Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 21.04.2011, Blaðsíða 26
H arpa er með marga bolta á lofti. Eftir að hún hætti sem hönnuður hjá CCP hefur hún spreytt sig á ýmsum verkefnum en hún lauk nýverið við að teikna ævintýraheima í nýrri auglýsingaherferð fyrir Cin- tamani og myndskreytti nýja verslun fyrirtækisins í Bankastræti. Hún hefur unnið fyrir E-label og Nikíta og sem búningahönnuður og stílisti, nú síðast fyrir tónlistarmyndband þýsku hljómsveitarinnar Apparat. Undanfarið hefur Harpa snúið sér að sinni eigin sköpun en myndlistar- draumurinn hefur blundað í henni lengi og er sýning á verkum hennar í pípunum. „Þegar ég vinn í törnum gefst mér sem betur fer tími til að sinna mínu inn á milli. Það hefur staðið til mjög lengi að framleiða mína eigin fatalínu og nú hef ég ákveðið að láta verða af því. Ég hef verið að þróa konseptverk- efni sem ég kalla Nakumi Nuna. Það þýðir þakkir til jarðar á frummálinu og er fallegt hönnunar- og handverk sem sækir innblástur til frumbyggja norðurheimskautsins. Heimaland þeirra teygir sig frá norðvesturhluta Rússlands yfir Alaska, norðurhluta Kanada og hluta Grænlands. Vör- urnar minna á fegurð íssins, angur- værð túndrunnar og tengslin við náttúruna. Markmiðið er að minna á afleiðingar gróðurhúsaáhrifa á þetta svæði og hvetja alla til að leggja sitt af mörkum til að stöðva þá þróun. Fatnaðurinn í línunni verður ekki eins og hefðbundnar tískulínur sem eru framleiddar tvisvar á ári heldur verður meiri vinna lögð í hverja flík. Hugmyndin er að hverfa aftur til handverksins og nota mynstur og list frumbyggjanna á fágaðan og stíl- hreinan hátt.“ Harpa segist hins vegar gera sér grein fyrir takmörkunum sínum og er því að svipast um eftir fjárfestum og samstarfsaðilum í verkefnið. „Þótt ég geti gert ýmislegt þá vantar aðeins upp á viðskiptavitið,“ segir hún og hlær. Löndin sem liggja að norðurpóln- um hafa alla tíð heillað Hörpu og er menning þeirra helsti innblásturinn í hönnun hennar. „Það eru kannski helst tengslin við náttúruna og kyrrðin í jöklunum. Ég sæki mikið í mystík. Sumar myndirnar mínar eru dálítið dökkar en mér finnst myst- ík in ekki mega hverfa. Þetta kemur svolítið vegna þess sem er að gerast innra með mér. Ég er stundum að berjast við innri púka sem ég er ýmist að reyna að losna við eða sættast við. Annars er ég alltaf að reyna að vera ekki of drungaleg og taka lífinu létt. Það gengur misvel,“ segir Harpa og glottir. Tískuóð sveitastelpa En hvers vegna hefur þú svona sterka tengingu við menningu sem er svona fjarlæg? „Í rauninni er hún ekki svo fjar- læg. Grænland er til dæmis ekkert fjarlægt. Menningarheimar indíána Norður-Ameríku og inúíta í Kanada hafa mjög mikil áhrif á mig. Ég veit ekki af hverju en þetta hefur alltaf heillað mig. Ég hef haft þetta í mér frá því ég var lítil. Upphaflega var ég upptekin af indíánum Norður- Ameríku og heillaðist meðal annars af navahóum sem gera einstök sand- málverk. Ég vil ekki að fólk týni lífs- háttum þeirra og tengingu við jörðina og náttúruna.“ Harpa er sjálf mikið náttúrubarn og segist hvergi líða betur en í stíg- vélum úti í sveit. „Sumir segja að ég sé klofinn persónuleiki. Pabbi minn er bóndi og ég ólst að hluta til upp í hesthúsi. Innst inni er ég algjör sveitastelpa og vil bara búa uppi í sveit með fullt af dýrum og börnum og hafa lífið einfalt. En oft vil ég fara algjörlega í hina áttina og langar að lifa og hrærast í menningarsuðupott- inum New York. Það togast á í mér miklar andstæður sem getur verið ruglandi en ég reyni að finna því farveg, leyfa mér brot af báðu og njóta þess.“ Einangraðist í suðurríkjunum Harpa lærði fatahönnun í Listahá- skólanum og útskrifaðist þaðan árið 2005. Skömmu síðar réð hún sig sem teiknara og hönnuð hjá tölvuleikja- framleiðandanum CCP og starfaði þar í fjögur ár. Síðasta árið bjó Harpa ein með börnunum sínum tveimur í Bandaríkjunum þar sem hún vann í starfsstöðvum fyrirtækisins í Atlanta. „Hugsunarhátturinn í suðurríkj- unum var mjög sérstakur og ég pass- aði ekki alveg þarna inn. Ég var sjálf hálftætt og stóð mig ekki alveg nógu Harpa Einarsdóttir fatahönnuður sagði skilið við sýndarveruleikann þegar hún hætti sem hönnuður hjá tölvuleikjaframleiðandanum CCP eftir fjögurra ára starf. Hún vinnur nú að sinni eigin listsköpun í raunheimum en áhrifin sækir hún til menningar norðurskautslandanna sem hafa heillað hana frá barnsaldri. Harpa sagði Þóru Tómasdóttur frá því hvernig verk hennar litast af togstreitunni milli sveitastelpunnar og tískubrjálæðingsins. vel. Ég bjó í fallegu einbýlishúsi á tveimur hæðum og keyrði um á nýjum jeppa en það var einskis virði þegar vinir mínir voru ekki til staðar til að njóta þess með mér. Það var auðvitað fullt af frábæru fólki þarna úti sem ég kynntist og ég hefði alls ekki viljað missa af þessari lífs- reynslu. Ég er mjög þakklát fyrir þennan tíma hjá CCP þar sem ég hef öðlast meiri færni sem teiknari en í nokkurri annarri vinnu.“ Starf Hörpu fólst í að hanna föt á persónur í tölvuleikjum og nú notast hún nær eingöngu við tölvur í sinni eigin list- sköpun en í haust hyggst hún kenna upp- rennandi fatahönnuðum í Listaháskóla Íslands hvernig þeir geta notað tölvur í sinni fatahönnun. Ætlaði í myndlist Þú segist grípa í myndlist inn á milli verk- efna. Er það gamall draumur? „Ég myndi nú ekki segja að það væri gamall draumur en ég hef alltaf haft pens- il í hönd öðru hvoru. Ég sótti um bæði í myndlist og fatahönnun í Listaháskólan- um og ætlaði alltaf að fara í myndlistina. Núna er ég rosalega glöð yfir því að hafa farið í hönnunina því sá grunnur nýtist mér vel í því sem ég er að gera í dag. Ég vinn til dæmis myndirnar mínar að mestu í tölvu og færi þær svo yfir á striga. Tölv- an er algjörlega mitt tól og ég nota hana í öllu sem ég geri. Ég er alveg ómöguleg án fótósjopps og tölvuteikniborðsins.“ Harpa hélt sína fyrstu alvöru mynd- listarsýningu í fyrrahaust og er að undir- búa aðra veglegri. „Nú ætla ég að eyða lengri tíma í þetta og gera stærri verk og metnaðarfyllri. En það er svo margt sem mér finnst gaman að gera í sköpuninni að ég á erfitt með að festa mig í einhverju einu. Sem er kannski gott, ég nýt þess að vera þúsundþjalasmiður.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ég bjó í fallegu ein- býlishúsi á tveimur hæðum og keyrði um á nýjum jeppa en það var einskis virði þegar vinir mínir voru ekki til staðar til að njóta þess með mér. Stigin út úr sýndarveru- leikanum Harpa segist vera klofinn persónuleiki sem þrái bæði sveitarlíf með dýrum og börnum og tískuheiminn í New York. Ljósmynd/Gunnar Þor 26 viðtal Helgin 21.-24. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.