hagnað á undanförnum tveimur árum. Þar af var 311 milljóna króna hagn- aður á síðasta ári. Alls hafa hluthafar í Deloitte fengið 400 milljónir króna í arð á undanförnum tveimur árum. Samkvæmt ársreikningi 2010 er eigandi Deloitte fé- lagið D&T sf en engar upplýsingar finnast um félagið í hlutafélagaskrá. Samkvæmt heimasíðu Deloitte eru eigendurnir tíu. Þeir eru: Knútur Þórhallsson, stjórnarfor- maður og fyrrverandi skilanefndarmaður í Kaupþingi, Þorvarður Gunnarsson for- stjóri, Margrét Ólöf Sanders fjármálastjóri, Lárus Finnbogason, sviðsstjóri endurskoð- unar og fyrrverandi formaður skilanefndar Landsbankans, Ágúst Heimir Ólafsson, Vala Valtýsdóttir, Guðmundur Kjartansson, Sif Einarsdóttir, Þorsteinn Pétur Guðjóns- son og Pálína Árnadóttir. Ekki liggur neitt fyrir um skiptingu á milli hluthafanna. PricewaterhouseCoopers skilaði 186 milljóna króna hagnaði á undanförnum tveimur árum og greiddi 210 milljónir í arð til 24 hluthafa sem allir eru starfsmenn. Þeirra á meðal er Reynir Vignir, sem var formaður skilanefndar Straums og er nú- verandi framkvæmdastjóri Pricewater- houseCoopers. Ernst & Young skilaði 181,5 milljóna króna hagnaði á árunum 2009 og 2010. Árið 2010 var betra hjá félaginu því þá var hagnaðurinn 114,2 milljónir. Alls greiddi Ernst & Young 97,7 milljónir í arð til níu hluthafa sem allir eru starfsmenn félags- ins. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Laun framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar námu í fyrra 69 prósentum af þóknunar- og hlunninda- kostnaði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Félagið greiddi honum 16,8 milljónir í árslaun og svo tvær milljón króna vegna skatta sem hann bar af bifreiðarhlunnindunum. Stjórnarformaðurinn, sem fær 270 þúsund krónur á mánuði, fékk 60 þúsund krónur á árinu í ökutækjastyrk. Aðrir stjórnarmenn fengu samtals fimm milljónir í laun og ökutækjastyrk, samkvæmt svörum félagsins við fyrirspurn Fréttatímans. Samtals 27,1 milljónir. Fréttatíminn greindi frá því að þóknanir og hlunn- indi stjórnenda Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar hafa numið 100 milljónum á síðustu fjórum ár. Launakostnaður félagsins, sem er í eigu ríkisins, hefur hækkað um 75 prósent á fjórum árum. Starfsmönnum fjölgaði. Laun framkvæmdastjórans lækkuðu þó með úrskurði kjararáðs. Sjálfur mat hann það svo, samkvæmt úrskurðinum, að laun sín hafi lækkað um helming. - gag Kjartan Þór Eiríksson framkvæmda- stjóri.  ÁrsrEikningar EndurskoðEndarisar 1,5 milljarður í arð Fjögur stærstu endurskoðendafyrirtæki landsins hafa skilað tæplega tveggja milljarða króna hagn- aði á undanförnum tveimur árum. Eigendur þeirra fengu um áttatíu prósent af hagnaðinum í arð. Hagnaður í milljónum Félag 2009 2010 Samtals Deloitte 218,6 311,3 529,9 Ernst & Young 67,3 114,2 181,5 PwC 123,7 62,6 186,3 KPMG 498,3 490,0 988,3 Samtals 1.886 Þessi félög voru sum hver gagn- rýnd í Rannsóknar- skýrslu alþingis fyrir að sinna ekki skyldum sínum við endurskoðun reiknings- skila bank- anna árið 2007 og árs- hlutauppgjör fyrri helming árs 2008 ... Styrkja börn með Downs-heilkenni Úra- og skartgripaverslunin Leonard styrkir börn með Downs-heilkenni með sölu á háls- meninu smjörgrasi fyrir þessi jól og er þetta í fjórða sinn sem verslunin gerir svo. Stefán Hilmarsson söngvari afhenti Downs-börnum fyrsta menið í verslun Leonard í Kringlunni í gær, fimmtudaginn 1. desember. Meðal þeirra sem voru viðstaddir afhendinguna var Jóhann Fannar, fimleikastrákur úr Gerplu, sem hefur tvisvar farið á Special Olympics og hreppt gullverðlaun í bæði skiptin. „Þeir sem eru með Downs-heilkenni eru fyrst og síðast einstak- lingar með sömu væntingar og tilfinningar til lífsins og annað fólk. Stuðningurinn með þessu verkefni er ómetanlegur fyrir félagið. Styrkinn mun félagið nýta í tómstundastarf fyrir börn með Downs-heilkenni,“ segir Jóna María Ás- mundsdóttir, formaður Félags áhugafólks um Downs-heilkenni. -óhþ Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið meira en 2000 íbúðir Íbúðalánasjóður hefur frá árinu 2006 yfirtekið 2.038 íbúðir. Flestar þeirra, eða um fjórðungur, eru á Suðurnesjum. Langflestar íbúðirnar yfirtók sjóðurinn á árunum 2010 og 2011, að því er fram kemur í svari Guðbjarts Hannessonar velferðar- ráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar alþingismanns. Yfirteknar íbúðir á höfuðborgar- svæðinu eru 392, á Suðurnesjum 470, Vesturlandi 251, Vestfjörðum 96, Norðurlandi 209 og Suðurlandi 330. Heildarverðmæti eigna sem Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið er 21 milljarður miðað við fasteignamat en bókfært virði er 19,2 milljarðar. Íbúðalánasjóður byrjaði að leigja út íbúðir í mars 2009 en þá voru 34 íbúðir í útleigu. Þann 31. október síðastliðinn voru 615 eignir í útleigu hjá sjóðnum. Sjóðurinn hefur takmarkaðar heimildir til útleigu á íbúðum en hefur frá árinu 2006 selt 553 íbúðir. - jh Athafnakonan Guðbjörg Matth- íasdóttir þarf að greiða rétt tæpa þrettán milljarða í afborgarnir af skuldum félaga sinna á næsta ári samkvæmt ársreikningi móður- félagsins Fram ehf fyrir síðasta ár. Fram ehf heldur utan um allar hennar eignir, meðal annars í Ís- félagi Vestmanneyja í gegnum ÍV Fjárfestingafélag og Árvakri í gegnum félagið Hlyn A sem á aftur í Þórsmörk, móðurfélagi Árvakurs. Guðbjörg er þó vel sett. Alls nema eignir samstæðu hennar 25,9 milljörðum króna. Skuldirn- ar, 13,7 milljarðar, eru nær allar í félaginu Kristni ehf , sem heldur utan um skuldabréfaeign Guð- bjargar og bankainnistæður. Eigið fé er rúmir tólf milljarðar. Guðbjörg fékk rúmar 176 millj- ónir í arð frá útgerðarfyrirtækinu Ísfélagi Vestmannaeyja á síðasta ári en þar á hún 88,4 prósenta hlut. Eins og Fréttatíminn greindi frá í byrjun þessa árs fékk Guð- björg 2,8 milljarða króna arð á árinu 2009.  FjÁrmÁl grEiðslur til lÁnastoFnanna Guðbjörg þarf að borga 13 milljarða Hannes gefur út Gillz og sig sjálfan Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og rithöfundur, er eigandi einnar framsæknustu og öflugustu bókaútgáfu landsins, BF-út- gáfu sem hefur gefið út undir merkjum Bókafélagsins. Útgáfan keypti einnig nýlega Almenna bókafélagið. Félag Hannesar, Öld ehf, er skráður eigandi bókaútgáfunnar. BF-útgáfa hefur á undanförnum tveimur árum gefið út mikla og stóra doðranta eftir Hannes sjálfan: Tilvitnanabókina Kjarna máls- ins upp á 992 síður í fyrra og bókina um íslenska kommúnista í ár. Útgáfa á bókum eigandans Hannesar hefur þó verið fjármögnuð, að því er virðist, með metsölubókum Egils „Gillz“ Einarssonar sem hefur hreinlega mokað út tveimur lífstílsbókum sínum en sú þriðja, Heilræði Gillz, er nýlega komin út. -óhþ 2 fréttir Helgin 2.-4. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.