Fréttatíminn - 21.04.2011, Qupperneq 28
Fólki finnst
mjög
skrýtið að
barn sé
ekki hjá
móður
sinni.
Þ
að snjóar í Reykjavík
þremur dögum fyrir
sumardaginn fyrsta. En
vonbrigðin yfir veðrinu
hverfa fljótt þegar ég
kem inn á ungbarnakaffihúsið Ið-
unnareplið í Templarasundi. Þar
sitja tvær ungar mæður og geisla
af gleði. Þær hafa tekið áhrifamikla
ákvörðun – að stofna stuðningshóp
fyrir foreldra sem finnst draum-
arnir hafa brostið. Þeim fannst þær
ekki standa undir því sem foreldrar
eiga að gera samkvæmt uppskrift-
inni. Þær heita Ester Bragadóttir og
Hulda Ósk Traustadóttir.
„Ég fékk fæðingarþunglyndi
þegar ég eignaðist son minn fyrir
fjórum árum,“ segir Ester. „Ég ein-
angraðist mikið og langaði að fara í
svokallaða mömmuhópa en treysti
mér ekki til þess, það var of mikið
að fara í enn eitt hlutverkið sem ég
bjó mér til svona út á við. Ég þurfti
að leggjast inn á geðdeild með son
minn og var lengi að vinna í mínum
málum. Sonur minn var erfiður frá
fyrstu stund og ég vissi að eitthvað
var að. Hann er mjög sennilega ein-
hvers staðar á einhverfu-rófi. Við
foreldrarnir skildum þegar strákur-
inn var ungur, en hann átti að fara
tímabundið til föður síns á meðan
ég væri að ná mér. Hins vegar fór
barnsfaðir minn að búa með yndis-
legri konu sem sinnir syni mínum
af alúð svo að hann býr hjá þeim en
er hjá mér á miðvikudögum og aðra
hverja helgi. Þessi kona er himna-
sending, hún tekur drengnum sem
sínum eigin og þjálfar hann. Maður
verður að setja börnin í fyrsta sæti.
Við stjúpmamma hans erum góðar
vinkonur, ræðum öll hans mál og
hvað er að gerast í kringum hann.“
Mér hefur fundist ég
hræðileg móðir
„Fólki finnst mjög skrýtið að barn
sé ekki hjá móður sinni og telur að
þá hljóti að vera eitthvað stórkost-
lega mikið að,“ segir Ester. „Það
hefur því verið erfið vinna hjá mér
að vinna með móður-egóið. Mér
hefur fundist ég hræðileg móðir og
upplifað að ég hafi brugðist barninu
mínu. Núna veit ég að það er bless-
un í hversu góðum höndum hann er
og hvað við foreldrarnir erum í góðu
sambandi. En auðvitað er þetta
spurning um viðhorf: Hver segir að
börn eigi alltaf að vera hjá móður?
Feður geta alveg eins alið barnið sitt
upp, jafnvel betur en móðir. Ég held
að strákurinn gæti ekki farið að búa
hjá mér núna, hann myndi hrein-
lega ekki höndla svo miklar breyt-
ingar á þessari stundu; hann getur
það kannski síðar í lífinu.“
Með geðhvarfasýki í fjórtán ár
Hulda Ósk fæddi dreng árið 2009,
fyrirbura sem fæddist á 28. viku.
Hann var fjórar merkur og var á
vökudeild í fjóra mánuði:
„Eftir að hann kom heim þurfti
hann að vera í súrefni, svo ég var
alveg lokuð inni með hann því það
var alltof mikið fyrirtæki að fara
með hann út með öll þau tæki og
tól sem fylgdu honum. Ég fékk
mikinn stuðning, það kom stúlka
daglega í einn og hálfan tíma og
við gátum rætt saman, þannig að
ég fékk félagsskap. Mig langaði
mikið í mömmuhópa en gat það
ekki á meðan hann var í súrefninu.
Maðurinn minn þurfti að fara að
vinna fljótlega eftir að við komum
heim með barnið. Ég er með geð-
hvörf og hef haft þau frá því ég var
sextán ára, eða í fjórtán ár. Ég fer í
maníu og þarf mikið að passa mig
að halda alltaf rútínu, sofa og borða
reglulega og annað slíkt. Strákur-
inn verður tveggja ára í maí og það
gengur mjög vel hjá honum. Ég fer
reglulega til lækna og þarf að taka
lyf til að halda geðhvarfasýkinni í
skefjum.“
Á geðdeild tekst mér að bægja
frá mér samviskubitinu
Það ríkir mikil eftirvænting hjá
foreldrum þegar barn fæðist – en
hvernig er að upplifa það að draum-
urinn brestur?
„Mér fannst ég algjörlega mis-
heppnuð,“ segir Ester og Hulda Ósk
bætir við:
„Ég fékk meðgöngueitrun og
þurfti því að fæða hann aðeins geng-
in 28 vikur með og mér fannst mjög
erfitt að fara til hans á spítalann
daglega og sjá hann svona ósjálf-
bjarga. Þetta var rosalega mikið
áfall. Maðurinn minn stappaði í
mig stálinu og hvatti mig áfram;
við yrðum að hugsa um hann sem
eðlilegan dreng. Ég er með mjög
gott tengslanet í kringum mig og
mamma hefur hjálpað mér ótrúlega
mikið. Þegar ég þarf að leggjast
inn á geðdeild hefur mér tekist að
bægja frá mér samviskubiti yfir að
vera ekki hjá syninum. Ég veit að
hann er í góðum höndum hjá pabba
sínum.“
Ester vill bæta við þetta að hún
hafi upplifað það gegnum margar
mæður að ef eitthvað er að, annað-
hvort hjá móður eða barni, séu tvær
leiðir sem feður velja:
„Annaðhvort eru þeir eins og
klettar við hlið móðurinnar eða fjar-
lægjast hana og barnið og það er
ekki endilega að þeir velji að fjarlægj-
ast, þeir vita bara ekki hvað þeir eiga
að gera eða eru hræddir ...“
Ætlast til að foreldrar fylgi ákveð-
inni formúlu
Amma Esterar, Gunnhildur
Bragadóttir, var ein af hennar stoð-
um á þessum tíma.
„Amma sá hvernig mér leið og
hún kom oft í viku. Hún hjálpaði
mér á fætur, hún hjálpaði mér að
halda heimilinu í horfinu og var með
soninn þegar ég leitaði mér hjálpar,
fór í hreyfingu eða út að versla. Þeir
sem eignast barn segja að þetta sé
það yndislegasta sem þeir hafi upp-
lifað, það besta sem hafi komið fyrir
þá og það er rétt, en hvað á maður
Að standa ekki
undir foreldra-
hlutverkinu
Það er ekki sjálfgefið að eignast barn og finnast maður geta
allt og kunna allt. Mikið er til af handbókum um hvernig
foreldri á að vera en sumum finnst þeir hreinlega ekki geta
staðið undir þeirri staðalímynd sem ríkir í samfélaginu. Anna
Kristine hitti tvær ungar konur sem hafa tekið sig til og stofnað
foreldrahóp fyrir þá sem finnst þeir vera að bugast í foreldra-
hlutverkinu. Ljósmyndir/Hari
að gera þegar þunglyndið hefur náð yfir-
höndinni? Það talar enginn um fyrstu
þrjá mánuðina sem geta verið mjög erf-
iðir. Oft hugsaði ég hugsanir sem mér
fannst ekki sæma foreldri, og þá fór ég
að skamma sjálfa mig. Foreldrar eiga
að fylgja einhverri formúlu – vera bestu
foreldrarnir – og það er hreint ekki auð-
velt þegar maður finnur að maður veld-
ur ekki því sem samfélagið eða maður
sjálfur ætlast til. Það hafa allir skoðanir
á því hvernig maður á að sinna barni
sínu; hvernig eða hvort eigi að hafa
það á brjósti, hvernig eigi að skipta á
barninu, hvað eigi að gefa barninu að
borða. Þegar maður er að eignast sitt
fyrsta barn og sjálfstraustið er ekki í
lagi verður maður mjög ringlaður og
veit ekki hvaða upplýsingum er best að
fara eftir og þá er oft hreinlega mjög erf-
itt að treysta innri sannfæringu. Maður
vill vera fullkominn en gleymir oft að
það er ekki valmöguleiki.“
Geðdeildin ekki barnvænn staður
Ester segir að á þessum tíma hafi Hulda
Guðmundsdóttir félagsráðgjafi verið
með hóp sem kallaðist „Móðir og barn“
á Hvítabandinu en hún sé nú hætt vegna
aldurs.
„Hún bjargaði mörgum okkar. Eftir
að ég ákvað að stofna þennan hóp fór ég
að athuga hvað væri í boði. Ég talaði við
Önnu Maríu, geðlækni á Landspítalan-
um, og nú er komin mjög góð hjálp fyrir
foreldra sem standa í sömu sporum og
ég stóð í. Anna María er ein af þeim sem
eru með „Fyrstu tengsl“ í Mosfellsbæ
til að hjálpa til við tengslamyndun for-
eldra og barna, og á Landspítalanum er
komið teymi. Ég þurfti að leggjast inn á
geðdeild með son minn en sendi hann
aftur heim því geðdeildin er ekki barn-
vænn staður. Ég hafði ekki orku til að
sjá mikið um hann og þau buðu ekki upp
á þá þjónustu sem ég þurfti til að geta
annast hann þar. Þau eru í dag komin
með teymi og þar starfa félagsráðgjafi,
sálfræðingur og fleiri og þau hafa verið
að byggja upp kerfi kringum foreldrana
og börnin sem þurfa á hjálp að halda.
Þar er líka eftirfylgni, sem skiptir mjög
miklu máli.“
Foreldrahópur þar sem enginn
er dæmdur
Þær Ester og Hulda Ósk eru að stofna
fyrsta foreldrahópinn sem vitað er um
hér á landi, sem byggir á sameiginlegri
reynslu foreldra sem finnst þeir hafa
brugðist eða reynst foreldrahlutverkið
erfitt á einhvern hátt. Þegar ég sagði
sálfræðingi frá þessum nýja hópi sagði
hún að þetta væri löngu tímabært; það
væri nauðsynlegt fyrir foreldra að geta
leitað stuðnings hvert hjá öðru:
„Ég er ekki fagmanneskja,“ segir
Ester brosandi. „Þessi foreldrahópur
Ester Bragadóttir (t.v.) og
Hulda Ósk Traustadóttir.
Stofnendur foreldrahóps
fyrir þá sem finnst þeir
vera að bugast í foreldra-
hlutverkinu.
Framhald á næstu opnu
28 viðtal Helgin 21.-24. apríl 2011