Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.04.2011, Page 56

Fréttatíminn - 21.04.2011, Page 56
56 tíska Helgin 21.-24. apríl 2011 Fermingartilboð Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Mjúka fermingargjö fin Rúmföt frá 6.960 kr Nýtt kortatímabil St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46  Kauptu stílinn justin bieber Fyrirmynd fyrir ungt fólk Ungi söngvarinn Justin Bieber hefur náð þvílíkum vinsældum á stuttum tíma og slær í gegn hvert sem hann fer. Hann hefur gefið út mörg lög, tekið að sér hlutverk í kvikmyndum og þáttum og hefur nóg að snúast þessa dagana. Nýlega var sett á markað barbídúkka, minni útgáfan af söngvaranum. Hann er ungu fólki mikil fyrirmynd og klæðir sig eftir nýjustu tísku. Þó hefur hártískan slegið allramest í gegn. Sautján, 21.990 kr. Jack and Jones, 7.990 kr. Noland, 22.990 kr. Deres, 2.990 kr. Mótor, 2.990 kr. Gossip Girl-kjólar til sölu Það eru ekki margir sem kann- ast við nafnið Eric Daman en verk hans hafa svo sannarlega vakið eftirtekt. Hann er maður- inn á bak við tjöldin og heilinn á bak við fataval stelpnanna í bandarísku þáttunum Gos- sip Girl. Þáttur- inn er þekktur fyrir flottan og öðruvísi klæðaburð og það er draumur flestra stúlkna að eignast slíkan klæðnað. Nú hefur Eric ákveðið að láta drauma þeirra rætast og hefur hafið sölu á nýrri kjólalínu sem inniheldur flotta og klassíska kjóla með innblástur frá Gos- sip Girl. Kjólarnir, sem verða seldir á vefverslun kappans, verða ekki dýrir og mun eng- inn þeirra kosta meira en 6.000 krónur. Nú þurfum við ekki að leita langt til þess að klæðast fatnaði eins og tískufrömuðurn- ir Blair Waldorf eða Serena Van der Woodsen. í dag, fimmtudaginn 21. apríl, halda nemendur á lokaári fata- hönnunardeildar Listaháskóla Ís- lands sýningu í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsinu, klukkan 20. „Alls eru þetta níu nemendur, átta stelpur og einn strákur, og mun hvert þeirra sýna átta til tíu alklæðnaði. Sýningin er afrakstur þriggja ára BA-náms við Listahá- skólann og virtir erlendir próf- dómarar, Emily Harris og Rikke Ruhwald sem bæði hafa unnið fyrir Sonia Rykiel, verða viðstadd- ir og munu meta verk nemenda. Tískusýningin er hluti af út- skriftarsýningu nema við Listahá- skóla Íslands en á laugardaginn klukkan 14 verður opnuð sýning í Hafnarhúsinu með verkum frá hönnunardeildum Listaháskólans, þar á meðal frá fatahönnunar- deildinni. Sýningin mun standa til 8. maí og er aðgangur ókeypis. Sýningarstjórar eru Erling Klin- genberg, Atli Hilmarsson og Hörður Lárusson,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands.  útsKriftarsýning listahásKóli íslands Afrakstur þriggja ára náms Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Útskriftarsýning nemenda Listaháskól- ans opnar í Hafnarhúsinu klukkan 14 á laugardaginn.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.