Fréttatíminn - 21.04.2011, Síða 30
RAKVÉL &
SKEGGSNYRTIR
Sölustaðir:
og öll betri apótek
Lyf & heilsa
Við hlustum!
LYFJA
Lifið heil
skegg
snyrtir
rakstur
er fyrst og fremst hugsaður þannig
að foreldrar sem finnst þeir hafa
„brugðist“ geti hist, rætt sín mál án
þess að vera dæmd og sagt hreint
út hvað þau eru að hugsa. Það er
enginn þarna sem mun dæma við-
komandi sem „lélegt foreldri“. Við
hugsum oft hugsanir sem okkur
langar ekki að hugsa og finnst að
við eigum ekki að gera vegna þess
að við séum foreldrar. En það er
allt í lagi með þessar hugsanir, við
erum ekki slæmir foreldrar þrátt
fyrir þær. Stundum þarf maður að fá
að pústa út, byggja ekki upp allt það
sem er í gangi innra með manni og
bera þær hugsanir og tilfinningar
einn. Ég fann það þegar ég var með
minn son lítinn að það vantaði mikið
af úrræðum og þá sérstaklega þau
sem eru ekki endilega fagleg, hvort
sem foreldrarnir eru veikir sjálfir
eða börnin. Á þeim tíma var ekki
komið svona ungbarnakaffihús eins
og það sem við sitjum inni á núna,
þannig að ég sá fyrir mér kaffihús
þar sem fólk gæti hist með börnin
sín án þess að börnin væru „fyrir“.
Hingað á Iðunnareplið koma nær-
ingarráðgjafar, ungbarnanuddarar
og margs konar fræðsluefni er í
boði. Hér eru foreldrahópar á þriðju-
dögum klukkan hálf ellefu og svo
klukkan hálf eitt á miðvikudögum.
Iðunnareplið er með heimasíðu og
Facebook-síðu. Hingað getum við
komið með börnin því hér er mynda-
vél sem sýnir inn í barnaherbergið
og í sumar verður stúlka sem annast
börnin.“
Mikilvægt að feður leiti sér
líka stuðnings
Hulda Ósk segir að þegar hún finni
að hún sé að fara í maníu finnist
henni allt skemmtilegt nema:
„... að þá finnst mér ég vera að
bregðast sem móðir. Ég veit samt
betur, ég veit að ég get ekki breytt
þessum sjúkdómi, aðeins leitað
mér hjálpar þegar á þarf að halda.
En það eru ekki bara við mömm-
urnar sem eigum stundum erfitt
með foreldrahlutverkið; aðstand-
endur gleymast oft og þeir eiga al-
veg jafn erfitt. Mæðurnar leita sér
kannski stuðnings en feðurnir ekki
og því er mikilvægt að þeir komi
líka í foreldrahópana. Mér finnst
stórkostlegt að Ester hafi fengið
þessa hugmynd sem nú er að verða
að veruleika. Við höfum kynnt okk-
ur hvert hægt er að leita fyrir fólk
sem líður illa, finnst það ekki hafa
tök á foreldrahlutverkinu. Það er
erfitt að mæta á fundi, vita ekkert
hvað bíður manns og þess vegna
viljum við geta tekið á móti fólki
og leiðbeint því. Hóparnir okkar
hittast í Hlutverkasetrinu og þar er
kaffi fyrir alla!“ segir Hulda Ósk.
„Við Ester munum leiða fundina
saman – ekki stjórna. Það er eng-
inn stjórnandi í þessum hópi. Við
munum leggja ríka áherslu á að það
sem sagt er innan fjögurra veggja
á þessum fundum fari ekki lengra,
og aldrei sé rætt um einhvern sem
ekki er viðstaddur. Það hefur sýnt
sig í sjálfshjálparhópum að með því
að hlusta á aðra með sambærilega
reynslu fær fólk ótrúlega hjálp. Við
munum spegla – ekki segja fólki
fyrir verkum.“
Að geta ekki staðið undir eigin
væntingum …
Ester segist ekki geta staðsett
hvernig og hvar hugmyndin að for-
eldrahópnum mótaðist endanlega.
„Ég held að hugmyndin hafi
byrjað að mótast þegar strákurinn
minn var lítill. Ég talaði við Elínu
Ebbu iðjuþjálfa, sem er með Hlut-
verkasetrið í Borgartúni 1, síðast-
liðið haust og hún hefur boðið okk-
ur aðstöðu þar. Hlutverkasetur er
staður fyrir fólk sem hefur misst
hlutverk sitt í lífinu og vill halda
sér í virkni og þar er til dæmis at-
vinnuleg endurhæfing. Allar upp-
lýsingar um Hlutverkasetrið er að
finna á hlutverkasetur.is. Svona
hópur hefur ekki verið til áður svo
ég viti. Foreldrahóparnir verða
annan og fjórða hvern miðvikudag
milli klukkan tíu og tólf og við ætl-
um ekki að hafa börn eldri en eins
árs með í hópunum því eldri börn
hafa ekkert gott af því að heyra það
sem við þurfum að ræða. Næsti
fundur okkar verður því í Borgar-
túni 1 miðvikudaginn 27. apríl, en
Borgartún 1 er hringlaga hús sem
auðvelt er að finna. Fyrir utan þessa
tíma verðum við með félagslíf, för-
um til dæmis hingað í Iðunnareplið
þar sem hún Tinna eigandi ætlar
að vera með sérstakan afslátt fyrir
okkur og hægt er að fá barnamat og
safa sem hentar börnum – og kaffi
fyrir þá fullorðnu; einnig gerum við
margt fleira þar sem foreldrar og
börn þeirra geta átt skemmtilegar
stundir saman og stundum jafnvel
án barnanna – það er allt opið. Fólk
þarf ekki endilega að hafa fengið
fæðingarþunglyndi, geðraskanir
eða slíkt, aðeins það að þeim finnist
foreldrahlutverkið ekki jafn auðvelt
og þau héldu. Þegar maður er hald-
inn samviskubiti yfir því að geta
ekki staðið undir sínum eigin vænt-
ingum með heimilið og barnið sitt
– því þetta eru yfirleitt okkar eigin
væntingar – þá er erfitt að hafa sig
í að gera hluti eins og að ryksuga
og skúra. Við þurfum oft að öðlast
viðhorfsbreytingu; það skiptir ekki
máli þótt einhver mæti og allt sé í
drasli, þetta er mitt heimili og ef
fólki líkar það ekki þá er það þess
mál. Ef maður nær að losa sig við
þetta viðtekna viðhorf að allt eigi að
vera tandurhreint, barnið fái lífrænt
ræktaðan heimalagaðan graut, þá
hjálpar maður sér sjálfum mikið í
því að sætta sig við hlutina eins og
þeir eru og losna við þessa glans-
mynd sem maður hefur af foreldra-
hlutverkinu. Ég er stöðugt að reyna
að breyta mínu viðhorfi til margra
hluta í lífinu og tek bara einn dag
í einu.“
Ekki fagaðili, aðeins móðir
með reynslu
„Í foreldrahópnum verður hægt að
ræða hlutina án þess að vera dæmd-
ur og stundum þarf maður líka að fá
smá hjálp við að sjá björtu hliðarnar,
því við verðum ekki beinlínis víðsýn
í erfiðleikum. Það er ekkert aldurs-
takmark og það skiptir ekki máli
hvað hefur komið fyrir eða hvað
börnin eru gömul, við munum öll
eiga það sameiginlegt að hafa ekki
fundist við ráða við aðstæður sem
foreldri, finnast við vera svolítið ein,
vera hrædd um að vera „dæmd“ og
vanta félagsskap. Ég er reiðubúin
að hitta fólk áður en það mætir á
fundi því ég veit af eigin reynslu
hversu erfitt getur verið að mæta á
nýjan stað. Það má líka senda mér
póst á netfangið ester.bragadottir@
gmail.com. En það er mikilvægt að
muna að ég er ekki fagaðili – aðeins
móðir með reynslu.“
Anna
Kristine
ritstjorn@frettatiminn.is
Í foreldra-
hópnum
verður
hægt að
ræða
hlutina
án þess
að vera
dæmdur.
Hulda Ósk og Ester.
Stuðningshópur fyrir
foreldra sem finnst
draumarnir hafa
brostið.
30 viðtal Helgin 21.-24. apríl 2011