Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Page 8

Fréttatíminn - 21.04.2011, Page 8
Vodafone IS 3G 10:32 App, app mín sál! Fermingartilboð í öllum verslunum Stórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvals framúrskarandi fermingargjafa. Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina með þínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa. 2.499 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 29.990 kr. 2 bíómiðar í Sambíóin fylgja á meðan birgðir endast 200 MB á mán. fylgir með í 6 mán. LG Optimus Me F í t o n / S Í A F asteignamógúlarnir Nick og Christian Candy, sem voru meðal viðskiptavina og viðskiptafélaga Kaupþings, seldu á dögunum dýrustu íbúð heims. Um er að ræða íbúð á þremur efstu hæðunum í One Hyde Park, lúxusturni á besta stað í London. Kaupandinn er úkraínski stál- og kolakóngurinn Rinat Akhmetov sem borgaði 136 milljónir punda eða um 25 milljarða fyrir íbúðina. Hann hyggst jafnframt gera hana upp fyrir tólf milljarða til viæbótar. Akhmetov, sem er 44 ára, er einn af ríkustu mönnum heims og eru eignir hans metnar á tíu milljarða punda eða 1.850 milljarða íslenskra króna. Hann er mikill knattspyrnuáhugamaður og er for- seti úkraínska stórliðsins Shakhtar Donetsk. Hann hefur verið lykil- maður í uppbyggingu liðsins sem skilaði sér í sigri í UEFA-keppn- inni árið 2009 og því að félagið komst í átta liða úrslit meistara- deildarinnar í ár. Og Akhmetov fær ýmislegt fyrir aurana sína í One Hyde Park. Fyrir utan glæsileg híbýli fylgir með margs konar lúxus til viðbótar. Kvikmyndahús, 21 metra löng sundlaug, gufuböð, líkamsræktar- salur, golfhermir, vínkjallari og herbergisþjónusta frá Mandarin Oriental, einu af flottari hótelum London sem er við hliðina á lúxus- byggingunni. oskar@frettatiminn.is  Fasteignamarkaður Dýrasta íbúð heims selD One Hyde Park er glæsileg bygging. N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es Úkraínskur auðkýfingur borgaði 25 milljarða fyrir íbúð í London Stál- og kolakóngurinn Rinat Akhmetov keypti lúxusíbúð í London og hyggst gera hana upp fyrir tólf milljarða til viðbótar Það ætti ekki að væsa um Rinat Akhmetov þegar hann dvelur í London. Gríðarleg ásókn er í störf hjá Iceland Express Handling, nýju þjónustufyrirtæki Iceland Express, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Þegar umsóknarfrestur um störfin rann út í gær voru komnar yfir 700 umsóknir um þau tæplega 80 störf sem eru í boði. Iceland Express stofnaði Iceland Express Handling fyrir nokkru til að annast flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli, en áður hafði félagið keypt þessa þjónustu af öðrum. „Forráðamenn Iceland Express höfðu lengi haft hug á að sjá um þjónustu við eigin vélar, enda hefur félagið stækkað ört. Tilgangurinn er að bæta þjónustu við farþega í takt við markaðssókn og bjartari tíma. Iceland Express flýgur til 23 áfangastaða í sumar, þar af fjögurra í Ameríku. Félagið hefur ráðið til sín fjölda nýrra starfs- manna undanfarna mánuði,“ segir enn fremur. -jh 700 umsóknir um 80 störf Ríkissjóður greiðir fyrirfram skulda- bréf í erlendum gjaldmiðli Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, býðst til að kaupa á nafnverði, að hluta eða í heild, þau erlendu skuldabréf ríkissjóðs sem falla í gjalddaga árin 2011 og 2012. Um er að ræða tvö skuldabréf í evrum sem upphaflega voru að fjárhæð 1.250 milljónir evra, eða sem svarar 204 milljörðum króna, að nafnvirði. Seðlabankinn hefur þegar keypt hluta þessara bréfa á markaði, en enn eru um 800 milljónir evra, 130 milljarðar króna, útistandandi. Þessi kaup eru þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs, en einnig liður í gjaldeyrisforða- stýringu Seðlabanka Íslands. Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 767 milljörðum króna, eða 4,7 milljörðum evra, í lok mars síðastliðins. Seðlabankinn og ríkissjóður eru því, að því er fram kemur í tilkynningu Seðlabankans, í góðri stöðu til að greiða þau erlendu lán sem falla í gjalddaga samkvæmt lánasamningum á næstu árum, þar á meðal þau skuldabréf sem hér um ræðir. Tilboðið stendur til 5. maí. -jh s tjórnlagaráð hefur þegar fundað fimm sinnum frá því að það var sett 6. apríl en síðasti fundur ráðs- ins fyrir páska var síðastliðinn þriðjudag. Almennir fundir stjórnlagaráðs nefnast ráðsfundir og eru þeir æðsta vald stjórnlagaráðs. Á þessum fundum hafa m.a. formenn ráðsins verið kosnir, starfsreglur þess og tillaga að fyrsta áfangaskjali verið samþykktar, auk tillögu um óformlega starfshópa. Til umræðu á þriðjudaginn var tillaga stjórnar um tölu nefnda og verkaskiptingu þeirra og kosning nefndarformanna og varamanna þeirra. Starfsreglur stjórnlagaráðs voru samþykktar samhljóða á þriðja fundi ráðsins hinn 13. apríl. Í þeim er fjallað um stjórnsýslu og starfshætti stjórnlagaráðs, frumvarp til stjórnar- skipunarlaga og meðferð þess, starfsmenn ráðsins og önnur ákvæði. Eins og fram hefur komið í Frétta- tímanum var Salvör Nordal kjörin formaður stjórn- lagaráðs og Ari Teitsson varaformaður. -jh Stjórnlagaráð hefur fundað fimm sinnum 8 fréttir Helgin 21.-24. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.