Dagfari - 01.11.2006, Side 2
Spyrjum okkur: Hver er orsökin fyrir hernaðarhyggju
meðal þjóða sem hafa aldrei átt her?
Svarið er kannski: Áhugi á mannkynssögunni. Fólk
sem er vel að sér í sögu þekkir þær hörmungar sem
hafa alltaf verið raunveruleiki heimsbyggðarinnar. Sú
skoðun að stríð sé söguleg nauðsyn er eins og beint
framhald af þessu. Rök friðarsinna eru þar með
afgreidd sem barnaleg einfeldni, krúttleg óskhyggja
sem sé úr takt við raunveruleikann. Sagan kennir
okkur aö meiriháttar vandamál eru sjaldnast afgreidd
með samningum og málþófi, heldur járni og blóði.
Undir þessi rök má taka að vissu leyti. Stríð verða
alltaf til í einni eða annarri mynd. En það er ekki þar
með sagt að við eigum að sætta okkur við þau. Næst
þegar Bandaríkjamenn ákveða að bomba eitthvert
vesalings land þar sem einræðisherrann er með
attitjúd þýðir ekkert að yppta bara öxlum og vitna í
Bismarck. Þótt mannkynssagan sé magnað
skýringartæki fyrir samtímaviðburði megum við ekki
nota hana til að réttlæta óhæfu. Sú hugmynd að
„sagan kenni“ okkur hitt eða þetta er nefnilega alltaf
menningarlega skilyrt. Sagan kennir okkur ekki
annað en það sem við viljum sjálf lesa út úr henni.
Tal um Sovétríkin er af sama toga. Hin stóra and-
stæða 20. aldarinnar, kommúnismi og kapítalismi, er
Ijóslifandi í hugum flestra íslendinga enn í dag þótt
Sovétríkin séu horfin. Börnin sem eru þessi árin að
byrja að mæta á bjórkvöld hjá Heimdalli eru alin upp
í þeirri trú að þau séu fylgismenn skoðana sem séu
andstæðar við það sem Marx og Lenín prédikuðu.
Þetta fólk, sem á eftir að stjórna landinu eftir nokkra
áratugi, mun svo líklega koma hræðslunni við
Rússagrýluna áleiðis.
menningar án þess að samþykkja þá utanríkisstefnu
sem stjórnvöld þar í landi aðhyllast. Lenín og sósíalis-
minn eiga ekkert skylt við friðarhyggju (undirritaðir
voru tíu ára þegar Sovétríkin hrundu). Það er beinlínis
dapurlegt að þurfa að hlusta á fólk réttlæta kjaftæði á
borð við Guantanamo með því að segja: „Pyntingar eru
auðvitaö slæmar. En bíðum við. Getur það hugsast að
vinstrimenn og þá sérstaklega kommúnískir vinstri-
menn hafi stutt Sovétríkin af miklum mætti og ferðast
þangað, lofsungið stjórnunarhætti og líf fólks þar í
landi og svo framvegis í áraraðir uns járntjaldið
hrundi?“ Með svona útúrsnúningi hlýtur að vera hægt
að kalla „kommúníska vinstrimenn“ þær milljónir
Bandaríkjamanna sem eru á móti pyntingunum í
Guantanamo.
Mannkynssagan er ekki föst stærð heldur síbreytilegt,
pólitískt afl. Þegar fólk skrifar blaðagreinar um að þaó
þurfi að stofna íslenskan her því „sagan kenni
okkur“að það sé óábyrgt að hafa engan her, og nefnir
Tyrkjaránið (grínlaust) í því sambandi, er kominn tími
til að koma sér niður á jörðina.
Við stöndum á tímamótum. Bandaríski herinn er
farinn úr landi og íslendingar hafa nú öölast tækifæri
til að láta verulega að sér kveða í friðarmálum á
alþjóðavísu. Með þetta í huga vilja ritstjórar Dagfara
leggja fram þá tillögu að nafni Samtaka herstöðvaand-
stæðinga verði breytt, enda eru nú engar herstöðvar
eftir í landinu. Þannig mætti gera ímynd samtakanna
jákvæðari og taka skref í átt að nútímalegri friðar-
baráttu.
Gefum Che Guevara-bolina til Hjálpræðishersins.
Málum yfir hamarinn og sigðina. Hættum að syngja
Nallann. Elskum friðinn.
Það eru jafnan helstu mistök friðarsinna að gangast
inn á þessa tvíhyggju. Friður er eitt, Ameríkuhatur er
annað. Það er vel hægt að vera aðdáandi bandarískrar
Hjalti Snær Ægisson
Þórir Hrafn Gunnarsson
Dagfari, tímarit SHA
3. tbl. 32. árg. 2006
Útgefandi:
Samtök herstöðvaandstæðinga
ISSN 1027-3840
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Hjalti Snær Ægisson
og Þórir Hrafn Gunnarsson
Umbrot:
Hallur Guðmundsson
Forsíðumynd:
Skopmynd Halldórs Baldurssonar úr
Blaðinu, okt. 2006.
Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Efnisyfirlit
Tímamót...................................3
Sundahafnarslagurinn ‘79..................4
Hernámið í Ijósi timans...................8
Blómin í ánni.............................13
Limrur....................................13
Heim til Maryland.........................14
HER ......................................16
Höfnum hermennsku ........................18
Um efnavopn ..............................20
„Gúlag okkar tíma“........................26
Af brigadista í Nicaragua ................28
SHA og endurskoðun stjórnarskrárinnar.....32
Amerika er falleg en hún á sér Ijóta hlið.34
Tímamótayfirlýsing Bandaríkjahers ........36
Eyru Sáms frænda..........................37
Rússneski herinn..........................38
Guðs friður...............................40
Að réttlæta óréttlæti ....................42
SÖNGVAR hermangarans......................47
2 Dagfari • nóvember 2006